Forstjóri Toshiba hættur vegna bókhaldssvika Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2015 10:23 Hisao Tanaka, fyrrverandi forstjóri Toshiba, hafði starfað hjá fyrirtækinu frá því snemma á 8. áratugnum. vísir/epa Forstjóri japanska tölvuframleiðandans, Hisao Tanaka, hefur látið af störfum en hann gerir það í kjölfar þess að upp komst um bókhaldssvik fyrirtækisins. Málið þykir mikið hneykli og álitshnekkir fyrir Toshiba. Í gær skilaði óháð nefnd skýrslu um bókhald Toshiba en í henni kom fram að hagnaður fyrirtækisins hafi verið ofmetinn um alls rúman milljarð bandaríkjadala síðastliðin sex ár. Toshiba bað hluthafa afsökunar á svikunum í yfirlýsingu sem fyrirtækið hefur sent frá sér. Auk forstjórans, Tanaka, hætti Norio Sasaki, aðstoðarstjórnarformaður fyrirtækisins. Stjórnarformaðurinn, Masashi Muromachi, tekur við forstjórastöðunni. Tanaka og Sasaki hófu báðir störf hjá Toshiba snemma á 8. áratugnum. Sasaki var forstjóri á árunum 2009 til 2013, áður en hann settist í stjórn fyrirtækisins, svo hann var í forsvari meirihluta þess tímabils sem svikin ná til. Fjármálaráðherra Japans, Taro Aso, sagði að hneyksli Toshiba myndi grafa undan trausti og trú á japönskum fyrirtækjum. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forstjóri japanska tölvuframleiðandans, Hisao Tanaka, hefur látið af störfum en hann gerir það í kjölfar þess að upp komst um bókhaldssvik fyrirtækisins. Málið þykir mikið hneykli og álitshnekkir fyrir Toshiba. Í gær skilaði óháð nefnd skýrslu um bókhald Toshiba en í henni kom fram að hagnaður fyrirtækisins hafi verið ofmetinn um alls rúman milljarð bandaríkjadala síðastliðin sex ár. Toshiba bað hluthafa afsökunar á svikunum í yfirlýsingu sem fyrirtækið hefur sent frá sér. Auk forstjórans, Tanaka, hætti Norio Sasaki, aðstoðarstjórnarformaður fyrirtækisins. Stjórnarformaðurinn, Masashi Muromachi, tekur við forstjórastöðunni. Tanaka og Sasaki hófu báðir störf hjá Toshiba snemma á 8. áratugnum. Sasaki var forstjóri á árunum 2009 til 2013, áður en hann settist í stjórn fyrirtækisins, svo hann var í forsvari meirihluta þess tímabils sem svikin ná til. Fjármálaráðherra Japans, Taro Aso, sagði að hneyksli Toshiba myndi grafa undan trausti og trú á japönskum fyrirtækjum.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira