Daði, sem er tvítugur, hefur fengið fá tækifæri með Val í sumar en hann hefur aðeins komið við sögu í átta leikjum í deild og bikar og skorað eitt mark.
Daði, sem er uppalinn Þróttari, kom til Vals um mitt síðasta sumar frá hollenska liðinu NEC Nijmegen og skrifaði undir þriggja ára samning við Hlíðarendafélagið.
Daði er annar leikmaðurinn sem Leiknir fær í glugganum en áður var liðið búið að fá hollenska sóknarmanninn Danny Schreurs sem þreytti frumraun sína með Breiðholtsliðinu gegn ÍA á sunnudaginn.
Þá hefur Leiknir lánað miðjumanninn Magnús Má Einarsson til Hugins á Seyðisfirði.
Magnús, sem er þekktur sem annar tveggja ritstjóra vefmiðilsins Fótbolta.net, hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum með Leikni í sumar en hann kom til liðsins í fyrra frá uppeldisfélaginu Aftureldingu.
Huginn er í 3. sæti 2. deildar og er í harðri baráttu við Leikni Fáskrúðsfirði og ÍR um sæti í 1. deildinni á næsta ári.
Daði Bergsson er genginn í raðir Leiknis á láni út tímabilið. Velkomin Daði. #deadlineday
— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) July 31, 2015
Magnús Már Einarsson að fá leikheimild hjá Huginn. @maggimar kemur á láni frá Leikni Rvk út sumarið.
#VelkominnMaggi
#ÁframHuginn
— Huginn Football Club (@HuginnFC) July 31, 2015