Milos: Við vorum betri aðilinn í þessum leik T'omas Þór Þórðarson skrifar 9. ágúst 2015 22:08 Milos Milojevic og Helgi Sigurðsson fara yfir málin í Garðabænum í kvöld. vísir/ernir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var máturlega sáttur við stigið sem hann fékk í Garðabænum í kvöld, en undir hans stjórn hafa Víkingar nú náð í átta stig af tólf mögulegum. "Það var ekki mikið af opnum færum hjá okkur né hjá þeim. Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við vildum. Við gerðum ein varnarmistök og þeir refsa okkur grimmt fyrir þau," sagði Milos við Vísi.Sjá einnig:Rúnar Páll: Glórulaust hjá dómaranum "Við sýndum samt frábæran karakter að koma til baka eftir það og vorum grimmir í öllum návígum eftir það. Við vorum fastir fyrir allan leikinn og fáum tvo þeirra manna út af. Ég vildi þrjú stig í dag en er ánægður með eitt stig." Stjarnan var mun meira með boltann í kvöld en Víkingar vörðust fimlega og sóttu hratt þegar þeir gátu. Í raun voru það Víkingar sem fengu betri færi í leiknum en Gunnar Nielsen var fyrir þeim í marki heimamanna. "Mér fannst við betri aðilinn í leiknum. Við fengum besta færið í fyrri hálfleik þegar Hallgrímur skýtur í stöngina og svo ver Gunnar aftur frá honum úr dauðafæri.- í seinni hálfleik," sagði Milos. "Við vorum sterkari og leyfðum þeim bara að vera með boltann. Þú mátt alveg vera með boltann því ef þú skorar ekki mark á móti okkur er mér alveg sama." Víkingur er nú búinn að gera tvö jafntefli í röð en í byrjun tímabils var liðið að gera svolítið af jafnteflum áður en löng taphrina tók við. "Mér fannst strákarnir svara vel fyrir síðasta leik þar sem ég var ekki ánægður með þá. Liðið spilaði vel og holningin á því var góð. Við gerðum bara ein mistök en allt annað var fullkomið. Það væri ekki ósanngjarnt ef við færum heim með öll stigin hér í kvöld," sagði Milos, en þarf liðið ekki að passa upp á í næstu leikjum að láta jafnteflin telja? "Þrjú stig eru alltaf kærkomin en það er alltaf betra að fá eitt stig heldur en ekkert stig. Nú eigum við tvo risaleiki fyrir höndum. Sem betur fer er vika á milli þeirra. Nú förum við bara að einbeita okkur að toppslagnum á móti Leikni. Það eru alltaf hörkuleikir þegar við spilum á móti þeim," sagði Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var máturlega sáttur við stigið sem hann fékk í Garðabænum í kvöld, en undir hans stjórn hafa Víkingar nú náð í átta stig af tólf mögulegum. "Það var ekki mikið af opnum færum hjá okkur né hjá þeim. Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við vildum. Við gerðum ein varnarmistök og þeir refsa okkur grimmt fyrir þau," sagði Milos við Vísi.Sjá einnig:Rúnar Páll: Glórulaust hjá dómaranum "Við sýndum samt frábæran karakter að koma til baka eftir það og vorum grimmir í öllum návígum eftir það. Við vorum fastir fyrir allan leikinn og fáum tvo þeirra manna út af. Ég vildi þrjú stig í dag en er ánægður með eitt stig." Stjarnan var mun meira með boltann í kvöld en Víkingar vörðust fimlega og sóttu hratt þegar þeir gátu. Í raun voru það Víkingar sem fengu betri færi í leiknum en Gunnar Nielsen var fyrir þeim í marki heimamanna. "Mér fannst við betri aðilinn í leiknum. Við fengum besta færið í fyrri hálfleik þegar Hallgrímur skýtur í stöngina og svo ver Gunnar aftur frá honum úr dauðafæri.- í seinni hálfleik," sagði Milos. "Við vorum sterkari og leyfðum þeim bara að vera með boltann. Þú mátt alveg vera með boltann því ef þú skorar ekki mark á móti okkur er mér alveg sama." Víkingur er nú búinn að gera tvö jafntefli í röð en í byrjun tímabils var liðið að gera svolítið af jafnteflum áður en löng taphrina tók við. "Mér fannst strákarnir svara vel fyrir síðasta leik þar sem ég var ekki ánægður með þá. Liðið spilaði vel og holningin á því var góð. Við gerðum bara ein mistök en allt annað var fullkomið. Það væri ekki ósanngjarnt ef við færum heim með öll stigin hér í kvöld," sagði Milos, en þarf liðið ekki að passa upp á í næstu leikjum að láta jafnteflin telja? "Þrjú stig eru alltaf kærkomin en það er alltaf betra að fá eitt stig heldur en ekkert stig. Nú eigum við tvo risaleiki fyrir höndum. Sem betur fer er vika á milli þeirra. Nú förum við bara að einbeita okkur að toppslagnum á móti Leikni. Það eru alltaf hörkuleikir þegar við spilum á móti þeim," sagði Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira