Milos: Við vorum betri aðilinn í þessum leik T'omas Þór Þórðarson skrifar 9. ágúst 2015 22:08 Milos Milojevic og Helgi Sigurðsson fara yfir málin í Garðabænum í kvöld. vísir/ernir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var máturlega sáttur við stigið sem hann fékk í Garðabænum í kvöld, en undir hans stjórn hafa Víkingar nú náð í átta stig af tólf mögulegum. "Það var ekki mikið af opnum færum hjá okkur né hjá þeim. Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við vildum. Við gerðum ein varnarmistök og þeir refsa okkur grimmt fyrir þau," sagði Milos við Vísi.Sjá einnig:Rúnar Páll: Glórulaust hjá dómaranum "Við sýndum samt frábæran karakter að koma til baka eftir það og vorum grimmir í öllum návígum eftir það. Við vorum fastir fyrir allan leikinn og fáum tvo þeirra manna út af. Ég vildi þrjú stig í dag en er ánægður með eitt stig." Stjarnan var mun meira með boltann í kvöld en Víkingar vörðust fimlega og sóttu hratt þegar þeir gátu. Í raun voru það Víkingar sem fengu betri færi í leiknum en Gunnar Nielsen var fyrir þeim í marki heimamanna. "Mér fannst við betri aðilinn í leiknum. Við fengum besta færið í fyrri hálfleik þegar Hallgrímur skýtur í stöngina og svo ver Gunnar aftur frá honum úr dauðafæri.- í seinni hálfleik," sagði Milos. "Við vorum sterkari og leyfðum þeim bara að vera með boltann. Þú mátt alveg vera með boltann því ef þú skorar ekki mark á móti okkur er mér alveg sama." Víkingur er nú búinn að gera tvö jafntefli í röð en í byrjun tímabils var liðið að gera svolítið af jafnteflum áður en löng taphrina tók við. "Mér fannst strákarnir svara vel fyrir síðasta leik þar sem ég var ekki ánægður með þá. Liðið spilaði vel og holningin á því var góð. Við gerðum bara ein mistök en allt annað var fullkomið. Það væri ekki ósanngjarnt ef við færum heim með öll stigin hér í kvöld," sagði Milos, en þarf liðið ekki að passa upp á í næstu leikjum að láta jafnteflin telja? "Þrjú stig eru alltaf kærkomin en það er alltaf betra að fá eitt stig heldur en ekkert stig. Nú eigum við tvo risaleiki fyrir höndum. Sem betur fer er vika á milli þeirra. Nú förum við bara að einbeita okkur að toppslagnum á móti Leikni. Það eru alltaf hörkuleikir þegar við spilum á móti þeim," sagði Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var máturlega sáttur við stigið sem hann fékk í Garðabænum í kvöld, en undir hans stjórn hafa Víkingar nú náð í átta stig af tólf mögulegum. "Það var ekki mikið af opnum færum hjá okkur né hjá þeim. Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við vildum. Við gerðum ein varnarmistök og þeir refsa okkur grimmt fyrir þau," sagði Milos við Vísi.Sjá einnig:Rúnar Páll: Glórulaust hjá dómaranum "Við sýndum samt frábæran karakter að koma til baka eftir það og vorum grimmir í öllum návígum eftir það. Við vorum fastir fyrir allan leikinn og fáum tvo þeirra manna út af. Ég vildi þrjú stig í dag en er ánægður með eitt stig." Stjarnan var mun meira með boltann í kvöld en Víkingar vörðust fimlega og sóttu hratt þegar þeir gátu. Í raun voru það Víkingar sem fengu betri færi í leiknum en Gunnar Nielsen var fyrir þeim í marki heimamanna. "Mér fannst við betri aðilinn í leiknum. Við fengum besta færið í fyrri hálfleik þegar Hallgrímur skýtur í stöngina og svo ver Gunnar aftur frá honum úr dauðafæri.- í seinni hálfleik," sagði Milos. "Við vorum sterkari og leyfðum þeim bara að vera með boltann. Þú mátt alveg vera með boltann því ef þú skorar ekki mark á móti okkur er mér alveg sama." Víkingur er nú búinn að gera tvö jafntefli í röð en í byrjun tímabils var liðið að gera svolítið af jafnteflum áður en löng taphrina tók við. "Mér fannst strákarnir svara vel fyrir síðasta leik þar sem ég var ekki ánægður með þá. Liðið spilaði vel og holningin á því var góð. Við gerðum bara ein mistök en allt annað var fullkomið. Það væri ekki ósanngjarnt ef við færum heim með öll stigin hér í kvöld," sagði Milos, en þarf liðið ekki að passa upp á í næstu leikjum að láta jafnteflin telja? "Þrjú stig eru alltaf kærkomin en það er alltaf betra að fá eitt stig heldur en ekkert stig. Nú eigum við tvo risaleiki fyrir höndum. Sem betur fer er vika á milli þeirra. Nú förum við bara að einbeita okkur að toppslagnum á móti Leikni. Það eru alltaf hörkuleikir þegar við spilum á móti þeim," sagði Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira