Um er að ræða þraut þar sem leikmenn skalla bolta á milli sín þar til síðasti aðilinn skallar boltann í fötu en leikmenn Chelsea náðu þessu við matarborðið á síðasta tímabili.
Guðmann Þórisson sem hefur ekki tekið þátt í leikjum liðsins undanfarna daga vegna meiðsla virðist hafa náð fullkomnum tökum á því að stýra skallabolta en hann skallar boltanum til átta leikmanna áður en hann stýrir boltanum í ruslafötuna af stuttu færi.
Glæsilega gert hjá leikmönnum FH en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.