Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Keflavík 4-0 | Blikar í banastuði Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli skrifar 5. ágúst 2015 10:20 Arnór Sveinn Aðalsteinsson er fyrirliði Breiðabliks. vísir/andri marinó Blikar fóru illa með botnlið Keflavíkur er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Keflvíkingar mættu ákveðnir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt. Þeir reyndu að koma Blikum úr jafnvægi með því að pressa nokkuð hátt í upphafi en hættu því þó fljótlega. Það var óttalegt slen yfir Blikum framan af. Það var í raun ekki fyrr en Keflvíkingar höfðu átt tvö ágætis færi eftir um tíu mínútna leik sem þeir hófu leik af einhverri alvöru. Jonathan Glenn var kominn í lið Blika og var fljótur að minna á sig. Hann lét hafa fyrir sér en þegar hann komst í álitlegar stöður var hann frekar klaufalegur í sínum aðgerðum. Chuck nokkuð sprækur í framlínunni hinum megin en hann var einnig klaufalegur í sínum aðgerðum. Skotin slöpp og þegar hann hefði getað gefið á Jimenez, sem var kominn einn í gegn, var sendingin arfaslök. Keflvíkingar þó að ná skotum á markið og Hólmar Örn hefði átt að koma þeim yfir rúmum stundarfjórðungi fyrir hálfleik. Skot hans úr dauðafæri fór í slána. Það reyndist Keflavík dýrt því Blikar refsuðu með tveimur mörkum á tveim mínútum undir lok hálfleiksins. Fyrst Glenn með skalla af stuttu færi og svo Höskuldur með þrumuskoti eftir laglega sókn. 2-0 í hálfleik sem var kannski ekki sanngjarnt en Blikar nýttu sín færi. Glenn líka búinn að opna markareikninginn strax í öðrum leik sínum fyrir Blika. Mörk frá framherja var nákvæmlega það sem Blika vantar. Þessi mörk fyrir hlé gjörsamlega drápu Keflvíkinga. Þeir mættu með hangandi haus í seinni hálfleikinn og létu keyra yfir sig. Ellert hefði getað skorað eftir 25 sekúndur en markið kom skömmu síðar eftir snilldarsókn. Spyrnusérfræðingarnir Guðjón Pétur og Kristinn Jóns báðir með gullsendingar og Arnþór Ari stangaði knöttinn í netið. Magnað mark og ballinu í raun lokið þarna. Það hvernig Keflvíkingar koma til leiks í síðari hálfleik er þeim til vansa. Þeir veittu Blikum ekki neina mótstöðu. Fjórða markið kom hjá Blikum og aftur var það fallegt. Virkilega flott mörk hjá Blikum í kvöld og Höskuldur með skallamark sem kláraði leikinn. Það var ekki Keflvíkingum að þakka að mörkin urðu ekki fleira. Blikar hefðu hæglega getað skorað sex til sjö mörk. Það var virkilega gaman að sjá Blikana í síðari hálfleik. Frábær fótbolti þar sem boltinn gekk hratt í fáum snertingum. Oftast var nóg að láta töframanninn Kristinn Jónsson fá boltann og hann bjó eitthvað til. Það er sjaldgæft að sjá mann í þessari deild með svona mikla yfirburði á andstæðingana. Það virðist enginn ráða við hann. Höskuldur er orðinn heill heilsu á ný og kemur einnig með mikinn kraft inn í liðið. Guðjón Pétur býr yfir gullsendingum og útsjónarsemi. Glenn er síðan síógnandi uppi á toppi og á örugglega eftir að reynast liðinu afar vel þó svo hann sé nokkuð klaufalegur á köflum. Hann skoraði þó mark í kvöld og hefði getað skorað fleiri. Keflvíkingar komu með gott viðhorf í leikinn en yfirgáfu völlinn á skelfilegan hátt. Það var ekkert stolt í síðari hálfleik og ótrúlegt að sjá lið sem er þekkt fyrir baráttu láta valta yfir sig. Það er eitthvað mikið að í herbúðum liðsins og miðað við þessa frammistöðu blasir ekkert nema fall við liðinu.Arnar: Sá gamla Blikaliðið aftur „Ég var búinn að sjá síðustu tvo leiki Keflavíkur. Þá töpuðu þeir meðal annars 7-1 en það voru skrítin úrslit miðað við gang leiksins. Ég átti því von á hörkuleik," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, hæstánægður í leikslok. „Við vorum seinir í gang en eftir að við skorum fyrsta markið þá fór þetta að falla með okkur. Þá opnaðist leikurinn og mér fannst við skora virkilega falleg mörk. Mér fannst ég sjá gamla Blikaliðið aftur í dag. Við vorum að skapa færi, boltinn að ganga vel og við hefðum getað skorað meira. Heilt yfir er ég virkilega sáttur." Arnar var eðlilega sérstaklega ánægður með síðari hálfleikinn þar sem var aðeins eitt lið á vellinum. „Spjöld og mörk breyta leikjum og mörkin tvö undir lok fyrri hálfleiks breyttu þessum leik. Við vorum hrikalega flottir í seinni hálfleik og þá var bara eitt lið á vellinum." Þjálfarinn segir að það hafi ekki verið neitt stress í þeirra herbúðum þó svo liði hafi ekki náð sigri í síðustu tveim leikjum á undan. „Við höfðum aldrei sagt bless við þessa keppni þarna uppi þó svo einhverjir væru að afskrifa okkur. Þetta var samt bara einn leikur og ef við gerum í brækurnar í næsta leik þá er þetta fljótt að breytast á ný."Haukur Ingi: Við brotnum við mótlæti „Menn eru auðvitað hundfúlir inn í klefa og það er erfitt að koma af velli eftir svona ófarir," segir Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflavíkur, en hann var eðlilega ekki sáttur. „Þetta er auðvitað annar skellurinn í síðustu þrem leikjum. Fyrri hálfleikur var ágætur hjá okkur og við vorum vel inn í leiknum," segir Haukur en hans lið rotaðist við mörkin tvö undir lok fyrri hálfleiks. „Það hefur verið svolítið saga okkar að þegar við upplifum mótlæti þá brotnum við. Þetta er enn eitt dæmið um það." Keflavík mætti ekki til leiks í síðari hálfleik og frammistaða liðsins þá ekki boðleg. „Það hefur vantað upp á einbeitingu í upphafi síðari hálfleiks oft hjá okkur. Það er ekki ásættanlegt fyrir lið sem er í þessari stöðu. Þeir létu okkur líta illa út og við sjálfir létum okkur líta út fyrir að vera menn í 4. eða 5. flokki."Kristinn: Hrikalega ánægður með mína frammistöðu „Fyrri hálfleikur var býsna erfiður en eftir að við skorum fyrsta markið þá fannst mér þetta aldrei vera spurning. ér fannst þetta vera síst of stór sigur," sagði maður leiksins, Blikinn Kristinn Jónsson, sem fíflaði Keflvíkinga í allt kvöld. „Eftir fyrsta markið þá var eins og þeir hefðu hreinlega gefist upp. Annað markið kom í kjölfarið og þá voru þeir alveg búnir." Kristinn var með tvær stoðsendingar í dag og bjó til endalaust af færum. „Það var mjög jákvætt að skora fjögur mörk í dag því við höfum ekki verið að skora nóg," segir Kristinn en getur enginn stöðvað hann? Hann virðist vera óstöðvandi í þessari deild. „Þegar þú ert í góðu liði og allir í kringum þig eru að spila vel þá er auðveldara að spila vel sjálfur. Ég er hrikalega ánægður með mína frammistöðu í leiknum og undanfarið. Það er gott að vera í þessu liði og þess vegna spila menn vel." Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
Blikar fóru illa með botnlið Keflavíkur er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Keflvíkingar mættu ákveðnir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt. Þeir reyndu að koma Blikum úr jafnvægi með því að pressa nokkuð hátt í upphafi en hættu því þó fljótlega. Það var óttalegt slen yfir Blikum framan af. Það var í raun ekki fyrr en Keflvíkingar höfðu átt tvö ágætis færi eftir um tíu mínútna leik sem þeir hófu leik af einhverri alvöru. Jonathan Glenn var kominn í lið Blika og var fljótur að minna á sig. Hann lét hafa fyrir sér en þegar hann komst í álitlegar stöður var hann frekar klaufalegur í sínum aðgerðum. Chuck nokkuð sprækur í framlínunni hinum megin en hann var einnig klaufalegur í sínum aðgerðum. Skotin slöpp og þegar hann hefði getað gefið á Jimenez, sem var kominn einn í gegn, var sendingin arfaslök. Keflvíkingar þó að ná skotum á markið og Hólmar Örn hefði átt að koma þeim yfir rúmum stundarfjórðungi fyrir hálfleik. Skot hans úr dauðafæri fór í slána. Það reyndist Keflavík dýrt því Blikar refsuðu með tveimur mörkum á tveim mínútum undir lok hálfleiksins. Fyrst Glenn með skalla af stuttu færi og svo Höskuldur með þrumuskoti eftir laglega sókn. 2-0 í hálfleik sem var kannski ekki sanngjarnt en Blikar nýttu sín færi. Glenn líka búinn að opna markareikninginn strax í öðrum leik sínum fyrir Blika. Mörk frá framherja var nákvæmlega það sem Blika vantar. Þessi mörk fyrir hlé gjörsamlega drápu Keflvíkinga. Þeir mættu með hangandi haus í seinni hálfleikinn og létu keyra yfir sig. Ellert hefði getað skorað eftir 25 sekúndur en markið kom skömmu síðar eftir snilldarsókn. Spyrnusérfræðingarnir Guðjón Pétur og Kristinn Jóns báðir með gullsendingar og Arnþór Ari stangaði knöttinn í netið. Magnað mark og ballinu í raun lokið þarna. Það hvernig Keflvíkingar koma til leiks í síðari hálfleik er þeim til vansa. Þeir veittu Blikum ekki neina mótstöðu. Fjórða markið kom hjá Blikum og aftur var það fallegt. Virkilega flott mörk hjá Blikum í kvöld og Höskuldur með skallamark sem kláraði leikinn. Það var ekki Keflvíkingum að þakka að mörkin urðu ekki fleira. Blikar hefðu hæglega getað skorað sex til sjö mörk. Það var virkilega gaman að sjá Blikana í síðari hálfleik. Frábær fótbolti þar sem boltinn gekk hratt í fáum snertingum. Oftast var nóg að láta töframanninn Kristinn Jónsson fá boltann og hann bjó eitthvað til. Það er sjaldgæft að sjá mann í þessari deild með svona mikla yfirburði á andstæðingana. Það virðist enginn ráða við hann. Höskuldur er orðinn heill heilsu á ný og kemur einnig með mikinn kraft inn í liðið. Guðjón Pétur býr yfir gullsendingum og útsjónarsemi. Glenn er síðan síógnandi uppi á toppi og á örugglega eftir að reynast liðinu afar vel þó svo hann sé nokkuð klaufalegur á köflum. Hann skoraði þó mark í kvöld og hefði getað skorað fleiri. Keflvíkingar komu með gott viðhorf í leikinn en yfirgáfu völlinn á skelfilegan hátt. Það var ekkert stolt í síðari hálfleik og ótrúlegt að sjá lið sem er þekkt fyrir baráttu láta valta yfir sig. Það er eitthvað mikið að í herbúðum liðsins og miðað við þessa frammistöðu blasir ekkert nema fall við liðinu.Arnar: Sá gamla Blikaliðið aftur „Ég var búinn að sjá síðustu tvo leiki Keflavíkur. Þá töpuðu þeir meðal annars 7-1 en það voru skrítin úrslit miðað við gang leiksins. Ég átti því von á hörkuleik," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, hæstánægður í leikslok. „Við vorum seinir í gang en eftir að við skorum fyrsta markið þá fór þetta að falla með okkur. Þá opnaðist leikurinn og mér fannst við skora virkilega falleg mörk. Mér fannst ég sjá gamla Blikaliðið aftur í dag. Við vorum að skapa færi, boltinn að ganga vel og við hefðum getað skorað meira. Heilt yfir er ég virkilega sáttur." Arnar var eðlilega sérstaklega ánægður með síðari hálfleikinn þar sem var aðeins eitt lið á vellinum. „Spjöld og mörk breyta leikjum og mörkin tvö undir lok fyrri hálfleiks breyttu þessum leik. Við vorum hrikalega flottir í seinni hálfleik og þá var bara eitt lið á vellinum." Þjálfarinn segir að það hafi ekki verið neitt stress í þeirra herbúðum þó svo liði hafi ekki náð sigri í síðustu tveim leikjum á undan. „Við höfðum aldrei sagt bless við þessa keppni þarna uppi þó svo einhverjir væru að afskrifa okkur. Þetta var samt bara einn leikur og ef við gerum í brækurnar í næsta leik þá er þetta fljótt að breytast á ný."Haukur Ingi: Við brotnum við mótlæti „Menn eru auðvitað hundfúlir inn í klefa og það er erfitt að koma af velli eftir svona ófarir," segir Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflavíkur, en hann var eðlilega ekki sáttur. „Þetta er auðvitað annar skellurinn í síðustu þrem leikjum. Fyrri hálfleikur var ágætur hjá okkur og við vorum vel inn í leiknum," segir Haukur en hans lið rotaðist við mörkin tvö undir lok fyrri hálfleiks. „Það hefur verið svolítið saga okkar að þegar við upplifum mótlæti þá brotnum við. Þetta er enn eitt dæmið um það." Keflavík mætti ekki til leiks í síðari hálfleik og frammistaða liðsins þá ekki boðleg. „Það hefur vantað upp á einbeitingu í upphafi síðari hálfleiks oft hjá okkur. Það er ekki ásættanlegt fyrir lið sem er í þessari stöðu. Þeir létu okkur líta illa út og við sjálfir létum okkur líta út fyrir að vera menn í 4. eða 5. flokki."Kristinn: Hrikalega ánægður með mína frammistöðu „Fyrri hálfleikur var býsna erfiður en eftir að við skorum fyrsta markið þá fannst mér þetta aldrei vera spurning. ér fannst þetta vera síst of stór sigur," sagði maður leiksins, Blikinn Kristinn Jónsson, sem fíflaði Keflvíkinga í allt kvöld. „Eftir fyrsta markið þá var eins og þeir hefðu hreinlega gefist upp. Annað markið kom í kjölfarið og þá voru þeir alveg búnir." Kristinn var með tvær stoðsendingar í dag og bjó til endalaust af færum. „Það var mjög jákvætt að skora fjögur mörk í dag því við höfum ekki verið að skora nóg," segir Kristinn en getur enginn stöðvað hann? Hann virðist vera óstöðvandi í þessari deild. „Þegar þú ert í góðu liði og allir í kringum þig eru að spila vel þá er auðveldara að spila vel sjálfur. Ég er hrikalega ánægður með mína frammistöðu í leiknum og undanfarið. Það er gott að vera í þessu liði og þess vegna spila menn vel."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira