Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Keflavík 4-0 | Blikar í banastuði Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli skrifar 5. ágúst 2015 10:20 Arnór Sveinn Aðalsteinsson er fyrirliði Breiðabliks. vísir/andri marinó Blikar fóru illa með botnlið Keflavíkur er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Keflvíkingar mættu ákveðnir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt. Þeir reyndu að koma Blikum úr jafnvægi með því að pressa nokkuð hátt í upphafi en hættu því þó fljótlega. Það var óttalegt slen yfir Blikum framan af. Það var í raun ekki fyrr en Keflvíkingar höfðu átt tvö ágætis færi eftir um tíu mínútna leik sem þeir hófu leik af einhverri alvöru. Jonathan Glenn var kominn í lið Blika og var fljótur að minna á sig. Hann lét hafa fyrir sér en þegar hann komst í álitlegar stöður var hann frekar klaufalegur í sínum aðgerðum. Chuck nokkuð sprækur í framlínunni hinum megin en hann var einnig klaufalegur í sínum aðgerðum. Skotin slöpp og þegar hann hefði getað gefið á Jimenez, sem var kominn einn í gegn, var sendingin arfaslök. Keflvíkingar þó að ná skotum á markið og Hólmar Örn hefði átt að koma þeim yfir rúmum stundarfjórðungi fyrir hálfleik. Skot hans úr dauðafæri fór í slána. Það reyndist Keflavík dýrt því Blikar refsuðu með tveimur mörkum á tveim mínútum undir lok hálfleiksins. Fyrst Glenn með skalla af stuttu færi og svo Höskuldur með þrumuskoti eftir laglega sókn. 2-0 í hálfleik sem var kannski ekki sanngjarnt en Blikar nýttu sín færi. Glenn líka búinn að opna markareikninginn strax í öðrum leik sínum fyrir Blika. Mörk frá framherja var nákvæmlega það sem Blika vantar. Þessi mörk fyrir hlé gjörsamlega drápu Keflvíkinga. Þeir mættu með hangandi haus í seinni hálfleikinn og létu keyra yfir sig. Ellert hefði getað skorað eftir 25 sekúndur en markið kom skömmu síðar eftir snilldarsókn. Spyrnusérfræðingarnir Guðjón Pétur og Kristinn Jóns báðir með gullsendingar og Arnþór Ari stangaði knöttinn í netið. Magnað mark og ballinu í raun lokið þarna. Það hvernig Keflvíkingar koma til leiks í síðari hálfleik er þeim til vansa. Þeir veittu Blikum ekki neina mótstöðu. Fjórða markið kom hjá Blikum og aftur var það fallegt. Virkilega flott mörk hjá Blikum í kvöld og Höskuldur með skallamark sem kláraði leikinn. Það var ekki Keflvíkingum að þakka að mörkin urðu ekki fleira. Blikar hefðu hæglega getað skorað sex til sjö mörk. Það var virkilega gaman að sjá Blikana í síðari hálfleik. Frábær fótbolti þar sem boltinn gekk hratt í fáum snertingum. Oftast var nóg að láta töframanninn Kristinn Jónsson fá boltann og hann bjó eitthvað til. Það er sjaldgæft að sjá mann í þessari deild með svona mikla yfirburði á andstæðingana. Það virðist enginn ráða við hann. Höskuldur er orðinn heill heilsu á ný og kemur einnig með mikinn kraft inn í liðið. Guðjón Pétur býr yfir gullsendingum og útsjónarsemi. Glenn er síðan síógnandi uppi á toppi og á örugglega eftir að reynast liðinu afar vel þó svo hann sé nokkuð klaufalegur á köflum. Hann skoraði þó mark í kvöld og hefði getað skorað fleiri. Keflvíkingar komu með gott viðhorf í leikinn en yfirgáfu völlinn á skelfilegan hátt. Það var ekkert stolt í síðari hálfleik og ótrúlegt að sjá lið sem er þekkt fyrir baráttu láta valta yfir sig. Það er eitthvað mikið að í herbúðum liðsins og miðað við þessa frammistöðu blasir ekkert nema fall við liðinu.Arnar: Sá gamla Blikaliðið aftur „Ég var búinn að sjá síðustu tvo leiki Keflavíkur. Þá töpuðu þeir meðal annars 7-1 en það voru skrítin úrslit miðað við gang leiksins. Ég átti því von á hörkuleik," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, hæstánægður í leikslok. „Við vorum seinir í gang en eftir að við skorum fyrsta markið þá fór þetta að falla með okkur. Þá opnaðist leikurinn og mér fannst við skora virkilega falleg mörk. Mér fannst ég sjá gamla Blikaliðið aftur í dag. Við vorum að skapa færi, boltinn að ganga vel og við hefðum getað skorað meira. Heilt yfir er ég virkilega sáttur." Arnar var eðlilega sérstaklega ánægður með síðari hálfleikinn þar sem var aðeins eitt lið á vellinum. „Spjöld og mörk breyta leikjum og mörkin tvö undir lok fyrri hálfleiks breyttu þessum leik. Við vorum hrikalega flottir í seinni hálfleik og þá var bara eitt lið á vellinum." Þjálfarinn segir að það hafi ekki verið neitt stress í þeirra herbúðum þó svo liði hafi ekki náð sigri í síðustu tveim leikjum á undan. „Við höfðum aldrei sagt bless við þessa keppni þarna uppi þó svo einhverjir væru að afskrifa okkur. Þetta var samt bara einn leikur og ef við gerum í brækurnar í næsta leik þá er þetta fljótt að breytast á ný."Haukur Ingi: Við brotnum við mótlæti „Menn eru auðvitað hundfúlir inn í klefa og það er erfitt að koma af velli eftir svona ófarir," segir Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflavíkur, en hann var eðlilega ekki sáttur. „Þetta er auðvitað annar skellurinn í síðustu þrem leikjum. Fyrri hálfleikur var ágætur hjá okkur og við vorum vel inn í leiknum," segir Haukur en hans lið rotaðist við mörkin tvö undir lok fyrri hálfleiks. „Það hefur verið svolítið saga okkar að þegar við upplifum mótlæti þá brotnum við. Þetta er enn eitt dæmið um það." Keflavík mætti ekki til leiks í síðari hálfleik og frammistaða liðsins þá ekki boðleg. „Það hefur vantað upp á einbeitingu í upphafi síðari hálfleiks oft hjá okkur. Það er ekki ásættanlegt fyrir lið sem er í þessari stöðu. Þeir létu okkur líta illa út og við sjálfir létum okkur líta út fyrir að vera menn í 4. eða 5. flokki."Kristinn: Hrikalega ánægður með mína frammistöðu „Fyrri hálfleikur var býsna erfiður en eftir að við skorum fyrsta markið þá fannst mér þetta aldrei vera spurning. ér fannst þetta vera síst of stór sigur," sagði maður leiksins, Blikinn Kristinn Jónsson, sem fíflaði Keflvíkinga í allt kvöld. „Eftir fyrsta markið þá var eins og þeir hefðu hreinlega gefist upp. Annað markið kom í kjölfarið og þá voru þeir alveg búnir." Kristinn var með tvær stoðsendingar í dag og bjó til endalaust af færum. „Það var mjög jákvætt að skora fjögur mörk í dag því við höfum ekki verið að skora nóg," segir Kristinn en getur enginn stöðvað hann? Hann virðist vera óstöðvandi í þessari deild. „Þegar þú ert í góðu liði og allir í kringum þig eru að spila vel þá er auðveldara að spila vel sjálfur. Ég er hrikalega ánægður með mína frammistöðu í leiknum og undanfarið. Það er gott að vera í þessu liði og þess vegna spila menn vel." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Blikar fóru illa með botnlið Keflavíkur er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Keflvíkingar mættu ákveðnir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt. Þeir reyndu að koma Blikum úr jafnvægi með því að pressa nokkuð hátt í upphafi en hættu því þó fljótlega. Það var óttalegt slen yfir Blikum framan af. Það var í raun ekki fyrr en Keflvíkingar höfðu átt tvö ágætis færi eftir um tíu mínútna leik sem þeir hófu leik af einhverri alvöru. Jonathan Glenn var kominn í lið Blika og var fljótur að minna á sig. Hann lét hafa fyrir sér en þegar hann komst í álitlegar stöður var hann frekar klaufalegur í sínum aðgerðum. Chuck nokkuð sprækur í framlínunni hinum megin en hann var einnig klaufalegur í sínum aðgerðum. Skotin slöpp og þegar hann hefði getað gefið á Jimenez, sem var kominn einn í gegn, var sendingin arfaslök. Keflvíkingar þó að ná skotum á markið og Hólmar Örn hefði átt að koma þeim yfir rúmum stundarfjórðungi fyrir hálfleik. Skot hans úr dauðafæri fór í slána. Það reyndist Keflavík dýrt því Blikar refsuðu með tveimur mörkum á tveim mínútum undir lok hálfleiksins. Fyrst Glenn með skalla af stuttu færi og svo Höskuldur með þrumuskoti eftir laglega sókn. 2-0 í hálfleik sem var kannski ekki sanngjarnt en Blikar nýttu sín færi. Glenn líka búinn að opna markareikninginn strax í öðrum leik sínum fyrir Blika. Mörk frá framherja var nákvæmlega það sem Blika vantar. Þessi mörk fyrir hlé gjörsamlega drápu Keflvíkinga. Þeir mættu með hangandi haus í seinni hálfleikinn og létu keyra yfir sig. Ellert hefði getað skorað eftir 25 sekúndur en markið kom skömmu síðar eftir snilldarsókn. Spyrnusérfræðingarnir Guðjón Pétur og Kristinn Jóns báðir með gullsendingar og Arnþór Ari stangaði knöttinn í netið. Magnað mark og ballinu í raun lokið þarna. Það hvernig Keflvíkingar koma til leiks í síðari hálfleik er þeim til vansa. Þeir veittu Blikum ekki neina mótstöðu. Fjórða markið kom hjá Blikum og aftur var það fallegt. Virkilega flott mörk hjá Blikum í kvöld og Höskuldur með skallamark sem kláraði leikinn. Það var ekki Keflvíkingum að þakka að mörkin urðu ekki fleira. Blikar hefðu hæglega getað skorað sex til sjö mörk. Það var virkilega gaman að sjá Blikana í síðari hálfleik. Frábær fótbolti þar sem boltinn gekk hratt í fáum snertingum. Oftast var nóg að láta töframanninn Kristinn Jónsson fá boltann og hann bjó eitthvað til. Það er sjaldgæft að sjá mann í þessari deild með svona mikla yfirburði á andstæðingana. Það virðist enginn ráða við hann. Höskuldur er orðinn heill heilsu á ný og kemur einnig með mikinn kraft inn í liðið. Guðjón Pétur býr yfir gullsendingum og útsjónarsemi. Glenn er síðan síógnandi uppi á toppi og á örugglega eftir að reynast liðinu afar vel þó svo hann sé nokkuð klaufalegur á köflum. Hann skoraði þó mark í kvöld og hefði getað skorað fleiri. Keflvíkingar komu með gott viðhorf í leikinn en yfirgáfu völlinn á skelfilegan hátt. Það var ekkert stolt í síðari hálfleik og ótrúlegt að sjá lið sem er þekkt fyrir baráttu láta valta yfir sig. Það er eitthvað mikið að í herbúðum liðsins og miðað við þessa frammistöðu blasir ekkert nema fall við liðinu.Arnar: Sá gamla Blikaliðið aftur „Ég var búinn að sjá síðustu tvo leiki Keflavíkur. Þá töpuðu þeir meðal annars 7-1 en það voru skrítin úrslit miðað við gang leiksins. Ég átti því von á hörkuleik," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, hæstánægður í leikslok. „Við vorum seinir í gang en eftir að við skorum fyrsta markið þá fór þetta að falla með okkur. Þá opnaðist leikurinn og mér fannst við skora virkilega falleg mörk. Mér fannst ég sjá gamla Blikaliðið aftur í dag. Við vorum að skapa færi, boltinn að ganga vel og við hefðum getað skorað meira. Heilt yfir er ég virkilega sáttur." Arnar var eðlilega sérstaklega ánægður með síðari hálfleikinn þar sem var aðeins eitt lið á vellinum. „Spjöld og mörk breyta leikjum og mörkin tvö undir lok fyrri hálfleiks breyttu þessum leik. Við vorum hrikalega flottir í seinni hálfleik og þá var bara eitt lið á vellinum." Þjálfarinn segir að það hafi ekki verið neitt stress í þeirra herbúðum þó svo liði hafi ekki náð sigri í síðustu tveim leikjum á undan. „Við höfðum aldrei sagt bless við þessa keppni þarna uppi þó svo einhverjir væru að afskrifa okkur. Þetta var samt bara einn leikur og ef við gerum í brækurnar í næsta leik þá er þetta fljótt að breytast á ný."Haukur Ingi: Við brotnum við mótlæti „Menn eru auðvitað hundfúlir inn í klefa og það er erfitt að koma af velli eftir svona ófarir," segir Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflavíkur, en hann var eðlilega ekki sáttur. „Þetta er auðvitað annar skellurinn í síðustu þrem leikjum. Fyrri hálfleikur var ágætur hjá okkur og við vorum vel inn í leiknum," segir Haukur en hans lið rotaðist við mörkin tvö undir lok fyrri hálfleiks. „Það hefur verið svolítið saga okkar að þegar við upplifum mótlæti þá brotnum við. Þetta er enn eitt dæmið um það." Keflavík mætti ekki til leiks í síðari hálfleik og frammistaða liðsins þá ekki boðleg. „Það hefur vantað upp á einbeitingu í upphafi síðari hálfleiks oft hjá okkur. Það er ekki ásættanlegt fyrir lið sem er í þessari stöðu. Þeir létu okkur líta illa út og við sjálfir létum okkur líta út fyrir að vera menn í 4. eða 5. flokki."Kristinn: Hrikalega ánægður með mína frammistöðu „Fyrri hálfleikur var býsna erfiður en eftir að við skorum fyrsta markið þá fannst mér þetta aldrei vera spurning. ér fannst þetta vera síst of stór sigur," sagði maður leiksins, Blikinn Kristinn Jónsson, sem fíflaði Keflvíkinga í allt kvöld. „Eftir fyrsta markið þá var eins og þeir hefðu hreinlega gefist upp. Annað markið kom í kjölfarið og þá voru þeir alveg búnir." Kristinn var með tvær stoðsendingar í dag og bjó til endalaust af færum. „Það var mjög jákvætt að skora fjögur mörk í dag því við höfum ekki verið að skora nóg," segir Kristinn en getur enginn stöðvað hann? Hann virðist vera óstöðvandi í þessari deild. „Þegar þú ert í góðu liði og allir í kringum þig eru að spila vel þá er auðveldara að spila vel sjálfur. Ég er hrikalega ánægður með mína frammistöðu í leiknum og undanfarið. Það er gott að vera í þessu liði og þess vegna spila menn vel."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira