Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur bandaríski landsliðsmaðurinn Aron Jóhannsson gert fjögurra ára samning við Werder Bremen og gengst hann undir læknisskoðun hjá þýska liðinu á morgun.
Bremen greiðir AZ Alkmaar rúmar fimm milljónir evra fyrir Aron sem kvaddi liðsfélaga sína hjá hollenska liðinu í dag.
Fjölnir, uppeldisfélag Arons, hagnast á þessum vistaskiptum en Grafarvogsliðið fær 3,25 prósent af kaupverðinu í samstöðubætur eftir því sem Vísir kemst næst.
Það gera um 169.000 evrur, eða tæpar 25 milljónir íslenskra króna sem Fjölnir fær fyrir Aron sem sló í gegn með Grafarvogsliðinu í 1. deildinni 2010.
Í kjölfarið var hann svo seldur til AGF í Danmörku þar sem hann lék til ársins 2013. Þaðan var hann svo seldur til AZ þar sem hann skoraði 39 mörk í 71 leik.
Fjölnir hagnast vel á félagaskiptum Arons | Fær 25 milljónir króna

Tengdar fréttir

Aron gerir fjögurra ára samning við Werder Bremen
Gengst undir læknisskoðun hjá þýska liðinu á morgun.

Aron nálgast Werder Bremen
Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum hefur AZ Alkmaar samþykkt nýtt tilboð Werder Bremen í bandaríska landsliðsmanninn Aron Jóhannsson.