Tjón á tónlistarlífi Halldór Halldórsson skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Enn og aftur heyrum við af vandræðum tónlistarskólanna í Reykjavík. Þrautaganga þeirra er orðin löng og því miður leysti samningur sveitarfélaganna og ríkisins ekki úr henni vegna þess hvernig meirihlutinn í Reykjavíkurborg túlkar þann samning. Ekki skal dregið úr því að samningurinn tók ekki nægilega á breytingum á nemendafjölda og slíku. Þetta var ekki nógu góður samningur en hann var engu að síður mjög til bóta. En það var ekki samið um að ríkið tæki við tónlistarnámi á framhaldsstigi heldur kæmi það með stuðning. Enda virðist eina sveitarfélagið sem túlkar það þannig vera Reykjavíkurborg. Um þetta alvarlega mál höfum við borgarfulltrúar fjallað oft í borgarráði og borgarstjórn og höfum við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins haft í forgrunni hagsmuni tónlistarfólks, tónlistarnema og tónlistarskólanna. Vegna alvarleika málsins í desember á síðasta ári lögðum við fram harðorða bókun í borgarstjórn. Í bókun okkar sagði m.a. þetta: „Gjaldþrot blasir við tónlistarskólum í Reykjavíkurborg. Á undanförnum misserum hafa nemendur og starfsfólk þeirra tónlistarskóla sem hafa verið máttarstólpar íslensks tónlistarlífs búið við algjöra óvissu og mátt þola það að vita ekki hvort kennslu verði haldið áfram frá mánuði til mánaðar. Andvaraleysi meirihluta borgarstjórnar þegar kemur að tónlistarmenntun kemur fram í því að tónlistarskólum er búið rekstrarumhverfi sem er algjörlega óraunhæft. Meirihluti borgarstjórnar hefur frá árinu 2011 gert tónlistarskólana að bitbeini í hörðum deilum við ríkið um það hvort ríki eða borg eigi að bera kostnað af framhaldsstigi tónlistarmenntunar. Slík framganga er algjörlega óábyrg. Orðalag samkomulags um eflingu tónlistarnáms sem undirritað var í maí 2011 gefur ekki tilefni til þeirrar túlkunar sem meirihluti borgarstjórnar hefur kosið að halda fram. Samkomulagið fjallar ekki um yfirtöku ríkisins á framlagi til framhaldsmenntunar í hljóðfæranámi og mið- og framhaldsstigi í söng heldur samþykkir ríkið aðkomu að kennslukostnaði og það orðalag er ekki hægt að túlka sem yfirtöku á öllum fjárframlögum til framhaldsstigsins.“ Og enn standa skólarnir og hið öfluga menningarlíf sem þeir skapa frammi fyrir algjörri óvissu vegna andvaraleysis eða miklu frekar áhugaleysis meirihluta borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur heyrum við af vandræðum tónlistarskólanna í Reykjavík. Þrautaganga þeirra er orðin löng og því miður leysti samningur sveitarfélaganna og ríkisins ekki úr henni vegna þess hvernig meirihlutinn í Reykjavíkurborg túlkar þann samning. Ekki skal dregið úr því að samningurinn tók ekki nægilega á breytingum á nemendafjölda og slíku. Þetta var ekki nógu góður samningur en hann var engu að síður mjög til bóta. En það var ekki samið um að ríkið tæki við tónlistarnámi á framhaldsstigi heldur kæmi það með stuðning. Enda virðist eina sveitarfélagið sem túlkar það þannig vera Reykjavíkurborg. Um þetta alvarlega mál höfum við borgarfulltrúar fjallað oft í borgarráði og borgarstjórn og höfum við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins haft í forgrunni hagsmuni tónlistarfólks, tónlistarnema og tónlistarskólanna. Vegna alvarleika málsins í desember á síðasta ári lögðum við fram harðorða bókun í borgarstjórn. Í bókun okkar sagði m.a. þetta: „Gjaldþrot blasir við tónlistarskólum í Reykjavíkurborg. Á undanförnum misserum hafa nemendur og starfsfólk þeirra tónlistarskóla sem hafa verið máttarstólpar íslensks tónlistarlífs búið við algjöra óvissu og mátt þola það að vita ekki hvort kennslu verði haldið áfram frá mánuði til mánaðar. Andvaraleysi meirihluta borgarstjórnar þegar kemur að tónlistarmenntun kemur fram í því að tónlistarskólum er búið rekstrarumhverfi sem er algjörlega óraunhæft. Meirihluti borgarstjórnar hefur frá árinu 2011 gert tónlistarskólana að bitbeini í hörðum deilum við ríkið um það hvort ríki eða borg eigi að bera kostnað af framhaldsstigi tónlistarmenntunar. Slík framganga er algjörlega óábyrg. Orðalag samkomulags um eflingu tónlistarnáms sem undirritað var í maí 2011 gefur ekki tilefni til þeirrar túlkunar sem meirihluti borgarstjórnar hefur kosið að halda fram. Samkomulagið fjallar ekki um yfirtöku ríkisins á framlagi til framhaldsmenntunar í hljóðfæranámi og mið- og framhaldsstigi í söng heldur samþykkir ríkið aðkomu að kennslukostnaði og það orðalag er ekki hægt að túlka sem yfirtöku á öllum fjárframlögum til framhaldsstigsins.“ Og enn standa skólarnir og hið öfluga menningarlíf sem þeir skapa frammi fyrir algjörri óvissu vegna andvaraleysis eða miklu frekar áhugaleysis meirihluta borgarstjórnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun