Olga hleypur 10 kílómetra til styrktar félagsins en 2 ára dóttir Olgu glímir við krabbamein. Hefur hún alls safnað 474.000 krónum í áheitum þegar þrír dagar eru í hlaupið.
„Sektarsjóður Víkinga rennur til Olgu Færseth/Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.Hvetjum lið til að gera það sama,“ skrifaði Viktor Bjarki en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
Fyrir þá sem vilja heita á Olgu má sjá síðu hennar hérna.
Sektarsjóður Víkinga rennur til Olgu Færseth/Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.Hvetjum lið til að gera það sama #fotboltinet #pepsi365
— Viktor Bjarki (@vikko14) August 19, 2015