Petrobras gæti þurft að greiða hæstu sekt í bandarískri réttarsögu ingvar haraldsson skrifar 19. ágúst 2015 09:00 Mikil reið er meðal almennings í Brasilíu vegna framferði stjórnenda Petrobras. nordicphotos/afp Brasilíska olíufélagið Petrobras gæti átt yfir höfði sér 1,6 milljarða bandaríkjadala sekt, jafnvirði um 212 milljarða íslenskra króna vegna rannsókna bandarískra yfirvalda á spillingarmálum tengdum fyrirtækinu. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heimildarmanni sínum. Petrobras, sem er að meirihluta í eigu brasilíska ríkisins, á því yfir höfði sér hæstu sekt sem bandarísk stjórnvöld hafa lagt á nokkurt fyrirtæki að sögn heimildarmannsins. Tvö til þrjú ár gæti tekið að semja um endanlega um bæturnar. Formlegarar viðræður eru þó ekki hafnar. Bandarísk yfirvöld hafa lögsögu í málinu því Petrobras var skráð í Kauphöllina í New York. Fyrirtækið var þar til nýlega stærsta erlenda fyrirtækið í Kauphöllinni í New York. Í nóvember sendir bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC) stefnu þar sem farið var fram á upplýsingar vegna rannsóknar á spillingu hjá Petrobras sem talin er hafa náð til æðstu yfirmanna fyrirtækisins, verktaka og hátt settra brasilískra stjórnmálamanna. Lögmenn Petrobras segja fyrirtækið hins vegar fórnarlamb spillingar og verðsamráðs verktaka, og fyrrum starfsmanna og stjórnmálamanna sem tekið hafi við mútum. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Brasilíska olíufélagið Petrobras gæti átt yfir höfði sér 1,6 milljarða bandaríkjadala sekt, jafnvirði um 212 milljarða íslenskra króna vegna rannsókna bandarískra yfirvalda á spillingarmálum tengdum fyrirtækinu. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heimildarmanni sínum. Petrobras, sem er að meirihluta í eigu brasilíska ríkisins, á því yfir höfði sér hæstu sekt sem bandarísk stjórnvöld hafa lagt á nokkurt fyrirtæki að sögn heimildarmannsins. Tvö til þrjú ár gæti tekið að semja um endanlega um bæturnar. Formlegarar viðræður eru þó ekki hafnar. Bandarísk yfirvöld hafa lögsögu í málinu því Petrobras var skráð í Kauphöllina í New York. Fyrirtækið var þar til nýlega stærsta erlenda fyrirtækið í Kauphöllinni í New York. Í nóvember sendir bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC) stefnu þar sem farið var fram á upplýsingar vegna rannsóknar á spillingu hjá Petrobras sem talin er hafa náð til æðstu yfirmanna fyrirtækisins, verktaka og hátt settra brasilískra stjórnmálamanna. Lögmenn Petrobras segja fyrirtækið hins vegar fórnarlamb spillingar og verðsamráðs verktaka, og fyrrum starfsmanna og stjórnmálamanna sem tekið hafi við mútum.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira