Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2015 14:30 Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis. vísir/valli „Mér finnst þetta vera ósmekklegt hjá Milos ef ég á að segja eins og er," segir Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, gagnrýndi Frey í viðtali við Vísi eftir leik liðanna í gær. Sagði hann vinna fyrir KSÍ og þar af leiðandi ætti hann að vera öðrum til fyrirmyndar. Milosi fannst hann ekki gera það í gær en rökstuddi annars mál sitt ekki frekar. „Ég spyr sjálfan mig að því um hvað hann sé eiginlega að tala. Ég er mjög ósáttur að hann skuli tjá sig á þennan hátt. Þetta er ófaglegt og ódýrt hjá honum. Hann er að persónugera hlutina og það er ég óánægður með. Ég get ekki sætt mig við að hann sé að tjá sig um mig sem persónu og segi að ég sé ekki nógu góð fyrirmynd," segir Freyr ósáttur. „Ég mun alltaf geta staðið í lappirnar og sagt að ég sé góð fyrirmynd. Ég held að 99 prósent af þeim sem hafi unnið með mér geti sagt að ég sé góður leiðtogi og fyrirmynd. Þessi ummæli eru rógburður og ekkert annað." Freyr segir að ekki hafi komið til neinna átaka á milli þjálfaranna í leiknum. „Ég átta mig ekki á hvert hann er að fara með þessu. Ég veit að ég er ástríðufullur, kröftugur og hávær á köflum. Í gær var ég mjög einbeittur og náði góðri stjórnun á mitt lið. Einbeitingin var nánast 100 prósent á mitt lið. Ég átti engin samskipti við bekkinn hjá Víkingum. Samskiptin við dómarann voru heldur engin og ég stöðvaði mína menn frá því að fara í hann. Ég skil þetta ekki hjá Milos."Milos Milojevic, þjálfari Víkings, og Helgi Sigurðsson, aðstoðarmaður hans.vísir/antonVíkingar jöfnuðu leikinn í uppbótartíma úr afar ódýrri vítaspyrnu. Þar virðist varnarmaður Leiknis eingöngu ná að hreinsa boltann en Dofri Snorrason lætur sig falla og fær víti. „Tilfinningin að hafa fengið þetta víti á okkur er rosalega vond. Ég sagði við Davíð Snorra [hinn þjálfari Leiknis] að ég vonaði að þetta væri rétt. Ég nennti ekki að upplifa að þetta væri rangur dómur. Svo horfði ég á þetta og ég bara trúði því ekki," segir Freyr en hann telur Þórodd Hjaltalín dómara hafa verið að dæma eftir bestu getu. „Að dæma samt á þetta er óskiljanlegt. Á hvað er hann að dæma? Hvað sér hann? Hvernig dettur honum í hug að flauta?" Þjálfarinn er alls ekki sáttur með Dofra Snorrason sem Freyr segir að hafi verið með leikaraskap. „Ég talaði við Dofra áður en hann fór í viðtölin í gær. Hann var svo sannfærður um að hafa verið hamraður niður. Þegar ég horfi svo á þetta þá trúi ég varla að hann hafi sagt þetta við mig. Hann fleygir sér bara niður." Hér að neðan má sjá vítaspyrnudóminn úr leiknum og umdeilt atvik þar sem Víkingur átti líklega að missa mann af velli.Vítaspyrnudómurinn. Rautt spjald eða ekki? Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Er þetta víti? | Sjáðu umdeilda vítaspyrnudóminn og mörkin Leiknismenn voru afar ósáttir með vítaspyrnu sem dæmd var á liðið á 93. mínútu í jafntefli liðsins í gær en Ívar Örn skoraði jöfnunarmark Víkings úr spyrnunni. 18. ágúst 2015 10:07 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Arnþór Ingi heppinn að fá ekki rautt Víkingurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefði vel getað fokið af velli í leik Víkings og Leiknis í gær. 18. ágúst 2015 13:10 Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Þjálfari Leiknis segir sínum mönnum að halda trúnni. "Trúum því að réttlætið muni sigra á endanum.“ 17. ágúst 2015 21:04 Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld. 17. ágúst 2015 21:05 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
„Mér finnst þetta vera ósmekklegt hjá Milos ef ég á að segja eins og er," segir Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, gagnrýndi Frey í viðtali við Vísi eftir leik liðanna í gær. Sagði hann vinna fyrir KSÍ og þar af leiðandi ætti hann að vera öðrum til fyrirmyndar. Milosi fannst hann ekki gera það í gær en rökstuddi annars mál sitt ekki frekar. „Ég spyr sjálfan mig að því um hvað hann sé eiginlega að tala. Ég er mjög ósáttur að hann skuli tjá sig á þennan hátt. Þetta er ófaglegt og ódýrt hjá honum. Hann er að persónugera hlutina og það er ég óánægður með. Ég get ekki sætt mig við að hann sé að tjá sig um mig sem persónu og segi að ég sé ekki nógu góð fyrirmynd," segir Freyr ósáttur. „Ég mun alltaf geta staðið í lappirnar og sagt að ég sé góð fyrirmynd. Ég held að 99 prósent af þeim sem hafi unnið með mér geti sagt að ég sé góður leiðtogi og fyrirmynd. Þessi ummæli eru rógburður og ekkert annað." Freyr segir að ekki hafi komið til neinna átaka á milli þjálfaranna í leiknum. „Ég átta mig ekki á hvert hann er að fara með þessu. Ég veit að ég er ástríðufullur, kröftugur og hávær á köflum. Í gær var ég mjög einbeittur og náði góðri stjórnun á mitt lið. Einbeitingin var nánast 100 prósent á mitt lið. Ég átti engin samskipti við bekkinn hjá Víkingum. Samskiptin við dómarann voru heldur engin og ég stöðvaði mína menn frá því að fara í hann. Ég skil þetta ekki hjá Milos."Milos Milojevic, þjálfari Víkings, og Helgi Sigurðsson, aðstoðarmaður hans.vísir/antonVíkingar jöfnuðu leikinn í uppbótartíma úr afar ódýrri vítaspyrnu. Þar virðist varnarmaður Leiknis eingöngu ná að hreinsa boltann en Dofri Snorrason lætur sig falla og fær víti. „Tilfinningin að hafa fengið þetta víti á okkur er rosalega vond. Ég sagði við Davíð Snorra [hinn þjálfari Leiknis] að ég vonaði að þetta væri rétt. Ég nennti ekki að upplifa að þetta væri rangur dómur. Svo horfði ég á þetta og ég bara trúði því ekki," segir Freyr en hann telur Þórodd Hjaltalín dómara hafa verið að dæma eftir bestu getu. „Að dæma samt á þetta er óskiljanlegt. Á hvað er hann að dæma? Hvað sér hann? Hvernig dettur honum í hug að flauta?" Þjálfarinn er alls ekki sáttur með Dofra Snorrason sem Freyr segir að hafi verið með leikaraskap. „Ég talaði við Dofra áður en hann fór í viðtölin í gær. Hann var svo sannfærður um að hafa verið hamraður niður. Þegar ég horfi svo á þetta þá trúi ég varla að hann hafi sagt þetta við mig. Hann fleygir sér bara niður." Hér að neðan má sjá vítaspyrnudóminn úr leiknum og umdeilt atvik þar sem Víkingur átti líklega að missa mann af velli.Vítaspyrnudómurinn. Rautt spjald eða ekki?
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Er þetta víti? | Sjáðu umdeilda vítaspyrnudóminn og mörkin Leiknismenn voru afar ósáttir með vítaspyrnu sem dæmd var á liðið á 93. mínútu í jafntefli liðsins í gær en Ívar Örn skoraði jöfnunarmark Víkings úr spyrnunni. 18. ágúst 2015 10:07 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Arnþór Ingi heppinn að fá ekki rautt Víkingurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefði vel getað fokið af velli í leik Víkings og Leiknis í gær. 18. ágúst 2015 13:10 Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Þjálfari Leiknis segir sínum mönnum að halda trúnni. "Trúum því að réttlætið muni sigra á endanum.“ 17. ágúst 2015 21:04 Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld. 17. ágúst 2015 21:05 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Er þetta víti? | Sjáðu umdeilda vítaspyrnudóminn og mörkin Leiknismenn voru afar ósáttir með vítaspyrnu sem dæmd var á liðið á 93. mínútu í jafntefli liðsins í gær en Ívar Örn skoraði jöfnunarmark Víkings úr spyrnunni. 18. ágúst 2015 10:07
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30
Arnþór Ingi heppinn að fá ekki rautt Víkingurinn Arnþór Ingi Kristinsson hefði vel getað fokið af velli í leik Víkings og Leiknis í gær. 18. ágúst 2015 13:10
Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Þjálfari Leiknis segir sínum mönnum að halda trúnni. "Trúum því að réttlætið muni sigra á endanum.“ 17. ágúst 2015 21:04
Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld. 17. ágúst 2015 21:05