Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 12:21 Róbert Marshall vill ekki skipta um formann. Vísir Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé barnaskapur að halda að einn maður geti híft fylgi flokka upp og niður. Fylgistap Bjartrar framtíðar sé ekki á ábyrgð Guðmundar Steingrímssonar fremur en einhverra annarra í forystu flokksins. Björt framtíð sé ekki flokkur sem byggi tilveru sína á því. Það sé stefnan sem skipti máli.Rætt var við Róbert í hádegisfréttum Bylgjunnar en hlusta má á fréttina í spilaranum að ofan. Björt framtíð undirbýr flokksfund á fimmtudagskvöldið þar sem staða flokksins verður til umræðu. Nú ræða flokksmenn um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera en það verður meðal annars til umræðu á flokksfundi á fimmtudagskvöld.Guðmundur Steingrímsson.Vísir/Stefán„Ég hef ekki heyrt efnislega hvað það er sem Guðmundur Steingrímsson hefði átt að gera til að halda fylgi flokksins ofar. Ég veit ekki hvað það er sem hún myndi gera til þess að svo myndi vera,“ segir Róbert. „Við höfum verið með tvo formenn og þangað til um síðustu áramót var hún annar þeirra. Okkar skipulag hefur hvílt á fleiri herðum heldur en bara formannsins,“ bætir Róbert við. „Ef að mönnum finnst ástæða til að endurskoða það þá er það bara sjálfsagt. Þá þurfum við að setjast niður og fá á hreint hvaða hugmyndir eru þar á kreiki.“Heiða Kristín HelgadóttirGuðmundur Steingrímsson hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla eftir Heiða Kristín Helgadóttir annar stofnenda flokksins lýsti því í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti vel hugsað sér að að taka við formennsku í flokknum. Hún hafði þá áður lýst því yfir að hún vildi ekki leysa Björt Ólafsdóttur af sem þingmaður meðan hún færi í fæðingarorlof nema formannsskipti yrðu í flokknum. Róbert Marshall segist ekki sjá það fyrir sér að það breyti neinu að skipta um formann á þessum tímapunkti. Hann skilji ekki gagnrýni Heiðu Kristínar Helgadóttur, það hafi ekkert af þessu komið fram þegar það skildu leiðir um síðustu áramót. Hún sé að lýsa ákveðnum hugmyndum sem séu ekki í anda Bjartrar framtíðar, eins og að skipta út formanni þegar illa fiskast. „Við erum ekki flokkur sem byggir á því að formaður geti híft upp fylgið, eða að það sé formanninum að kenna að það hafi farið niður. Ef nánar er skoðað er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi þannig. Það er bara barnaskapur að halda því fram að fylgi flokka fari niður og upp eftir því hver er formaður. Það er stefnan sem skiptir máli, áherslurnar og nálgunin á pólitíkina sem er meginatriðið í þessu,“ segir Róbert.Guðmundur Steingrímsson var í viðtali í Harmageddon í síðustu viku. Þar sagðist hann ekki hafa skilið við Heiðu Kristínu í neinu ósætti. Viðtalið má finna hér að neðan. Tengdar fréttir Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Fagnar fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé barnaskapur að halda að einn maður geti híft fylgi flokka upp og niður. Fylgistap Bjartrar framtíðar sé ekki á ábyrgð Guðmundar Steingrímssonar fremur en einhverra annarra í forystu flokksins. Björt framtíð sé ekki flokkur sem byggi tilveru sína á því. Það sé stefnan sem skipti máli.Rætt var við Róbert í hádegisfréttum Bylgjunnar en hlusta má á fréttina í spilaranum að ofan. Björt framtíð undirbýr flokksfund á fimmtudagskvöldið þar sem staða flokksins verður til umræðu. Nú ræða flokksmenn um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera en það verður meðal annars til umræðu á flokksfundi á fimmtudagskvöld.Guðmundur Steingrímsson.Vísir/Stefán„Ég hef ekki heyrt efnislega hvað það er sem Guðmundur Steingrímsson hefði átt að gera til að halda fylgi flokksins ofar. Ég veit ekki hvað það er sem hún myndi gera til þess að svo myndi vera,“ segir Róbert. „Við höfum verið með tvo formenn og þangað til um síðustu áramót var hún annar þeirra. Okkar skipulag hefur hvílt á fleiri herðum heldur en bara formannsins,“ bætir Róbert við. „Ef að mönnum finnst ástæða til að endurskoða það þá er það bara sjálfsagt. Þá þurfum við að setjast niður og fá á hreint hvaða hugmyndir eru þar á kreiki.“Heiða Kristín HelgadóttirGuðmundur Steingrímsson hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla eftir Heiða Kristín Helgadóttir annar stofnenda flokksins lýsti því í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti vel hugsað sér að að taka við formennsku í flokknum. Hún hafði þá áður lýst því yfir að hún vildi ekki leysa Björt Ólafsdóttur af sem þingmaður meðan hún færi í fæðingarorlof nema formannsskipti yrðu í flokknum. Róbert Marshall segist ekki sjá það fyrir sér að það breyti neinu að skipta um formann á þessum tímapunkti. Hann skilji ekki gagnrýni Heiðu Kristínar Helgadóttur, það hafi ekkert af þessu komið fram þegar það skildu leiðir um síðustu áramót. Hún sé að lýsa ákveðnum hugmyndum sem séu ekki í anda Bjartrar framtíðar, eins og að skipta út formanni þegar illa fiskast. „Við erum ekki flokkur sem byggir á því að formaður geti híft upp fylgið, eða að það sé formanninum að kenna að það hafi farið niður. Ef nánar er skoðað er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi þannig. Það er bara barnaskapur að halda því fram að fylgi flokka fari niður og upp eftir því hver er formaður. Það er stefnan sem skiptir máli, áherslurnar og nálgunin á pólitíkina sem er meginatriðið í þessu,“ segir Róbert.Guðmundur Steingrímsson var í viðtali í Harmageddon í síðustu viku. Þar sagðist hann ekki hafa skilið við Heiðu Kristínu í neinu ósætti. Viðtalið má finna hér að neðan.
Tengdar fréttir Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Fagnar fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33