Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 12:21 Róbert Marshall vill ekki skipta um formann. Vísir Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé barnaskapur að halda að einn maður geti híft fylgi flokka upp og niður. Fylgistap Bjartrar framtíðar sé ekki á ábyrgð Guðmundar Steingrímssonar fremur en einhverra annarra í forystu flokksins. Björt framtíð sé ekki flokkur sem byggi tilveru sína á því. Það sé stefnan sem skipti máli.Rætt var við Róbert í hádegisfréttum Bylgjunnar en hlusta má á fréttina í spilaranum að ofan. Björt framtíð undirbýr flokksfund á fimmtudagskvöldið þar sem staða flokksins verður til umræðu. Nú ræða flokksmenn um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera en það verður meðal annars til umræðu á flokksfundi á fimmtudagskvöld.Guðmundur Steingrímsson.Vísir/Stefán„Ég hef ekki heyrt efnislega hvað það er sem Guðmundur Steingrímsson hefði átt að gera til að halda fylgi flokksins ofar. Ég veit ekki hvað það er sem hún myndi gera til þess að svo myndi vera,“ segir Róbert. „Við höfum verið með tvo formenn og þangað til um síðustu áramót var hún annar þeirra. Okkar skipulag hefur hvílt á fleiri herðum heldur en bara formannsins,“ bætir Róbert við. „Ef að mönnum finnst ástæða til að endurskoða það þá er það bara sjálfsagt. Þá þurfum við að setjast niður og fá á hreint hvaða hugmyndir eru þar á kreiki.“Heiða Kristín HelgadóttirGuðmundur Steingrímsson hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla eftir Heiða Kristín Helgadóttir annar stofnenda flokksins lýsti því í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti vel hugsað sér að að taka við formennsku í flokknum. Hún hafði þá áður lýst því yfir að hún vildi ekki leysa Björt Ólafsdóttur af sem þingmaður meðan hún færi í fæðingarorlof nema formannsskipti yrðu í flokknum. Róbert Marshall segist ekki sjá það fyrir sér að það breyti neinu að skipta um formann á þessum tímapunkti. Hann skilji ekki gagnrýni Heiðu Kristínar Helgadóttur, það hafi ekkert af þessu komið fram þegar það skildu leiðir um síðustu áramót. Hún sé að lýsa ákveðnum hugmyndum sem séu ekki í anda Bjartrar framtíðar, eins og að skipta út formanni þegar illa fiskast. „Við erum ekki flokkur sem byggir á því að formaður geti híft upp fylgið, eða að það sé formanninum að kenna að það hafi farið niður. Ef nánar er skoðað er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi þannig. Það er bara barnaskapur að halda því fram að fylgi flokka fari niður og upp eftir því hver er formaður. Það er stefnan sem skiptir máli, áherslurnar og nálgunin á pólitíkina sem er meginatriðið í þessu,“ segir Róbert.Guðmundur Steingrímsson var í viðtali í Harmageddon í síðustu viku. Þar sagðist hann ekki hafa skilið við Heiðu Kristínu í neinu ósætti. Viðtalið má finna hér að neðan. Tengdar fréttir Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé barnaskapur að halda að einn maður geti híft fylgi flokka upp og niður. Fylgistap Bjartrar framtíðar sé ekki á ábyrgð Guðmundar Steingrímssonar fremur en einhverra annarra í forystu flokksins. Björt framtíð sé ekki flokkur sem byggi tilveru sína á því. Það sé stefnan sem skipti máli.Rætt var við Róbert í hádegisfréttum Bylgjunnar en hlusta má á fréttina í spilaranum að ofan. Björt framtíð undirbýr flokksfund á fimmtudagskvöldið þar sem staða flokksins verður til umræðu. Nú ræða flokksmenn um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera en það verður meðal annars til umræðu á flokksfundi á fimmtudagskvöld.Guðmundur Steingrímsson.Vísir/Stefán„Ég hef ekki heyrt efnislega hvað það er sem Guðmundur Steingrímsson hefði átt að gera til að halda fylgi flokksins ofar. Ég veit ekki hvað það er sem hún myndi gera til þess að svo myndi vera,“ segir Róbert. „Við höfum verið með tvo formenn og þangað til um síðustu áramót var hún annar þeirra. Okkar skipulag hefur hvílt á fleiri herðum heldur en bara formannsins,“ bætir Róbert við. „Ef að mönnum finnst ástæða til að endurskoða það þá er það bara sjálfsagt. Þá þurfum við að setjast niður og fá á hreint hvaða hugmyndir eru þar á kreiki.“Heiða Kristín HelgadóttirGuðmundur Steingrímsson hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla eftir Heiða Kristín Helgadóttir annar stofnenda flokksins lýsti því í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti vel hugsað sér að að taka við formennsku í flokknum. Hún hafði þá áður lýst því yfir að hún vildi ekki leysa Björt Ólafsdóttur af sem þingmaður meðan hún færi í fæðingarorlof nema formannsskipti yrðu í flokknum. Róbert Marshall segist ekki sjá það fyrir sér að það breyti neinu að skipta um formann á þessum tímapunkti. Hann skilji ekki gagnrýni Heiðu Kristínar Helgadóttur, það hafi ekkert af þessu komið fram þegar það skildu leiðir um síðustu áramót. Hún sé að lýsa ákveðnum hugmyndum sem séu ekki í anda Bjartrar framtíðar, eins og að skipta út formanni þegar illa fiskast. „Við erum ekki flokkur sem byggir á því að formaður geti híft upp fylgið, eða að það sé formanninum að kenna að það hafi farið niður. Ef nánar er skoðað er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi þannig. Það er bara barnaskapur að halda því fram að fylgi flokka fari niður og upp eftir því hver er formaður. Það er stefnan sem skiptir máli, áherslurnar og nálgunin á pólitíkina sem er meginatriðið í þessu,“ segir Róbert.Guðmundur Steingrímsson var í viðtali í Harmageddon í síðustu viku. Þar sagðist hann ekki hafa skilið við Heiðu Kristínu í neinu ósætti. Viðtalið má finna hér að neðan.
Tengdar fréttir Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33