Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 12:16 Forsvarsmenn BHM og meðlimir í samninganefndinni í Hæstarétti í morgun. Vísir/GVA Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. Ástráður Haraldsson, lögmaður BHM, segist telja það líklegt að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í júní. „Ég tel að það séu veigamiklum spurningum ósvarað í því sem kemur fram í héraðsdómi, og þá einkum það að lagasetningin samrýmist stjórnskipulegri meðalhófsreglu og spurningum um það hvernig það var hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það hafi verið neyð sem réttlætti þessa niðurstöðu. Svo eru líka atriði sem varða það hvernig lagasetningin er framsett og sem að héraðsdómur kaus að fjalla ekki um, sem verður fróðlegt að sjá hvernig Hæstiréttur tekur á,“ segir Ástráður í samtali við Vísi. Bandalag háskólamanna beið lægri hlut gegn íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í júní. Málið fékk sjálfkrafa flýtimeðferð fyrir Hæstarétti en málflutningur hófst klukkan níu í morgun. BHM metur það sem svo að allri nauðsynlegri heilbrigðis- og öryggisþjónustu hafi verið sinnt í verkföllunum, og að engin slík vá hafi verið fyrir dyrum sem réttlæti svo víðtæka íhlutun í stjórnarskrárvarin réttindi, sem lagasetningin var, að því er segir í tilkynningu frá Bandalaginu. Þá sé það jafnframt mat BHM að standi stjórnvöld frammi fyrir raunverulegri neyðarstöðu, sem þeim beri skylda til að aflétta, og verði í því skyni að takmarka mannréttindi, leiði stjórnskipuleg meðalhófsregla til þess að slík takmörkun verði að vera eins umfangslítil og skerða mannréttindi eins lítið og framar sé unnt. Lagasetning Alþingis fól meðal annars í sér að gerðardómur myndi úrskurða í kjaradeilu BHM og ríkisins, næðust samningar ekki fyrir síðustu mánaðamót, en gerðardómur hefur frest til að kveða upp úrskurð sinn fram að viku lokum. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi, sem bendir til þess að dómurinn vilji kveða upp dóm sinn, áður en gerðardómur gerir það. Alþingi Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. Ástráður Haraldsson, lögmaður BHM, segist telja það líklegt að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í júní. „Ég tel að það séu veigamiklum spurningum ósvarað í því sem kemur fram í héraðsdómi, og þá einkum það að lagasetningin samrýmist stjórnskipulegri meðalhófsreglu og spurningum um það hvernig það var hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það hafi verið neyð sem réttlætti þessa niðurstöðu. Svo eru líka atriði sem varða það hvernig lagasetningin er framsett og sem að héraðsdómur kaus að fjalla ekki um, sem verður fróðlegt að sjá hvernig Hæstiréttur tekur á,“ segir Ástráður í samtali við Vísi. Bandalag háskólamanna beið lægri hlut gegn íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í júní. Málið fékk sjálfkrafa flýtimeðferð fyrir Hæstarétti en málflutningur hófst klukkan níu í morgun. BHM metur það sem svo að allri nauðsynlegri heilbrigðis- og öryggisþjónustu hafi verið sinnt í verkföllunum, og að engin slík vá hafi verið fyrir dyrum sem réttlæti svo víðtæka íhlutun í stjórnarskrárvarin réttindi, sem lagasetningin var, að því er segir í tilkynningu frá Bandalaginu. Þá sé það jafnframt mat BHM að standi stjórnvöld frammi fyrir raunverulegri neyðarstöðu, sem þeim beri skylda til að aflétta, og verði í því skyni að takmarka mannréttindi, leiði stjórnskipuleg meðalhófsregla til þess að slík takmörkun verði að vera eins umfangslítil og skerða mannréttindi eins lítið og framar sé unnt. Lagasetning Alþingis fól meðal annars í sér að gerðardómur myndi úrskurða í kjaradeilu BHM og ríkisins, næðust samningar ekki fyrir síðustu mánaðamót, en gerðardómur hefur frest til að kveða upp úrskurð sinn fram að viku lokum. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi, sem bendir til þess að dómurinn vilji kveða upp dóm sinn, áður en gerðardómur gerir það.
Alþingi Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira