Innlent

Heiða Kristín ætlar ekki í formannsframboð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Heiða Kristín ætlar ekki að verða formaður Bjartrar framtíðar, í það minnsta ekki í bili.
Heiða Kristín ætlar ekki að verða formaður Bjartrar framtíðar, í það minnsta ekki í bili.
Heiða Kristín Helgadóttir ætlar ekki að bjóða sig fram sem formaður Bjartrar framtíðar. Þetta opinberaði hún á Facebook-síðu sinni fyrir stundu.

Á ársfundi flokksins, sem mun fara fram þann 5. september næstkomandi, mun Guðmundur Steingrímsson hætta sem sem formaður flokksins. Nafn Heiðu hafði komið upp í umræðunni um mögulegan arftaka Guðmundar. 

Breytingarnar sem Björt framtíð er að ganga í gegnum snúast ekki um mig eða minn metnað heldur um það að flokkurinn geti endurvakið áhuga kjósenda og fundið neistann sem til þarf til að hrífa aðra með,“ skrifar Heiða.

Heiða er varaþingmaður flokksins en hún mun taka sæti á þingi í haust þar sem Björt Ólafsdóttir er á leið í fæðingarorlof. 

Ég hef ákveðið að bjóða mig ekki fram til formanns Bjartrar framtíðar. Breytingarnar sem BF er að ganga í gegnum snúast...

Posted by Heiða Kristín on Wednesday, 26 August 2015

Tengdar fréttir

Ekki hægt að skrifa fylgishrunið á Guðmund

Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir ekkert styðja þá ályktun að skrifa megi fylgishrun Bjartrar framtíðar á formann flokksins.

Margir velta fyrir sér formannsstöðu

„Ég er ekkert búin að ákveða neitt en ég neita því ekkert að þetta hefur verið rætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Á laugardag varð ljóst að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hygðist segja af sér embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×