Íslandsmeistarar Stjörnunnar í fótbolta mæta drógust á móti rússneska liðinu Zvezda-2005 þegar dregið var í 32 liða úrslit Meistaradeildarinnar í dag.
Þetta er annað árið í röð sem þessi lið mætast í 32 liða úrslitunum en Zvezda-2005 sló Stjörnuna út í fyrra, samanlagt 8-3, eftir sigra í báðum leikjum liðanna.
Stjarnan er að taka þátt í þriðja sinn í 32 liða úrslitunum og hefur alltaf mætt rússnesku liði því Stjörnukonur spiluðu á móti árið 2012.
Þetta er ennfremur fjórða árið í röð sem Íslandsmeistararnir mæta liði frá Rússlandi í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hjá sænsku meisturunum í Rosengård lentu á móti finnska liðinu PK-35 Vantaa en Katrín Ómarsdóttir og félagar hennar í enska liðinu Liverpool drógust á móti Brescia frá Ítalíu.
Fyrri leikurinn í viðureigninni verður heimaleikur Stjörnunnar og fer hann fram 7. eða 8. október. Seinni leikurinn fer fram í Rússlandi og verður 14. eða 15. október.
Það var ekki dregið í 16 liða úrslitin strax eins og síðustu ár og því vita Stjörnukonur ekki hvað bíður þeirra takist þeim að slá Rússana loksins út.
Liðin sem mætast í 32 liða úrslitunum:
BIIK-Kazygurt - FC Barcelona
Medyk Konin - Olympique Lyonnais
Olimpia Cluj - Paris Saint-Germain
Slavia Praha - Brøndby
Standard Liège - FFC Frankfurt
PAOK - KIF Örebro
FC Twente - Bayern München
Atlético Madrid - Zorkiy
St. Pölten-Spratzern - Verona
Stjarnan - Zvezda-2005
LSK Kvinner - FC Zürich
Chelsea - Glasgow City
PK-35 Vantaa - Rosengård
ZFK Minsk - Fortuna Hjørring
Spartak Subotica - Wolfsburg
Brescia - Liverpool
