Árni Páll kallaði eftir byltingum með lokuð augun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2015 20:39 Árni Páll Árnason Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað Alþingismenn og aðra áhorfendur um að loka augunum og koma með sér í ferðalag í upphafi ræðu sinnar í umræðum um stefnuræðu forsetisráðherra í kvöld. Áfangastaðurinn var Vatnajökull – „í sól og blíðu og víðernin blasa við,” sagði Árni „Ímyndum okkur nú að það sé fullt af fólki á Vatnajökli. Þó ekki svo troðið að við getum rétt út hendurnar og við sjáum mannmergðina,” sagði Árni. Því næst bað hann fólk um að ímynda sér tóma Lundúnaborg, „ekki hræða á götunum, ekki hræða í neðanjarðarlestunum,” því allir væru uppi á Vatnajökli. Hið sama var að segja um íbúa Sýrlands, Kína og Indlands – allir voru þeir uppi á Vatnajökli í dæmisögu formanns Samfylkingarinnar sem vildi þannig sýna fram á að heimurinn væri ekki of stór til þess að lítil þjóð gæti látið til sín taka á alþjóðavettvangi. Allur þessi mannfjöldi kæmist fyrir á einum jökli á Íslandi.Það má opna augun núna #vatnajokull #breytumheiminum #stefnuræða— Árni Páll Árnason (@ArniPallArnason) September 8, 2015 Árni Páll sagði að Íslendingar hefðu ekki látið smæð landsins aftra sér í umræðunni um móttöku flóttafólks frá stríðshrjáðum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þúsundir Íslendinga hafi boðið flóttamenn velkomna til landsins – sem honum þótti viðeigandi enda hafi íslendingar sjálfir verið flóttamenn í upphafi. „Draumurinn um að geta búið börnum okkar betri aðstæður en við sjálf nutum er sammannlegur og eilífur,“ sagði Árni Páll sem horfði mikið út fyrir landsteinanna í ræðu sinni. Þannig sagði hann íslensk stjórnmál þyrftu að miða að því að laða aftur að það fólk sem hafi flutt til nágrannalanda okkar eftir efnhagshrun. Það yrði gert með því að bjóða upp á sambærileg lífsskilyrði hér á landi og þekkjast ytra. „Þegar fólk er að lýsa þessum stöðum er eins og það sé að lýsa fjarlægu draumalandi. Hvar hefur okkur fatast flugið? Við getum ekki lifað við óbreytt ástand,” sagði Árni Páll og kallaði eftir því að þetta ástand yrði flutt inn, fremur en að fólk flytti út. Forsendur þess að mati formannsins væru byltingar. „Við þurfum byltingu. Byltingu í atvinnuþróun, velferð og stjórnarháttum. Forsenda viðsnúnings er að hér verði betur launuð störf og til þess þurfum við að reiða okkur á þekkinguna. Fjölga þekkingarstörfum og gera Ísland að besta landi í heimi til að þróa hugmyndir og koma þeim í framkvæmd. Þekkingarstörf geta vaxið endalaust – taka ekkert pláss og ganga ekki á sameiginlegar auðlindir okkar," sagði Árni. Því næst hnýtti hann í ríkisstjórnina fyrir að breyta menntakerfinu í það sem hann kallaði „hraðbraut” fyrir þá sem komast hratt yfir. „Það hefur hins vegar aldrei verið vandamál að komast hratt yfir í menntakerfinu,“ sagði Árni Páll og sakaði stjórnarflokkana um að loka leiðinni fyrir það fólk sem þyrfti á aðstoð að halda í gegnum kerfið. Þá sagði hann að af lestri fjárlagafrumvarpsins að dæma væri ríkisstjórnin að skila auðu í hinum fjölmörgu öngum bótakerfsins og að henni hafi misstekist að færa hana nær því kerfi sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað Alþingismenn og aðra áhorfendur um að loka augunum og koma með sér í ferðalag í upphafi ræðu sinnar í umræðum um stefnuræðu forsetisráðherra í kvöld. Áfangastaðurinn var Vatnajökull – „í sól og blíðu og víðernin blasa við,” sagði Árni „Ímyndum okkur nú að það sé fullt af fólki á Vatnajökli. Þó ekki svo troðið að við getum rétt út hendurnar og við sjáum mannmergðina,” sagði Árni. Því næst bað hann fólk um að ímynda sér tóma Lundúnaborg, „ekki hræða á götunum, ekki hræða í neðanjarðarlestunum,” því allir væru uppi á Vatnajökli. Hið sama var að segja um íbúa Sýrlands, Kína og Indlands – allir voru þeir uppi á Vatnajökli í dæmisögu formanns Samfylkingarinnar sem vildi þannig sýna fram á að heimurinn væri ekki of stór til þess að lítil þjóð gæti látið til sín taka á alþjóðavettvangi. Allur þessi mannfjöldi kæmist fyrir á einum jökli á Íslandi.Það má opna augun núna #vatnajokull #breytumheiminum #stefnuræða— Árni Páll Árnason (@ArniPallArnason) September 8, 2015 Árni Páll sagði að Íslendingar hefðu ekki látið smæð landsins aftra sér í umræðunni um móttöku flóttafólks frá stríðshrjáðum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þúsundir Íslendinga hafi boðið flóttamenn velkomna til landsins – sem honum þótti viðeigandi enda hafi íslendingar sjálfir verið flóttamenn í upphafi. „Draumurinn um að geta búið börnum okkar betri aðstæður en við sjálf nutum er sammannlegur og eilífur,“ sagði Árni Páll sem horfði mikið út fyrir landsteinanna í ræðu sinni. Þannig sagði hann íslensk stjórnmál þyrftu að miða að því að laða aftur að það fólk sem hafi flutt til nágrannalanda okkar eftir efnhagshrun. Það yrði gert með því að bjóða upp á sambærileg lífsskilyrði hér á landi og þekkjast ytra. „Þegar fólk er að lýsa þessum stöðum er eins og það sé að lýsa fjarlægu draumalandi. Hvar hefur okkur fatast flugið? Við getum ekki lifað við óbreytt ástand,” sagði Árni Páll og kallaði eftir því að þetta ástand yrði flutt inn, fremur en að fólk flytti út. Forsendur þess að mati formannsins væru byltingar. „Við þurfum byltingu. Byltingu í atvinnuþróun, velferð og stjórnarháttum. Forsenda viðsnúnings er að hér verði betur launuð störf og til þess þurfum við að reiða okkur á þekkinguna. Fjölga þekkingarstörfum og gera Ísland að besta landi í heimi til að þróa hugmyndir og koma þeim í framkvæmd. Þekkingarstörf geta vaxið endalaust – taka ekkert pláss og ganga ekki á sameiginlegar auðlindir okkar," sagði Árni. Því næst hnýtti hann í ríkisstjórnina fyrir að breyta menntakerfinu í það sem hann kallaði „hraðbraut” fyrir þá sem komast hratt yfir. „Það hefur hins vegar aldrei verið vandamál að komast hratt yfir í menntakerfinu,“ sagði Árni Páll og sakaði stjórnarflokkana um að loka leiðinni fyrir það fólk sem þyrfti á aðstoð að halda í gegnum kerfið. Þá sagði hann að af lestri fjárlagafrumvarpsins að dæma væri ríkisstjórnin að skila auðu í hinum fjölmörgu öngum bótakerfsins og að henni hafi misstekist að færa hana nær því kerfi sem þekkist í nágrannalöndum okkar.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira