Innlent

Von á stormi á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fyrsta septemberlægð ársins heilsar höfuðborgarbúum í nótt.
Fyrsta septemberlægð ársins heilsar höfuðborgarbúum í nótt. Vísir/Anton
Spáð er vaxandi vindi í kvöld og stormi í nótt á höfuðborgarsvæðinu.

„Við erum að spá vindhraða alveg upp í 23 metra á sekúndu. Þá geta hviður farið í 35 metra á sekúndu á Vesturlandi og það gæti líka farið upp í það í nótt á Kjalarnesi,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, og bætir við að það dragi úr vindi strax í fyrramálið.

„Þetta er svona næturstormur sem flestir munu sofa af sér. Það er þó vissara að koma lausamunum í skjól og öllu því sem getur farið á ferð í svona óveðri,“ segir Þorsteinn.

Hann játar því að um fyrstu septemberlægð ársins sé að ræða á suðvesturhorni landsins en á morgun er strax von á öðrum stormi.

„Það er stormur sem er aðeins seinna á ferðinni og gæti teygt sig yfir á fimmtudagsmorgun.“

 

Með þessum mikla vind er svo spáð nokkuð mikilli úrkomu sunnan- og vestanlands enda hefur Veðurstofan varað við vatnavöxtum í ám og aukinni hættu á aurskriðum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við veðri næturinnar á Facebook-síðu sinni og minnir almenning á að festa lausamuni, eins og til dæmis trampólín.

Sjá nánar um veðurspána á veðurvef Vísis.

Gert er ráð fyrir leiðindaveðri á svæðinu og full ástæða til að vara fólk við. Veðrið verður hvað verst á svæðinu frá mi...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Tuesday, 8 September 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×