Endurheimti armband sem hafði verið týnt í 34 ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 15:14 Ingvar Már Gíslason, eiginmaður Hildu, tók við armbandinu í dag. mynd/hilda og vísir/auðunn „Þetta er algjört gæsahúðar dæmi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri í samtali við Vísi. Í dag endurheimti hún armband sem hún týndi fyrir 34 árum síðan. Forsaga málin er sú að á dögunum fékk Hilda Jana skilaboð á Facebook þar sem kona segir henni að hún hafi fundið armbandið hennar og vilji endilega koma því aftur til hennar. Armbandið er merkt Hildu en hún er sú eina á landinu sem ber þetta nafn. Hildu rámaði eitthvað örlítið í armbandið og ákvað að spyrja móður sína út í það hvort armbandið gæti tilheyrt henni.Armbandið hafði legið á Skólavörðuholti í ríflega aldarþriðjung.„Móðir mín hélt það nú. Hún sagði mér að langaamma mín hafi gefið mér það þegar ég var eins árs og þegar ég var fimm ára hafi ég fengið að vera með það á mér er ég fór út,“ segir Hilda. Móðir hennar bætti því við að auðvitað hefði hún týnt armbandinu líkt og öllu öðru. „Það var oft haft orð á því að ég myndi týna höfðinu ef það væri ekki fagmannlega fest við búkinn.“ Eiginmaður Hildu var staddur í Reykjavík í dag og fór og hitti konuna og endurheimti armbandið. Finnandinn var einnig afar hissa á sögunni en hún hélt að munurinn hefði týnst fyrir stuttu. Konan er flokkstjóri garðyrkju hjá Reykjavíkurborg og fann armbandið liggjandi í haug á Skólavörðuholti. Það lá hjá henni í smá stund áður en hún hafði samband við Hildu. „Mér finnst þetta svo æðislegt. Bæði að hún hafi fundið það og að hún hafi haft fyrir því að senda mér skeyti,“ segir Hilda hlæjandi og bætir því við að þetta ætti að vera öðrum til eftirbreytni. „Við löbbum svo oft fram hjá einhverju sem við höldum að sé drasl en gæti verið einhver hlutur sem annar saknar. Við ættum að tileinka okkur það að taka þá upp og athuga hvort við getum fundið eigandann.“ Hún segir að armbandið sé örlítil minning um langaömmu sína en hún sé ekki búin að finna út hvað hún muni gera með það. „Kannski lengi ég í keðjunni, ég er bara ekki komin svo langt! Kannski lifir það áfram sem ættargripur með mikla sögu, það verður allt að koma í ljós.“Í dag ætla ég að segja ykkur frá litlu ævintýri úr lífinu mínu. Kona sem ég þekki ekkert, sem heitir Karen Hauksdóttir...Posted by Hilda Jana on Thursday, 3 September 2015 Garðyrkja Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
„Þetta er algjört gæsahúðar dæmi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri í samtali við Vísi. Í dag endurheimti hún armband sem hún týndi fyrir 34 árum síðan. Forsaga málin er sú að á dögunum fékk Hilda Jana skilaboð á Facebook þar sem kona segir henni að hún hafi fundið armbandið hennar og vilji endilega koma því aftur til hennar. Armbandið er merkt Hildu en hún er sú eina á landinu sem ber þetta nafn. Hildu rámaði eitthvað örlítið í armbandið og ákvað að spyrja móður sína út í það hvort armbandið gæti tilheyrt henni.Armbandið hafði legið á Skólavörðuholti í ríflega aldarþriðjung.„Móðir mín hélt það nú. Hún sagði mér að langaamma mín hafi gefið mér það þegar ég var eins árs og þegar ég var fimm ára hafi ég fengið að vera með það á mér er ég fór út,“ segir Hilda. Móðir hennar bætti því við að auðvitað hefði hún týnt armbandinu líkt og öllu öðru. „Það var oft haft orð á því að ég myndi týna höfðinu ef það væri ekki fagmannlega fest við búkinn.“ Eiginmaður Hildu var staddur í Reykjavík í dag og fór og hitti konuna og endurheimti armbandið. Finnandinn var einnig afar hissa á sögunni en hún hélt að munurinn hefði týnst fyrir stuttu. Konan er flokkstjóri garðyrkju hjá Reykjavíkurborg og fann armbandið liggjandi í haug á Skólavörðuholti. Það lá hjá henni í smá stund áður en hún hafði samband við Hildu. „Mér finnst þetta svo æðislegt. Bæði að hún hafi fundið það og að hún hafi haft fyrir því að senda mér skeyti,“ segir Hilda hlæjandi og bætir því við að þetta ætti að vera öðrum til eftirbreytni. „Við löbbum svo oft fram hjá einhverju sem við höldum að sé drasl en gæti verið einhver hlutur sem annar saknar. Við ættum að tileinka okkur það að taka þá upp og athuga hvort við getum fundið eigandann.“ Hún segir að armbandið sé örlítil minning um langaömmu sína en hún sé ekki búin að finna út hvað hún muni gera með það. „Kannski lengi ég í keðjunni, ég er bara ekki komin svo langt! Kannski lifir það áfram sem ættargripur með mikla sögu, það verður allt að koma í ljós.“Í dag ætla ég að segja ykkur frá litlu ævintýri úr lífinu mínu. Kona sem ég þekki ekkert, sem heitir Karen Hauksdóttir...Posted by Hilda Jana on Thursday, 3 September 2015
Garðyrkja Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira