UWM vinnur að þróun brynju sem ver bardagakappana og í senn skráir þau högg sem þeir verða fyrir. Brynjan skynjar þunga og staðsetningu höggsins og reiknar út hve mikinn skaða höggið myndi gera í alvörunni.
Þeir hafa sett af stað hópfjáröflun á indiegogo.com þar sem beðið er um stuðning við þróun brynjunnar sem ber nafnið Lorica.
Indiegogo herferðinni er þó ekki einungis ætlað að verða fyrirtækinu út um fjármagn, heldur var tilgangurinn einnig að auka vitund um starfsemi UWM á heimsvísu.
Í byrjun næsta árs ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að hefja prófanir og markmiðið er að halda nokkra smáa viðburði fyrir gesti á næsta ári. Þeir sem styrkja starfsemina á Indiegogo geta orðið sér út um miða á þá viðburði.