Innlent

Pírati vill að fundir fastanefnda Alþingis verði opnir

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ásta Guðrún er nýjasti þingmaður Pírata.
Ásta Guðrún er nýjasti þingmaður Pírata. Vísir
„Nú á degi lýðræðisins er við hæfi að fara nokkrum orðum um lýðræði,“ sagði Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata á Alþingi í dag. Hún lagði til að fundir fastanefnda Alþingis yrðu haldnir í heyranda hljóði í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins.

„Það þarf að vera meira en að kjósa bara á fjögurra ára fresti. Lýðræði snýst um þátttöku fólks í ákvörðunum sem það varðar.  Að ganga til kosninga á fjögurra ára fresti er bara partur af því.“

Ásta benti á að þrátt fyrir að skoðanaskipti í þingsal færu fram í heyranda hljóði væri ekki sama að segja um umræðu í nefndum. „Nefndarfundir eru stór hluti í að búa til stefnur sem landið okkar byggir,“ sagði Ásta. „Einungis þrír nefndarfundir af fjölmörgum á þessu ári hafa verið haldnir í heyranda hljóði.“

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Ástu. Hann telur að það ætti að vera almenn regla að nefndarfundir séu opnir og að tæknin leyfi þar að auki að þeir verði í beinni útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×