Skoðun

Ákall til aðalritara Sameinuðu þjóðanna

Elsa Benediktsdóttir skrifar
Fyrir nokkrum dögum fór undirrituð í gang verkefni á vef Avaaz.org sem varðar frið í heiminum. Verið er að leggja til að aðalritari Sameinuðu þjóðanna kalli ráðamenn heimsins saman til að finna leiðir til að skapa varanlegan frið í heiminum. Bréfið til aðalritarans er á síðu Avaaz.org og er þar á ensku. Þeir sem eru sammála þessari leið geta stutt með undirskrift og vonandi vakið athygli sem flestra á verkefninu hérlendi og erlendis. Hér fyrir neðan er bréfið á íslensku og neðan við það er svo slóðin inn á verkefnið:

Til aðalritara sameinuðu þjóðanna

Við íbúar heimsins höfum með vaxandi hryllingi horft á óteljandi sorgarsögur og harmleiki í hverju landinu á fætur öðru – afleiðingar vitfirrta stríða.

Það er staðreynd , sem Sameinuðu þjóðirnar hafa undirstrikað, að hvort sem stríð vinnast eða tapast eru það að stórum hluta konur og börn sem eru saklaus fórnarlömb þeirra og eru þjáningar þeirra á þessari stundu óbærilegar.

Sá tími er kominn að við, íbúar heimsins, viljum ekki lengur umbera stríð og ógæfusamar afleiðingar þeirra. Við getum ekki lengur þagað þunnu hljóði. Stríð hafa aldrei og munu aldrei leysa vanda eða ósætti. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Það hefði átt að lærast fyrir löngu.

Við íbúar heimsins sendum ákall frá dýpstu hjartarótum til Sameinuðu þjóðanna um, að þær boði leiðtoga allra þjóða til tímamóta fundar, sem hafi það að markmiði að finna á einlægan og fordómalausan hátt leiðir til að skapa varanlegan frið á jörðu.

Við fullvissum Sameinuðu þjóðirnar um, að gerð slíks friðarsamkomulags, sem tryggt yrði með alþjóðlegum lögum og styrkt vegna vilja allra ríkisstjórna til að fara eftir því, mun fá tafarlaust fullan stuðning okkar.

Verum sú kynslóð sem endanlega gerir þær breytingar sem kynslóðir seinni tíma munu álíta markverðastar í sögu mannsins, breytingar sem munu gefa hverju barni sem fæðist í framtíðinni von um að alast upp í öruggum og friðsömum heimi.

Slóðin inn á verkefnið

Elsa Benediktsdóttir (elsaben@vortex.is)




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×