Fótbolti

Fiorentina sendir inn kvörtun á borð FIFA vegna Salah

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Salah í leik með Roma.
Salah í leik með Roma. Vísir/Getty
Fiorentina sendi í gær inn opinberlega kvörtun til Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, eftir að Chelsea lánaði egypska kantmanninn Mohamed Salah til Roma en ekki til Fiorentina eins og meintur samningur sagði til um.

Salah sem gekk til liðs við Chelsea frá Basel í janúarglugganum 2014 fékk fá tækifæri hjá Chelsea og gekk hann því í raðir Fiorentina á láni sem hluti af félagsskiptum Juan Cuadrado til Chelsea í janúar, einu ári eftir að Salah gekk til liðs við Chelsea.

Salah sló í gegn hjá Fiorentina á sex mánuðum með níu mörkum en í samningi Fiorentina og Chelsea stóð að Fiorentina gæti framlengt samningnum um eitt ár óskuðu þeir þess.

Þess í stað gekk Salah til liðs við Roma í sumar á eins árs lánssamning og eru forráðamenn Fiorentina afar ósáttir út í vinnubrögð Chelsea.

„Við getum staðfest að við fengum kvörtun frá ítalska félaginu Fiorentina vegna þess að enska félagið Chelsea og leikmaður liðsins, Mohamed Salah stóðu ekki við gerða samninga. Verið er að rannsaka málið,“ sagði talsmaður FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×