Dýrari en Perlan en ódýrari en Harpa Snærós Sindradóttir skrifar 10. september 2015 07:00 Að mati formanns KSÍ væri hægðarleikur að fylla stærri völl því uppselt hafi verið á alla karlalandsleiki síðastliðin ár. Kostnaður og stærð nýs þjóðarleikvangs eru langt frá hugmyndum þeirra sem hafa verið hvað mest stórhuga í umræðunni síðustu daga, að mati Geirs Þorsteinssonar formanns KSÍ. Hann segir umræðu um fimmtán til tuttugu milljarða króna leikvang algjörlega úr lausu lofti gripna. „Við höfum aldrei látið okkur dreyma um slíkar fjárhæðir.“ Síðastliðin ár hefur völlurinn aðeins fyllst á leikjum karlalandsliðsins í fótbolta, sem fara fram á vellinum þrisvar til fimm sinnum á ári. En þá komast líka færri að en vilja.Geir ÞorsteinssonHugmyndir KSÍ um nýjan þjóðarleikvang á Laugardalsvelli snúa að því að loka vellinum af í báða enda með stúkum og þannig fjölga sætum úr tíu þúsundum og í tuttugu þúsund. Framtíðardraumarnir eru að byggja þak yfir völlinn til að veita meira skjól. Til þess þyrfti meðal annars að taka hlaupabrautina, sem nú er í stórum sveig fyrir aftan mörk vallarins. „Ef það á að loka vellinum af og byggja stúku til endanna þá verða þær að vera svona fimm til tíu metrum fyrir aftan mörkin. Við viljum byggja venjulegan ferhyrndan völl,“ segir Geir. Reykjavíkurborg er eigandi Laugardalsvallar. Geir segir að fjölbreyttari starfsemi en fótboltaleikir yrði að fara fram í húsinu. „Reykjavík hlýtur að þurfa að eiga einn svona viðburðastað þar sem fólk getur komið saman á stóra menningarviðburði og við getum notað í fótboltaleiki nokkrum sinnum á ári.“Guðmundur Kristján Jónsson„Innan þessarar stóru lóðar sem Laugardalsvöllur afmarkar gæti til dæmis verið heilsuhótel, á besta stað borgarinnar. Stúkan á móti gömlu stúkunni hefur ekkert líf nema þegar leikið er á vellinum. Það er ekki okkar draumur að byggja einhver sæti sem myndu standa auð,“ segir Geir og bætir við: „Ég held að þeir sem eru stórhuga gagnvart viðburðum og menningu í Reykjavík, yfirvöld, ættu að sjá fyrir sér menningarviðburðahús þar sem gætu verið ráðstefnur og tónleikar í vaxandi höfuðborg.“ KSÍ tilkynnti í gær að til samstarfs hefði verið stofnað við ráðgjafarfyrirtækið Borgarbrag um að leiða vinnu við kostnaðaráætlun og kanna möguleikann á byggingu vettvangsins. Guðmundur Kristján Jónsson, framkvæmdastjóri Borgarbrags, segir ekki tímabært að nefna kostnað við leikvanginn. „Það er ómögulegt að segja hvað mannvirkið mun kosta ef af því verður. Klárlega myndi þetta hlaupa á einhverjum milljörðum en hvort þeir verða fimm, tíu eða fimmtán, það er ómögulegt að segja,“ segir Guðmundur. Hann segir að þeirra fyrsta skref sé að ræða við hagsmunaaðila, svo sem Reykjavíkurborg og íþróttahreyfinguna. Í kjölfarið væri svo ráðist í þarfagreiningu. „Ég myndi ekki segja að það stæði til að raska umhverfinu meira en hefur verið gert, eða að fara inn á nýja byggingareiti. Yfirbyggingin sem slík, hvort það verður þak á vellinum eða ekki, er seinni tíma mál.“ Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Kostnaður og stærð nýs þjóðarleikvangs eru langt frá hugmyndum þeirra sem hafa verið hvað mest stórhuga í umræðunni síðustu daga, að mati Geirs Þorsteinssonar formanns KSÍ. Hann segir umræðu um fimmtán til tuttugu milljarða króna leikvang algjörlega úr lausu lofti gripna. „Við höfum aldrei látið okkur dreyma um slíkar fjárhæðir.“ Síðastliðin ár hefur völlurinn aðeins fyllst á leikjum karlalandsliðsins í fótbolta, sem fara fram á vellinum þrisvar til fimm sinnum á ári. En þá komast líka færri að en vilja.Geir ÞorsteinssonHugmyndir KSÍ um nýjan þjóðarleikvang á Laugardalsvelli snúa að því að loka vellinum af í báða enda með stúkum og þannig fjölga sætum úr tíu þúsundum og í tuttugu þúsund. Framtíðardraumarnir eru að byggja þak yfir völlinn til að veita meira skjól. Til þess þyrfti meðal annars að taka hlaupabrautina, sem nú er í stórum sveig fyrir aftan mörk vallarins. „Ef það á að loka vellinum af og byggja stúku til endanna þá verða þær að vera svona fimm til tíu metrum fyrir aftan mörkin. Við viljum byggja venjulegan ferhyrndan völl,“ segir Geir. Reykjavíkurborg er eigandi Laugardalsvallar. Geir segir að fjölbreyttari starfsemi en fótboltaleikir yrði að fara fram í húsinu. „Reykjavík hlýtur að þurfa að eiga einn svona viðburðastað þar sem fólk getur komið saman á stóra menningarviðburði og við getum notað í fótboltaleiki nokkrum sinnum á ári.“Guðmundur Kristján Jónsson„Innan þessarar stóru lóðar sem Laugardalsvöllur afmarkar gæti til dæmis verið heilsuhótel, á besta stað borgarinnar. Stúkan á móti gömlu stúkunni hefur ekkert líf nema þegar leikið er á vellinum. Það er ekki okkar draumur að byggja einhver sæti sem myndu standa auð,“ segir Geir og bætir við: „Ég held að þeir sem eru stórhuga gagnvart viðburðum og menningu í Reykjavík, yfirvöld, ættu að sjá fyrir sér menningarviðburðahús þar sem gætu verið ráðstefnur og tónleikar í vaxandi höfuðborg.“ KSÍ tilkynnti í gær að til samstarfs hefði verið stofnað við ráðgjafarfyrirtækið Borgarbrag um að leiða vinnu við kostnaðaráætlun og kanna möguleikann á byggingu vettvangsins. Guðmundur Kristján Jónsson, framkvæmdastjóri Borgarbrags, segir ekki tímabært að nefna kostnað við leikvanginn. „Það er ómögulegt að segja hvað mannvirkið mun kosta ef af því verður. Klárlega myndi þetta hlaupa á einhverjum milljörðum en hvort þeir verða fimm, tíu eða fimmtán, það er ómögulegt að segja,“ segir Guðmundur. Hann segir að þeirra fyrsta skref sé að ræða við hagsmunaaðila, svo sem Reykjavíkurborg og íþróttahreyfinguna. Í kjölfarið væri svo ráðist í þarfagreiningu. „Ég myndi ekki segja að það stæði til að raska umhverfinu meira en hefur verið gert, eða að fara inn á nýja byggingareiti. Yfirbyggingin sem slík, hvort það verður þak á vellinum eða ekki, er seinni tíma mál.“
Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent