Margir styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja Björgvin Guðmundsson skrifar 10. september 2015 00:00 Viðbrögð við grein minni í Fréttablaðinu um áskorun á Alþingi voru gífurlega mikil. Mjög margir hringdu og lýstu yfir stuðningi við, að Alþingi samþykkti að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax til samræmis við hækkun lágmarkslauna. Menn telja þetta sanngjarna kröfu. Menn álíta það eðlilegt og sjálfsagt, að lífeyrir hækki strax jafnmikið og lægstu laun og, að það verði afturvirkt frá 1. maí sl. Það er óskiljanlegt, að ríkisstjórnin skuli hafa ætlað að hafa af lífeyrisþegum hækkun í átta mánuði. Kjör lífeyrisþega eru það slæm, að það má engan tíma missa fyrir lagfæringu þeirra. Lagfæringin verður að gerast strax.Mikill stuðningur við aldraða og öryrkja Það fer ekki á milli mála, að almenningur stendur með öldruðum og öryrkjum og vill að lífeyrir þeirra verði hækkaður strax. En hvernig er með stjórnmálamennina? Vilja þeir styðja lífeyrisþega? Þeir geta svarað því, þegar Alþingi kemur saman nú í september. Þá geta þeir samþykkt í einu hljóði að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja nákvæmlega jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu. Þeir geta skapað réttlæti og bundið endi á það ranglæti, að ákveðnum hópi eldri borgara og öryrkja sé svo naumt skammtaður lífeyrir, að hann dugi ekki fyrir brýnustu útgjöldum. Þegar Alþingi leiðréttir þetta mun afstaða almennings til Alþingis breytast í einu vetfangi og verða jákvæð. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi að gera en að skapa réttlæti?Stenst Alþingi prófið? Það er kominn tími til að Alþingi breyti um vinnubrögð, hætti að karpa um ómerkilega hluti og snúi sér að alvarlegum málum, sem varða réttlæti fyrir borgarana. Sú kynslóð Íslendinga, sem nú er orðin öldruð, hefur átt stóran þátt í að skapa Ísland dagsins í dag. Þessi kynslóð hefur að verulegu leyti byggt upp Ísland. En samt býr stór hluti þessarar kynslóðar við mjög slæm kjör. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi en að bæta hér úr og laga ríkulega kjör þessarar kynslóðar?40 þúsund eldri borgarar Eldri borgarar (65 ára og eldri) eru 40 þúsund í dag. Öryrkjar eru um 17 þúsund. Aldraðir verða 45 þúsund árið 2020. Þessi stóri hópur aldraðra og öryrkja mun fylgjast grannt með störfum Alþingis, nú þegar það kemur saman á ný. Í augum eldri borgara og öryrkja er Alþingi að gangast undir próf. Allur þessi mikli fjöldi aldraðra og öryrkja spyr: Mun Alþingi standast prófið og leiðrétta kjör lífeyrisþega eða fellur Alþingi á prófinu? Málið er í höndum Alþingis. Valdið er í höndum Alþingis. Vonandi stenst Alþingi prófið.Samfylkingin styður kjarakröfurnar Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist, að Samfylkingin flytji tillögu á Alþingi strax í upphafi þingsins um, að lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund krónur á mánuði eins og lágmarkslaun. Vonandi fylgja hinir flokkarnir á eftir svo málið fái meirihluta í þinginu. Þetta eru virkilegar gleðifréttir og leiða í ljós, að kjarabarátta eldri borgara er að byrja að bera árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Viðbrögð við grein minni í Fréttablaðinu um áskorun á Alþingi voru gífurlega mikil. Mjög margir hringdu og lýstu yfir stuðningi við, að Alþingi samþykkti að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax til samræmis við hækkun lágmarkslauna. Menn telja þetta sanngjarna kröfu. Menn álíta það eðlilegt og sjálfsagt, að lífeyrir hækki strax jafnmikið og lægstu laun og, að það verði afturvirkt frá 1. maí sl. Það er óskiljanlegt, að ríkisstjórnin skuli hafa ætlað að hafa af lífeyrisþegum hækkun í átta mánuði. Kjör lífeyrisþega eru það slæm, að það má engan tíma missa fyrir lagfæringu þeirra. Lagfæringin verður að gerast strax.Mikill stuðningur við aldraða og öryrkja Það fer ekki á milli mála, að almenningur stendur með öldruðum og öryrkjum og vill að lífeyrir þeirra verði hækkaður strax. En hvernig er með stjórnmálamennina? Vilja þeir styðja lífeyrisþega? Þeir geta svarað því, þegar Alþingi kemur saman nú í september. Þá geta þeir samþykkt í einu hljóði að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja nákvæmlega jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu. Þeir geta skapað réttlæti og bundið endi á það ranglæti, að ákveðnum hópi eldri borgara og öryrkja sé svo naumt skammtaður lífeyrir, að hann dugi ekki fyrir brýnustu útgjöldum. Þegar Alþingi leiðréttir þetta mun afstaða almennings til Alþingis breytast í einu vetfangi og verða jákvæð. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi að gera en að skapa réttlæti?Stenst Alþingi prófið? Það er kominn tími til að Alþingi breyti um vinnubrögð, hætti að karpa um ómerkilega hluti og snúi sér að alvarlegum málum, sem varða réttlæti fyrir borgarana. Sú kynslóð Íslendinga, sem nú er orðin öldruð, hefur átt stóran þátt í að skapa Ísland dagsins í dag. Þessi kynslóð hefur að verulegu leyti byggt upp Ísland. En samt býr stór hluti þessarar kynslóðar við mjög slæm kjör. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi en að bæta hér úr og laga ríkulega kjör þessarar kynslóðar?40 þúsund eldri borgarar Eldri borgarar (65 ára og eldri) eru 40 þúsund í dag. Öryrkjar eru um 17 þúsund. Aldraðir verða 45 þúsund árið 2020. Þessi stóri hópur aldraðra og öryrkja mun fylgjast grannt með störfum Alþingis, nú þegar það kemur saman á ný. Í augum eldri borgara og öryrkja er Alþingi að gangast undir próf. Allur þessi mikli fjöldi aldraðra og öryrkja spyr: Mun Alþingi standast prófið og leiðrétta kjör lífeyrisþega eða fellur Alþingi á prófinu? Málið er í höndum Alþingis. Valdið er í höndum Alþingis. Vonandi stenst Alþingi prófið.Samfylkingin styður kjarakröfurnar Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist, að Samfylkingin flytji tillögu á Alþingi strax í upphafi þingsins um, að lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund krónur á mánuði eins og lágmarkslaun. Vonandi fylgja hinir flokkarnir á eftir svo málið fái meirihluta í þinginu. Þetta eru virkilegar gleðifréttir og leiða í ljós, að kjarabarátta eldri borgara er að byrja að bera árangur.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar