Vísbendingar um frekari blekkingar Finnur Thorlacius og Jón Hákon Halldórsson skrifa 24. september 2015 07:00 Talið er að ellefu milljón bílar hafi verið með svindlhugbúnaði. Fréttablaðið/EPA Hlutabréf í Volkswagen hækkuðu um 6,5 prósent í gær, eftir að hafa fallið um samtals yfir 30 prósent í upphafi vikunnar. Ástæða verðfallsins var fréttir um að í bílum, sem framleiddir eru af Volkswagen, hafi verið hugbúnaður sem lætur líta svo út að dísilvélar bílanna losi minni koltvísýring en þær gera í raun. Stjórn Volkswagen í Þýskalandi hittist á fundi í gær til þess að fara yfir stöðu fyrirtækisins. Martin Winterkorn, forstjóri fyrirtækisins, hefur beðist afsökunar og fyrirtækið hefur lagt til hliðar 6,5 milljarða evra (jafnvirði 930 milljarða króna) vegna kostnaðar við innköllun bílanna og annars kostnaðar sem hlýst af þessu máli. Winterkorn sagði upp störfum í gær. CNN segir málið verulegt áfall fyrir Þýskaland, þar sem bílaiðnaðurinn er stór þáttur í efnahagslífinu. Tuttugu prósent af heildarverðmæti útflutnings séu bílar og 775 þúsund manns hafi bein störf af iðnaðinum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að málið sé erfitt og hvatti fyrirtækið til að skýra mál sitt að fullu. En það eru upplýsingar um að fleiri aðilar en Volkswagen hafi notað sambærilegan búnað. Fyrir fjórum eða fimm árum hitti starfsmaður Umhverfisstofnunar, Þorsteinn Jóhannsson, mann sem hann segir hafa verið annaðhvort starfsmann Environmental Protection Agency (EPA) eða umhverfisstofnunar Kaliforníu á fundi í Bandaríkjunum. Það er umhverfisstofnunin EPA sem uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen sem upplýst var um í síðustu viku. „Í léttu spjalli okkar í milli tjáði hann mér að stofnunin hefði komist að því að þrír stórir og þekktir dísilvélaframleiðendur í Bandaríkjunum hefðu orðið uppvísir að því að vera með sams konar hugbúnað tengdan dísilvélum sínum og Volkswagen hefur orðið uppvíst að nú,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið. „Sá hugbúnaður stjórnar bruna véla þeirra við mælingar og minnkar bæði mengun þeirra og afl. Var það því um alveg sömu aðferð og ræða og í tilviki Volkswagen. Ekki kom þó til sekta til handa þessum dísilvélaframleiðendum, en allir voru þeir innlendir,“ sagði Þorsteinn enn fremur. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Hlutabréfaverð Volkswagen hækkar á ný Hlutabréfaverð Volkswagen hefur hækkað um 6% það sem af er degi. 23. september 2015 14:48 Framtíð Winterkorn ræðst á stjórnarfundi Volkswagen í dag Hlutabréf í Volkswagen hafa nú fallið um 41%. 23. september 2015 09:56 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hlutabréf í Volkswagen hækkuðu um 6,5 prósent í gær, eftir að hafa fallið um samtals yfir 30 prósent í upphafi vikunnar. Ástæða verðfallsins var fréttir um að í bílum, sem framleiddir eru af Volkswagen, hafi verið hugbúnaður sem lætur líta svo út að dísilvélar bílanna losi minni koltvísýring en þær gera í raun. Stjórn Volkswagen í Þýskalandi hittist á fundi í gær til þess að fara yfir stöðu fyrirtækisins. Martin Winterkorn, forstjóri fyrirtækisins, hefur beðist afsökunar og fyrirtækið hefur lagt til hliðar 6,5 milljarða evra (jafnvirði 930 milljarða króna) vegna kostnaðar við innköllun bílanna og annars kostnaðar sem hlýst af þessu máli. Winterkorn sagði upp störfum í gær. CNN segir málið verulegt áfall fyrir Þýskaland, þar sem bílaiðnaðurinn er stór þáttur í efnahagslífinu. Tuttugu prósent af heildarverðmæti útflutnings séu bílar og 775 þúsund manns hafi bein störf af iðnaðinum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að málið sé erfitt og hvatti fyrirtækið til að skýra mál sitt að fullu. En það eru upplýsingar um að fleiri aðilar en Volkswagen hafi notað sambærilegan búnað. Fyrir fjórum eða fimm árum hitti starfsmaður Umhverfisstofnunar, Þorsteinn Jóhannsson, mann sem hann segir hafa verið annaðhvort starfsmann Environmental Protection Agency (EPA) eða umhverfisstofnunar Kaliforníu á fundi í Bandaríkjunum. Það er umhverfisstofnunin EPA sem uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen sem upplýst var um í síðustu viku. „Í léttu spjalli okkar í milli tjáði hann mér að stofnunin hefði komist að því að þrír stórir og þekktir dísilvélaframleiðendur í Bandaríkjunum hefðu orðið uppvísir að því að vera með sams konar hugbúnað tengdan dísilvélum sínum og Volkswagen hefur orðið uppvíst að nú,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið. „Sá hugbúnaður stjórnar bruna véla þeirra við mælingar og minnkar bæði mengun þeirra og afl. Var það því um alveg sömu aðferð og ræða og í tilviki Volkswagen. Ekki kom þó til sekta til handa þessum dísilvélaframleiðendum, en allir voru þeir innlendir,“ sagði Þorsteinn enn fremur.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Hlutabréfaverð Volkswagen hækkar á ný Hlutabréfaverð Volkswagen hefur hækkað um 6% það sem af er degi. 23. september 2015 14:48 Framtíð Winterkorn ræðst á stjórnarfundi Volkswagen í dag Hlutabréf í Volkswagen hafa nú fallið um 41%. 23. september 2015 09:56 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40
Hlutabréfaverð Volkswagen hækkar á ný Hlutabréfaverð Volkswagen hefur hækkað um 6% það sem af er degi. 23. september 2015 14:48
Framtíð Winterkorn ræðst á stjórnarfundi Volkswagen í dag Hlutabréf í Volkswagen hafa nú fallið um 41%. 23. september 2015 09:56