Hlutabréfaverð Volkswagen hefur farið hækkandi á ný, eftir að hafa fallið um yfir 30% síðustu tvo daga. Hlutabréfaverðið hefur hækkað um 6,5% þegar þetta er skrifað, en hafði hækkað mest um 7% í viðskiptum í dag. Talið er að margir séu að nýta sér tækifærið til að kaupa hlut í bílaframleiðandanum á meðan hlutabréfaverð er lágt, segir í grein CNBC um málið.
Greiningaraðilar hafa lækkað gæðavottun Volkswagen. Michael Hewson, greiningaraðili hjá CMC Markets, hefur sagt að eitt af hverjum sex störfum í Þýskalandi tengist bílaiðnaðinum, því gæti dísilsvindlið og áhrif þess haft veruleg áhrif á þýska efnahagslífið.

