Sala á vínylplötum jókst um 52% á fyrri árshelmingi í Bandaríkjunum. Tekjur af sölu þeirra nam 221,8 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði íslenskra króna.
Á sama tíma dróst geisladiskasala saman um 31%, 41 milljón geisladiska seldist á tímabilinu. Tekjur af streymiþjónustu jukust um 23% á tímabilinu og vógu upp á móti geisladiskasölunni. Tekjur af streymiþjónustu í Bandaríkjunum námu rúmum milljarði bandaríkjadala, jafnvirði íslenskra króna. Tekjur af streymiþjónustu nema nú þriðjungi heildartekna bandaríska tónlistariðnaðarins. Heildarvelta iðnaðarins nam 3,17 milljörðum bandaríkjadala á fyrri árshelmingi.
Mikil aukning hefur orðið á sjálfstæðum verslunum sem selja vínylplötur í Bandaríkjunum og námu tekjur af sölu vínylplatna á fyrri árshelmingi nærri helmingi tekna af geisladiskasölu.
Vínylplötur halda áfram að rjúka út
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent


Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur


Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent

Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí
Viðskipti erlent