Kynning Microsoft slær í gegn Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2015 16:15 Terry Myerson frá Microsoft á kynningunni í gær. Vísir/AFP Tæknirisinn Microsoft kynnti í gær fjölmörg ný tæki frá fyrirtækinu. Kynningin hefur vakið mikla athygli og er talin vera sú besta sem Microsoft hefur haldið. Fjölmiðlar ytra hafa farið fögrum orðum um bæði kynninguna sjálfa og þau tæki sem voru kynnt. Meðal þess sem fyrirtækið kynnti var Surface Book fartölvan, Surface Pro 4 spjaldtölvan, tveir nýir snjallsímar, Microsoft Band 2 heilsuarmbandið, Hololens heilmyndargleraugun og nýjungar hjá Xbox One. Það tæki sem stal þó senunni var Surface Book fartölvan. Microsoft segir hana vera mun betri en MacBook Pro. Um er að ræða fartölvu sem einnig virkar sem spjaldtölva. Allur búnaður, að þrívíddarstýringunni undanskilinni, er staðsettur í skjánum.Surface Book fartölvan Þá kynnti Microsoft einnig nýja spjaldtölvu og viti menn, það er einnig hægt að nota hana sem fartölvu. Surface Pro 4 spjaldtölvan er þynnri og léttari en forveri sinn og þar að auki er hún mun kröftugari. Þá hefur skjárinn verið stækkaður og upplausn hans betrumbætt.Surface Pro 4 spjaldtölvan Microsoft hefur farið sífellt lengra inn á þá braut að samnýta tæki og kerfi í gegnum Windows 10. Nýjustu snjallsímar Microsoft; Lumia 950 og 950 XL eru þar engin undantekning. Auðvelt er að tengja bæði lyklaborð og skjá við símana svo hægt sé að nota þá sem borðtölvur.Microsoft sýndi einnig hið einstaka tæki Hololens. Á þeirri kynningu barðist starfsmaður fyrirtækisins við vélmenni sem enginn gat sé og heilmynd af einhvers konar byssu utan um hendina. Hololens varpar heilmyndum í okkar nánasta umhverfi og þannig gætu notendur horft á bíómyndir á veggnum heima hjá sér og margt margt fleira.Project X-Ray. Hololens sýning Microsoft Samantekt The Verge af því besta frá kynningu Microsoft. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft kynnti í gær fjölmörg ný tæki frá fyrirtækinu. Kynningin hefur vakið mikla athygli og er talin vera sú besta sem Microsoft hefur haldið. Fjölmiðlar ytra hafa farið fögrum orðum um bæði kynninguna sjálfa og þau tæki sem voru kynnt. Meðal þess sem fyrirtækið kynnti var Surface Book fartölvan, Surface Pro 4 spjaldtölvan, tveir nýir snjallsímar, Microsoft Band 2 heilsuarmbandið, Hololens heilmyndargleraugun og nýjungar hjá Xbox One. Það tæki sem stal þó senunni var Surface Book fartölvan. Microsoft segir hana vera mun betri en MacBook Pro. Um er að ræða fartölvu sem einnig virkar sem spjaldtölva. Allur búnaður, að þrívíddarstýringunni undanskilinni, er staðsettur í skjánum.Surface Book fartölvan Þá kynnti Microsoft einnig nýja spjaldtölvu og viti menn, það er einnig hægt að nota hana sem fartölvu. Surface Pro 4 spjaldtölvan er þynnri og léttari en forveri sinn og þar að auki er hún mun kröftugari. Þá hefur skjárinn verið stækkaður og upplausn hans betrumbætt.Surface Pro 4 spjaldtölvan Microsoft hefur farið sífellt lengra inn á þá braut að samnýta tæki og kerfi í gegnum Windows 10. Nýjustu snjallsímar Microsoft; Lumia 950 og 950 XL eru þar engin undantekning. Auðvelt er að tengja bæði lyklaborð og skjá við símana svo hægt sé að nota þá sem borðtölvur.Microsoft sýndi einnig hið einstaka tæki Hololens. Á þeirri kynningu barðist starfsmaður fyrirtækisins við vélmenni sem enginn gat sé og heilmynd af einhvers konar byssu utan um hendina. Hololens varpar heilmyndum í okkar nánasta umhverfi og þannig gætu notendur horft á bíómyndir á veggnum heima hjá sér og margt margt fleira.Project X-Ray. Hololens sýning Microsoft Samantekt The Verge af því besta frá kynningu Microsoft.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira