Spá versta ári á Wall Street síðan 2008 Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Í lok september varð veruleg lækkun á hlutabréfaverði í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Sérfræðingar í Bandaríkjunum spá versta ári á Wall Street síðan árið 2008. Standard & Poor's 500 vísitalan (S&P-500), með 500 stærstu fyrirtækjunum, hefur lækkað um 6 prósent það sem af er ári. Vísitalan er oft talin einn besti mælikvarði á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum. Niðursveiflan á hlutabréfamarkaði í Kína, óljós stefna Seðlabanka Bandaríkjanna, lækkun á olíuverði og lítil hækkun launa eru meðal þess sem talið er að hafi valdið þessari þróun. Í byrjun árs nam S&P-500 vísitalan 2.058,2 stigum. Hún var lægst á árinu þann 25. ágúst, um það leyti sem hlutabréfamarkaðir í Kína voru að hrynja. Þá mældist hún 1.867,61 stig og hafði lækkað um 9,1% frá ársbyrjun. Sérfræðingar telja að vísitalan muni hækka á ný og muni hækka um 3% fyrir lokun markaðar föstudaginn fyrir árslok 2015. Á föstudaginn nam hún 1.951,36 stigum og mun þá nema 2.010 stigum í árslok. Jafnvel ef sú spá rætist mun vísitalan samt mælast 2% lægri í lok árs en hún var í byrjun árs. Það myndi þýða að 2015 væri versta árið fyrir S&P-500 síðan árið 2008 þegar markaðurinn lækkaði um 38% í miðri efnahagskreppu. Þriðji fjórðungur þessa árs var versti ársfjórðungur á Wall Street frá árinu 2011. Er það rakið beint til efnahagsástandsins í Kína. CNNMoney greinir frá því að sérfræðingar hafi mestar áhyggjur af áframhaldandi áhrifum Kína á hlutabréfamarkaðinn. Það er enn þá hræðsla meðal fjárfesta um að vandræðin í Kína muni draga úr efnahagsvexti og jafnvel valda efnahagskreppu. Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ákvað að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í síðasta mánuði, eða á bilinu núll til 0,25 prósent. Í yfirlýsingu frá bankanum sagði að atburðir á fjármálamörkuðum vikurnar á undan myndu líklega keyra verðbólgu enn neðar, en verðbólga í landinu er enn undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði. Talið er að Yellen muni hins vegar hækka vexti fyrir áramót. Því virðist stefna seðlabankans heldur óljós. Annað sem sérfræðingar nefndu að hefði haft áhrif á þróun hlutabréfaverðs voru of fá ný störf og lítill vöxtur í framleiðslu. Bandaríska hagkerfinu hefur ekki tekist að skapa nógu mörg störf, einungis 142 þúsund ný störf urðu til í september sem var undir væntingum. Stór fyrirtæki, eins og Hewlett Packard, Caterpillar og Microsoft hafa einnig tilkynnt um niðurskurð starfa hjá sér sem nema tugum þúsunda á næstu árum. Vöxtur í framleiðslu mældist sá lægsti í tvö ár núna í september. Allir þessir þættir hafa slæm áhrif á hagnað fyrirtækja, sem hefur það í för með sér að hlutabréfaverð lækkar. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Sérfræðingar í Bandaríkjunum spá versta ári á Wall Street síðan árið 2008. Standard & Poor's 500 vísitalan (S&P-500), með 500 stærstu fyrirtækjunum, hefur lækkað um 6 prósent það sem af er ári. Vísitalan er oft talin einn besti mælikvarði á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum. Niðursveiflan á hlutabréfamarkaði í Kína, óljós stefna Seðlabanka Bandaríkjanna, lækkun á olíuverði og lítil hækkun launa eru meðal þess sem talið er að hafi valdið þessari þróun. Í byrjun árs nam S&P-500 vísitalan 2.058,2 stigum. Hún var lægst á árinu þann 25. ágúst, um það leyti sem hlutabréfamarkaðir í Kína voru að hrynja. Þá mældist hún 1.867,61 stig og hafði lækkað um 9,1% frá ársbyrjun. Sérfræðingar telja að vísitalan muni hækka á ný og muni hækka um 3% fyrir lokun markaðar föstudaginn fyrir árslok 2015. Á föstudaginn nam hún 1.951,36 stigum og mun þá nema 2.010 stigum í árslok. Jafnvel ef sú spá rætist mun vísitalan samt mælast 2% lægri í lok árs en hún var í byrjun árs. Það myndi þýða að 2015 væri versta árið fyrir S&P-500 síðan árið 2008 þegar markaðurinn lækkaði um 38% í miðri efnahagskreppu. Þriðji fjórðungur þessa árs var versti ársfjórðungur á Wall Street frá árinu 2011. Er það rakið beint til efnahagsástandsins í Kína. CNNMoney greinir frá því að sérfræðingar hafi mestar áhyggjur af áframhaldandi áhrifum Kína á hlutabréfamarkaðinn. Það er enn þá hræðsla meðal fjárfesta um að vandræðin í Kína muni draga úr efnahagsvexti og jafnvel valda efnahagskreppu. Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ákvað að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í síðasta mánuði, eða á bilinu núll til 0,25 prósent. Í yfirlýsingu frá bankanum sagði að atburðir á fjármálamörkuðum vikurnar á undan myndu líklega keyra verðbólgu enn neðar, en verðbólga í landinu er enn undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði. Talið er að Yellen muni hins vegar hækka vexti fyrir áramót. Því virðist stefna seðlabankans heldur óljós. Annað sem sérfræðingar nefndu að hefði haft áhrif á þróun hlutabréfaverðs voru of fá ný störf og lítill vöxtur í framleiðslu. Bandaríska hagkerfinu hefur ekki tekist að skapa nógu mörg störf, einungis 142 þúsund ný störf urðu til í september sem var undir væntingum. Stór fyrirtæki, eins og Hewlett Packard, Caterpillar og Microsoft hafa einnig tilkynnt um niðurskurð starfa hjá sér sem nema tugum þúsunda á næstu árum. Vöxtur í framleiðslu mældist sá lægsti í tvö ár núna í september. Allir þessir þættir hafa slæm áhrif á hagnað fyrirtækja, sem hefur það í för með sér að hlutabréfaverð lækkar.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent