Bandaríkin, Japan og 10 lönd í Kyrrahafinu hafa gert samkomulag um umdeildan fríverslunarsamning sem nær yfir 40% af viðskiptasvæði heimsins.
Samningurinn sem nefnist Trans Pacific Partnership (TPP) mun draga úr viðskiptahindrunum hjá löndunum 12. Skrifað var undir samninginn eftir fimm daga af umræðum í Atlanta í Bandaríkjunum en viðræður vegna samningsins hafa staðið yfir í fimm ár.
Samningurinn tók svona langan tíma vegna samninga um einkaleyfi lyfja. Hin löndin í TPP eru Ástralía, Brúnei Dussalam, Kanada, Síle, Malasía, Mexíkó, Nýja Sjáland, Perú, Singapúr og Víetnam.
Tímamóta fríverslunarsamningur samþykktur
