
Hlutverk forseta?
Ábyrgðin er okkar
Þar sem áhrif embættisins og hlutverk er á ábyrgð þjóðarinnar er það skylda okkar að hefja þessa umræðu. Það er ekki bara forsetaembættið sem hefur þróast á liðnum árum heldur samfélagið allt. Nýtt samfélagsmisgengi myndaðist með eftirminnilegum hætti í Hruninu fyrir sjö árum og við höfum ekki unnið úr því enn. Þegar horft er til forsetaembættisins og mikilvægrar kosningar á næsta ári er fráleitt að einblína á stöðuna eins og hún er núna, heldur verður að vega og meta þá framtíð sem við viljum skapa og hvert hlutverk forseta er í því efni.
Stjórnarskráin er brotalöm
Dr. Svanur Kristjánsson hefur skrifað merkilegar greinar um forsetaembættið á liðnum árum. Í einni þeirra segir: „Stjórnarskráin var samin til bráðabirgða fyrir 70 árum. Alþingi gaf þjóðinni þá fyrirheit um endurskoðun hennar?… Ekki hefur enn verið staðið við þau loforð. Íslendingar hafa ekki enn valið sér leið til lýðræðis. Á meðan halda áfram endalausar deilur um meginatriði í stjórnarskrá og stjórnskipun landsins. Hvað eftir annað blossa t.d. upp hatrömm átök um stöðu forseta Íslands í stjórnskipun, enda ákvæðin um völd hans og ábyrgð mjög óljós — svo ekki sé fastar að orði kveðið. Íslendingar hafa ekki enn náð samkomulagi um leiðina til lýðræðis. Á meðan verður draumurinn um lýðræði í íslensku lýðveldi sífellt fjarlægari. Skipverjar sem sigla án áttavita ná sjaldnast til hafnar. Hættulegar hafvillur verða yfirleitt þeirra hlutskipti.“
Í ljósi þessara orða er beinlínis ábyrgðarlaust að fjalla ekki um hvers er að vænta við næstu forsetakosningar og hvers þjóðin væntir af forseta.
Umræðuvettvangur um hlutverk forseta
Í vikunni sendi ég út bréf til nokkur hundruð Íslendinga og kynnti opinn umræðuvettvang um þetta efni, auk þess sem þar er að finna könnun á afstöðu fólks til embættisins. Í bréfinu sagði: „Forseti Íslands er áhrifavaldur, afstaða hans til samfélagsmála er mikilvæg eins og ráða má af framgöngu allra þeirra sem gegnt hafa embættinu á lýðveldistímanum. Því miður er staðan sú að stjórnarskráin gefur talsvert svigrúm til frjálslegrar túlkunar á hlutverki og framgöngu forseta. Næsti forseti Íslands þarf því að hafa skýrt umboð til að tala máli almannahagsmuna og beita áhrifum embættisins til góðs. Forseti er þjóðkjörinn, áhrifavald embættisins er þjóðareign. Að mínu mati verðum við að íhuga vandlega hvernig við viljum að forsetaembættinu verði beitt á næstu árum og það gert að jákvæðu afli í þágu almannahagsmuna.
Hvaða hagsmunir eru það? Í fyrsta lagi eru það skýrir almannahagsmunir að gerðar verði lýðræðisumbætur sem feli í sér aukið áhrifavald almennings á framvindu mála með beinum hætti. Í öðru lagi verður forseti að hafa langtímasýn um réttláta samfélagsgerð og brýna fólk í því efni. Forseti á að vera óbilandi vörður réttlætis og lýðræðislegra aðferða með synjunarvaldi sínu til að taka í taumana þegar tilefni gefst til og leggja í dóm þjóðarinnar. Almennt séð á forseti að hlusta á, skilja og leiða saman ólík sjónarmið og túlka í þágu menningar, lýðræðis, jafnréttis og framsækni í umhverfismálum.“
Hvað vill fólk?
Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða. Virkt lýðræði kallar á ábyrgð, athafnir og umræðu, ekki umkomulausa bið eftir boðskap að ofan. Á Fésbók má finna síðuna „Hlutverk forseta“ og þar er hlekkur á spurningalista sem gaman og áhugavert er að spreyta sig á - og er öllum opinn.
Skoðun

Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari
Sigvaldi Einarsson skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi
Helga Edwardsdóttir skrifar

Baráttan um þjóðarsálina
Alexandra Briem skrifar

Lagaleg réttindi skipta máli
Kári Garðarsson skrifar

Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity
Clara Ganslandt skrifar

Hver rödd skiptir máli!
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Sýnum þeim frelsið
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson
Helga G Halldórsdóttir skrifar

Hinsegin í vinnunni
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd
Svava Bjarnadóttir skrifar

Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt?
Sigríður Auðunsdóttir skrifar

Sjálfstæðisstefnan og frelsið
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Sjö staðreyndir í útlendingamálum
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli
Hólmfríður Einarsdóttir skrifar

Sumarfríinu aflýst
Sigurður Helgi Pálmason skrifar

Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda
Ýmir Vigfússon skrifar

Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga
Geir Gunnar Markússon skrifar

„Er allt í lagi?“
Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Göngum í Haag hópinn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Kirkjuklukkur hringja
Bjarni Karlsson skrifar

Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Stríð skapar ekki frið
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Íslenska stóðhryssan og Evrópa
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins
Eggert Valur Guðmundsson skrifar

Norska leiðin er fasismi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Um mýkt, menntun og von
Sigurður Árni Reynisson skrifar