Vill afnema þjórfé í New York Sæunn Gísladóttir skrifar 15. október 2015 15:49 Danny Meyer á 13 þekkt veitingahús í New York borg. Vísir/Getty Danny Meyer, eigandi 13 veitingahúsa í New York borg, mun afnema þjórfé á veitingastöðum sínum í næsta mánuði. Meyer, sem rekur meðal annars veitingastaðinn The Modern, segir að þjórfé sé ósanngjarnt og gagnist einungis fáum starfsmönnum. Þjónar fá venjulega þjórfé en ekki aðrir starfsmenn veitingahúsa til að mynda kokkar. Meyer ætlar að afnema þjórfé á veitingahúsum sínum frá og með næsta mánuði. Í staðinn mun verðið á matseðli hækka um 25-35%. Margir veitingastaðir í Bandaríkjunum eru að endurskoða launakerfið sitt því erfitt sé að fá kokka í vinnu þar sem þeir fá ekki þjórfé og eiga erfitt með að búa í borgum eins og New York, Chicago og San Francisco, þar sem lifnaðarkostnaður er mjög hár. Vegna þjórfés fá þjónar oftast mun hærri laun en hámenntaðir kokkar. Því hafa starfsmenn veitingahúsa beitt sér fyrir hærri launum undanfarin árin. Nokkur hágæða veitingahús hafa afnumið þjórfé nýlega, en veitingahúsin í eigu Meyer eru meðal þeirra best þekktu sem ætla að gera það. Forstjóri New York State Restaurant Association telur að þessi ákvörðun Meyer muni hafa áhrif á aðra veitingahúsaeigendur sem munu jafnvel ákveða að gera slíkt hið sama. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danny Meyer, eigandi 13 veitingahúsa í New York borg, mun afnema þjórfé á veitingastöðum sínum í næsta mánuði. Meyer, sem rekur meðal annars veitingastaðinn The Modern, segir að þjórfé sé ósanngjarnt og gagnist einungis fáum starfsmönnum. Þjónar fá venjulega þjórfé en ekki aðrir starfsmenn veitingahúsa til að mynda kokkar. Meyer ætlar að afnema þjórfé á veitingahúsum sínum frá og með næsta mánuði. Í staðinn mun verðið á matseðli hækka um 25-35%. Margir veitingastaðir í Bandaríkjunum eru að endurskoða launakerfið sitt því erfitt sé að fá kokka í vinnu þar sem þeir fá ekki þjórfé og eiga erfitt með að búa í borgum eins og New York, Chicago og San Francisco, þar sem lifnaðarkostnaður er mjög hár. Vegna þjórfés fá þjónar oftast mun hærri laun en hámenntaðir kokkar. Því hafa starfsmenn veitingahúsa beitt sér fyrir hærri launum undanfarin árin. Nokkur hágæða veitingahús hafa afnumið þjórfé nýlega, en veitingahúsin í eigu Meyer eru meðal þeirra best þekktu sem ætla að gera það. Forstjóri New York State Restaurant Association telur að þessi ákvörðun Meyer muni hafa áhrif á aðra veitingahúsaeigendur sem munu jafnvel ákveða að gera slíkt hið sama.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira