Körfubolti

Jakob með sterkar taugar á vítalínunni og Borås vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu á Eurobasket.
Jakob Örn Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu á Eurobasket. Vísir/Getty
Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Borås hafa byrjað tímabilið frábærlega í sænska körfuboltanum en liðið vann Norrköping Dolphins í kvöld eftir spennandi lokamínútur.

Borås missti niður tíu stiga forystu á lokasekúndunum en náði að landa tveggja stiga heimasigri, 91-89.

Jakob hitti ekki vel í leiknum en hann skoraði sex mikilvæg stig á síðustu 80 sekúndum leiksins sem vógu þungt þegar upp var staðið. Jakob endaði með 8 stig, 3 fráköst og 2 stolna bolta.

    

Borås Basket hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni og er annað af tveimur taplausum liðum sænsku úrvalsdeildarinnar en hitt taplausa liðið eru Svíþjóðarmeistarar síðustu þriggja ára úr Södertälje Kings.

Jakob var stigahæsti leikmaður Borås Basket í tveimur fyrstu leikjunum með 21,0 stig að meðaltali en hann fann sig ekki alveg nógu vel í kvöld. Jakob hitti úr 2 af 9 skotum en setti niður öll fjögur vítin sín sem komu öll á úrslitastundu leiksins.

Borås Basket var tíu stigum yfir fjórum mínútum fyrir leikslok en þá komu níu stig í röð hjá Norrköping Dolphins og munurinn var aðeins eitt stig, 82-81, þegar 95 sekúndur voru eftir.


Tengdar fréttir

Hörður Axel skorar á eldri leikmenn landsliðsins

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, skrifaði stuttan en skemmtilegan pistil á Facebook-síðu sinni eftir helgina þar sem hann skorar á eldri leikmenn landsliðsins að taka þátt í næstu undankeppni.

Jakob stigahæstur í sigri Borås

Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í liði Borås Basket sem vann 11 stiga sigur, 82-71, á Malbas í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×