Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2015 22:16 Vísir/Valli Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandaríska atvinnumannaliðið Portland Thorns en það staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Dagný skoraði tvö mörk fyrir Ísland sem vann Slóveníu í kvöld, 6-0, í undankeppni EM 2017 en hún sagði við Vísi í kvöld að hún hafi skrifað undir samninginn síðastliðinn miðvikudag. „Það voru fimm lið sem höfðu samband við mig og þetta var það síðasta sem hafði samband. Ég viss um leið að þetta var liðið sem ég vildi fara til. Þetta er lið sem maður hefði aldrei þorað að láta sig dreyma um að fara til,“ sagði Dagný við Vísi í kvöld.Sjá einnig: Stelpur í fótbolta þurfa að vera sætar í styttri buxum „Þarna eru fimmtán þúsund áhorfendur á hverjum leik og Portland er sagt vera „soccer city“ Bandaríkjanna. Þarna eru oft úrslitaleikirnir haldnir. Liðið er líka í góðu samstarfi við karlaliðið í borginni og því eitt sterkasta kvennalið Bandaríkjanna,“ segir Dagný en Portland varð meistari árið 2013.Dagný varð meistari með Bayern í Þýskalandi.Vísir/GettyBesti samningurinn minn Dagný var í raun valin í nýliðavali deildarinnar af Boston Breakers en Portland komst að samkomulagi við Boston um skipti sem þýddi að Dagnýju var heimilt að semja við félagið. „Þetta er besti samningur sem ég hef gert. Ég er virkilega ánægð og spennt fyrir komandi tímum,“ segir Dagný en hún segir að uppbyggingin í bandaríska atvinnumannadeildinni [National Women's Soccer League] er góð, eftir að forveri hennar [Women's Professional Soccer] varð gjaldþrota fyrir fáeinum árum.Sjá einnig: Man alveg hvað hún heitir „Uppbyggingin hefur verið virkilega góð. Fyrsta tímabilið mitt verður fjórða tímabil deildarinnar. Þarna eru allir leikmenn landsliða Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó auk sterkra leikmanna víða að. Þetta verður sterkasta deild sem ég hef spilað í.“Dagný lék með Selfossi í sumar.Vísir/PjeturLíður afskaplega vel í Bandaríkjunum Dagný varð bandarískur háskólameistari með Florida State og gekk svo til liðs við Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari. Hún lék svo með Selfossi í Pepsi-deild kvenna í sumar en heldur til Bandaríkjanna á nýju ári.Sjá einnig: Dagný annar besti leikmaðurinn í Bandaríkjunum „Ég er mjög spennt fyrir því að flytja aftur til Bandaríkjanna. Þar líður mér afskaplega vel. Það verður líka gaman að kynnast því að búa á vesturströndinni eftir árin á Flórída.“ Ólíkt öðrum atvinnumannadeildum í heiminum er ekki endilega gert hlé á bandarísku deildinni á alþjóðlegum leikdögum. Dagný ætlar engu að síður að láta íslenska landsliðið vera í forgangi hjá sér.Dagný varð háskólameistari í Bandaríkjunum.Mynd/Florida StateLandsliðið hefur forgang „Ég talaði við þjálfarann strax í dag og hann mun leyfa mér að fara í landsleikina. Ég gæti misst af einum og einum leik [hjá Portland] en það vissu þeir þegar þeir sömdu við mig.“Sjá einnig: Dagný þýskur meistari með Bayern „Þeir vita að þeir eru að fá landsliðsmann. Ég ræddi við þjálfarann minn um mín markmið og hann ætlar að styðja mig í því að ég verði betri leikmaður.“ Þess má geta að Alex Morgan, stjarna bandaríska landsliðsins, hefur leikið með Portland síðustu árin en í dag var staðfest að hún muni leika með með hinu nýstofnaða Orlando Pride á næstu leiktíð. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandaríska atvinnumannaliðið Portland Thorns en það staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Dagný skoraði tvö mörk fyrir Ísland sem vann Slóveníu í kvöld, 6-0, í undankeppni EM 2017 en hún sagði við Vísi í kvöld að hún hafi skrifað undir samninginn síðastliðinn miðvikudag. „Það voru fimm lið sem höfðu samband við mig og þetta var það síðasta sem hafði samband. Ég viss um leið að þetta var liðið sem ég vildi fara til. Þetta er lið sem maður hefði aldrei þorað að láta sig dreyma um að fara til,“ sagði Dagný við Vísi í kvöld.Sjá einnig: Stelpur í fótbolta þurfa að vera sætar í styttri buxum „Þarna eru fimmtán þúsund áhorfendur á hverjum leik og Portland er sagt vera „soccer city“ Bandaríkjanna. Þarna eru oft úrslitaleikirnir haldnir. Liðið er líka í góðu samstarfi við karlaliðið í borginni og því eitt sterkasta kvennalið Bandaríkjanna,“ segir Dagný en Portland varð meistari árið 2013.Dagný varð meistari með Bayern í Þýskalandi.Vísir/GettyBesti samningurinn minn Dagný var í raun valin í nýliðavali deildarinnar af Boston Breakers en Portland komst að samkomulagi við Boston um skipti sem þýddi að Dagnýju var heimilt að semja við félagið. „Þetta er besti samningur sem ég hef gert. Ég er virkilega ánægð og spennt fyrir komandi tímum,“ segir Dagný en hún segir að uppbyggingin í bandaríska atvinnumannadeildinni [National Women's Soccer League] er góð, eftir að forveri hennar [Women's Professional Soccer] varð gjaldþrota fyrir fáeinum árum.Sjá einnig: Man alveg hvað hún heitir „Uppbyggingin hefur verið virkilega góð. Fyrsta tímabilið mitt verður fjórða tímabil deildarinnar. Þarna eru allir leikmenn landsliða Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó auk sterkra leikmanna víða að. Þetta verður sterkasta deild sem ég hef spilað í.“Dagný lék með Selfossi í sumar.Vísir/PjeturLíður afskaplega vel í Bandaríkjunum Dagný varð bandarískur háskólameistari með Florida State og gekk svo til liðs við Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari. Hún lék svo með Selfossi í Pepsi-deild kvenna í sumar en heldur til Bandaríkjanna á nýju ári.Sjá einnig: Dagný annar besti leikmaðurinn í Bandaríkjunum „Ég er mjög spennt fyrir því að flytja aftur til Bandaríkjanna. Þar líður mér afskaplega vel. Það verður líka gaman að kynnast því að búa á vesturströndinni eftir árin á Flórída.“ Ólíkt öðrum atvinnumannadeildum í heiminum er ekki endilega gert hlé á bandarísku deildinni á alþjóðlegum leikdögum. Dagný ætlar engu að síður að láta íslenska landsliðið vera í forgangi hjá sér.Dagný varð háskólameistari í Bandaríkjunum.Mynd/Florida StateLandsliðið hefur forgang „Ég talaði við þjálfarann strax í dag og hann mun leyfa mér að fara í landsleikina. Ég gæti misst af einum og einum leik [hjá Portland] en það vissu þeir þegar þeir sömdu við mig.“Sjá einnig: Dagný þýskur meistari með Bayern „Þeir vita að þeir eru að fá landsliðsmann. Ég ræddi við þjálfarann minn um mín markmið og hann ætlar að styðja mig í því að ég verði betri leikmaður.“ Þess má geta að Alex Morgan, stjarna bandaríska landsliðsins, hefur leikið með Portland síðustu árin en í dag var staðfest að hún muni leika með með hinu nýstofnaða Orlando Pride á næstu leiktíð.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira