Á Ósi hjálpast allir að Eva Bjarnadóttir og Gunnur Vilborg Guðjónsdóttir skrifar 20. október 2015 00:00 Leikskólar eiga það sameiginlegt að langflestir foreldrar eru ánægðir með störf þeirra. Þetta sýna kannanir ár hvert. Þeir eru allskonar; stórir og smáir, fjölmennir og fámennir, og vinna eftir allskyns stefnum og markmiðum sem gera starf þeirra áhugavert og skólalífið skemmtilegt. En ekki gefst öllum foreldrum tækifæri til að kynnast starfi leikskóla síns innan frá og taka þátt í því.Foreldrarekinn leikskóli Leikskólinn okkar hefur þá sérstöðu að foreldrarnir reka skólann. Reyndar köllum við leikskólann okkar barnaheimili, því hann er heimili barnanna okkar stærsta hluta dagsins. Við lítum á okkur sem stóra fjölskyldu sem hefur það sameiginlega markmið að gera barnaheimilið að góðum stað fyrir okkur öll. Í því felst að hjálpast að þegar taka þarf til hendinni. Laga húsnæðið eða leikvöllinn, elda matinn og hugsa um börnin. Við foreldrar göngum í öll verk ef á þarf að halda. Þannig kynnumst við og sköpum traust sem smitast til barnanna. Eðlilega hentar okkar hugmyndafræði ekki öllum, en hún er stórsniðug fyrir þá sem vilja taka þátt í leiksskólastarfinu og hafa tíma og getu til þess að sinna því.Lýðræðislegur rekstur Rekstur barnaheimilisins er þannig lýðræðislegur. Daglegur rekstur og faglegt starf er á höndum leiksskólastýrunnar, en mánaðarlega hittast foreldrarnir allir og taka sameiginlegar ákvarðanir um meginatriðin og fá kynningu á starfinu. Þannig verðum við meðvituð um kostnaðinn og vitum hvert gjöldin okkar fara. Þá fáum við líka góðar hugmyndir um það hvernig við eflum starfið og styðjum fóstrurnar. Já, fóstrur! Á Ósi notum við ennþá þetta gamla orð. Ekki vegna þess að við séum svo íhaldssöm, heldur af því að okkur, foreldrum og starfsfólki, þykir orðið fallegt og lýsa svo vel hlutverki kennaranna og leiðbeinandanna sem fóstra börnin okkar alla daga.Vináttan skapar traust Við tengjumst fóstrunum vinaböndum. Eflaust er jafn krefjandi og það er skemmtilegt að vera fóstra á Ósi, því þar hittumst við jafnt í fataklefanum, í foreldraviðtölum og sumarbústöðum. Á hverju ári förum við öll saman, fóstrur, börn og foreldrar í sumarbústað og skemmtum okkur heila helgi. Og á hverju ári halda fóstrur og foreldrar sameiginlega árshátíð og gleðjast saman. En við stöndum líka saman þegar illa gengur. Við vitum nefnilega að sambandið sem við eigum við fólkið, sem stundum eyðir lengri tíma með börnum okkar en við sjálf, verður að byggja á raunverulegu trausti og þá er gott að þekkjast vel. Við leggjum áherslu á að Ós er ekki einkarekinn, heldur foreldrarekinn leikskóli. Hagnaður er ekki okkar markmið og hver króna er notuð til að skapa þennan valkost fyrir foreldra og börn í Reykjavík. Við erum fjölbreyttur hópur barna, foreldra og fóstra og eigum til dæmis sjö mismunandi móðurmál. Það hefur reynst foreldrum af erlendum uppruna vel að kynnast jafn auðveldlega fjölskyldum með börn á sama reki og þar teljum við okkur geta verið góða fyrirmynd fyrir aðra skóla.Foreldrarekinn leikskóli í 42 ár Nú í október verður Ós 42 ára. Við erum stolt af barnaheimilinu okkar og samfélaginu sem það hýsir. Tilraunaverkefni um foreldrarekinn leikskóla sem hófst með opnun barnaheimilis í Dugguvogi, er nú á Bergþórugötu, annast 33 börn og er starfstaður 11 kvenna og karla með menntun á ýmsum sviðum. Við erum stolt af því að þriðja kynslóð Ósara er nú á barnaheimilinu í gula bárujárnhúsinu við Bergþórugötuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Leikskólar eiga það sameiginlegt að langflestir foreldrar eru ánægðir með störf þeirra. Þetta sýna kannanir ár hvert. Þeir eru allskonar; stórir og smáir, fjölmennir og fámennir, og vinna eftir allskyns stefnum og markmiðum sem gera starf þeirra áhugavert og skólalífið skemmtilegt. En ekki gefst öllum foreldrum tækifæri til að kynnast starfi leikskóla síns innan frá og taka þátt í því.Foreldrarekinn leikskóli Leikskólinn okkar hefur þá sérstöðu að foreldrarnir reka skólann. Reyndar köllum við leikskólann okkar barnaheimili, því hann er heimili barnanna okkar stærsta hluta dagsins. Við lítum á okkur sem stóra fjölskyldu sem hefur það sameiginlega markmið að gera barnaheimilið að góðum stað fyrir okkur öll. Í því felst að hjálpast að þegar taka þarf til hendinni. Laga húsnæðið eða leikvöllinn, elda matinn og hugsa um börnin. Við foreldrar göngum í öll verk ef á þarf að halda. Þannig kynnumst við og sköpum traust sem smitast til barnanna. Eðlilega hentar okkar hugmyndafræði ekki öllum, en hún er stórsniðug fyrir þá sem vilja taka þátt í leiksskólastarfinu og hafa tíma og getu til þess að sinna því.Lýðræðislegur rekstur Rekstur barnaheimilisins er þannig lýðræðislegur. Daglegur rekstur og faglegt starf er á höndum leiksskólastýrunnar, en mánaðarlega hittast foreldrarnir allir og taka sameiginlegar ákvarðanir um meginatriðin og fá kynningu á starfinu. Þannig verðum við meðvituð um kostnaðinn og vitum hvert gjöldin okkar fara. Þá fáum við líka góðar hugmyndir um það hvernig við eflum starfið og styðjum fóstrurnar. Já, fóstrur! Á Ósi notum við ennþá þetta gamla orð. Ekki vegna þess að við séum svo íhaldssöm, heldur af því að okkur, foreldrum og starfsfólki, þykir orðið fallegt og lýsa svo vel hlutverki kennaranna og leiðbeinandanna sem fóstra börnin okkar alla daga.Vináttan skapar traust Við tengjumst fóstrunum vinaböndum. Eflaust er jafn krefjandi og það er skemmtilegt að vera fóstra á Ósi, því þar hittumst við jafnt í fataklefanum, í foreldraviðtölum og sumarbústöðum. Á hverju ári förum við öll saman, fóstrur, börn og foreldrar í sumarbústað og skemmtum okkur heila helgi. Og á hverju ári halda fóstrur og foreldrar sameiginlega árshátíð og gleðjast saman. En við stöndum líka saman þegar illa gengur. Við vitum nefnilega að sambandið sem við eigum við fólkið, sem stundum eyðir lengri tíma með börnum okkar en við sjálf, verður að byggja á raunverulegu trausti og þá er gott að þekkjast vel. Við leggjum áherslu á að Ós er ekki einkarekinn, heldur foreldrarekinn leikskóli. Hagnaður er ekki okkar markmið og hver króna er notuð til að skapa þennan valkost fyrir foreldra og börn í Reykjavík. Við erum fjölbreyttur hópur barna, foreldra og fóstra og eigum til dæmis sjö mismunandi móðurmál. Það hefur reynst foreldrum af erlendum uppruna vel að kynnast jafn auðveldlega fjölskyldum með börn á sama reki og þar teljum við okkur geta verið góða fyrirmynd fyrir aðra skóla.Foreldrarekinn leikskóli í 42 ár Nú í október verður Ós 42 ára. Við erum stolt af barnaheimilinu okkar og samfélaginu sem það hýsir. Tilraunaverkefni um foreldrarekinn leikskóla sem hófst með opnun barnaheimilis í Dugguvogi, er nú á Bergþórugötu, annast 33 börn og er starfstaður 11 kvenna og karla með menntun á ýmsum sviðum. Við erum stolt af því að þriðja kynslóð Ósara er nú á barnaheimilinu í gula bárujárnhúsinu við Bergþórugötuna.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun