Jafnrétti í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Það er erfitt að breyta menningu og það er erfitt að breyta samfélagi og það er þess vegna sem jafnréttisáætlanir eru svo mikilvægar. Áætlun um hvað við ætlum að gera til að leiðrétta mismunun og hvernig við ætlum að breyta, fræða og fræðast til að fyrirbyggja mismunun í framtíðinni. Það er til dæmis gjörsamlega óskiljanlegt og ólíðandi að konur fái lægri laun fyrir sitt vinnuframlag en karlar, að konur beri umönnunarbyrði samfélagsins í meira mæli og að svo hræðilega algengt sé að konur séu beittar ofbeldi.Fjölbreytni Nýsamþykkt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar tekur einnig til þess hvernig jafna má stöðu fólks í Reykjavík út frá fleiri þáttum en kyni. Þar má nefna kynhneigð, upprunaland, aldur, heilsu og fötlun eða bara það sem á einhvern hátt er frábrugðið því sem samfélagið hefur ákveðið að sé norm. Þess vegna er mikilvægt að hugað sé að margfaldri mismunun við ákvarðanir og rekstur borgarinnar.Kyngreind gögn Við stjórn og stefnumótun borgarinnar er mikilvægt að nýta kynjaða fjárhagsáætlun. Það vinnulag leiðir til betri og réttlátari ákvarðanatöku og Reykjavík er að mörgu leyti til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er mikilvægt að fá kyngreind gögn og að við notum jafnréttismat markvisst til þess að geta meðvitað í okkar ákvörðunum stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Það er líka mikilvægt að gefa út kyngreind gögn eins og mannréttindaskrifstofan hefur gert árum saman þar sem borgarbúar sjá svart á hvítu stöðuna eins og hún er.Fræðsla Til að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir haldi áfram í sama fari eru áherslur á menntamál mikilvægar. Jafnréttisskólinn er fróðleiksbrunnur um jafnrétti í víðum skilningi í skóla- og frístundastarfi og það er gríðarlega mikilvægt að við stöndum vel að kennslu um jafnrétti. Við sjáum að enn hafa börn og ungmenni frekar staðlaðar hugmyndir um hlutverk og hæfileika kynjanna og það er skaðlegt og sorglegt um leið og setur því skorður hvaða nám og starf ungmenni velja sér í framtíðinni og viðheldur kynskiptum vinnumarkaði. Í anda nýsamþykktrar upplýsingastefnu borgarinnar finnst mér tilvalið að við opnum matskerfið sem er síðasta aðgerðin í þessari aðgerðaáætlun fyrir borgarbúum þannig að allir geti fylgst með hvernig vinnu samkvæmt þessari aðgerðaáætlun miðar.Sömu laun fyrir sömu vinnu Í nýlegri skýrslu um launamun kynjanna hjá Reykjavíkurborg kemur fram að hann er að minnka og það er vel en við verðum að halda þar ótrauð áfram. Það er enginn að segja að stjórnendur meðvitað ákveði að borga konum lægri laun en það gerist eins og sjálfkrafa að framlag karla er metið að meiri verðleikum en framlag kvenna, ósjálfrátt og ómeðvitað – aftur og aftur og aftur, ekki bara í launamálum heldur miklu víðar. Þess vegna þarf róttækar aðgerðir og stöðuga fræðslu.Ofbeldi gegn konum er ólíðandi Kynbundið ofbeldi er einnig afkvæmi þessa gamla kynjakerfis og er stærsta ofbeldisógn sem til staðar er í samfélaginu. Nýstofnuð ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar mun fylgja eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og ég bind miklar vonir við að þar munum við ná árangri.Mannréttindaborgin Reykjavík Reykjavíkurborg sem stærsta sveitarfélag landsins hefur mikil tækifæri til að hafa áhrif þar sem þjónusta borgarinnar snertir stóran hluta Íslendinga allt frá vöggu til grafar. Það þýðir líka að Reykjavíkurborg ber mikla ábyrgð á ástandinu eins og það er. Það er því á okkar ábyrgð að tryggja að Reykjavíkurborg verði raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum rétti og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að breyta menningu og það er erfitt að breyta samfélagi og það er þess vegna sem jafnréttisáætlanir eru svo mikilvægar. Áætlun um hvað við ætlum að gera til að leiðrétta mismunun og hvernig við ætlum að breyta, fræða og fræðast til að fyrirbyggja mismunun í framtíðinni. Það er til dæmis gjörsamlega óskiljanlegt og ólíðandi að konur fái lægri laun fyrir sitt vinnuframlag en karlar, að konur beri umönnunarbyrði samfélagsins í meira mæli og að svo hræðilega algengt sé að konur séu beittar ofbeldi.Fjölbreytni Nýsamþykkt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar tekur einnig til þess hvernig jafna má stöðu fólks í Reykjavík út frá fleiri þáttum en kyni. Þar má nefna kynhneigð, upprunaland, aldur, heilsu og fötlun eða bara það sem á einhvern hátt er frábrugðið því sem samfélagið hefur ákveðið að sé norm. Þess vegna er mikilvægt að hugað sé að margfaldri mismunun við ákvarðanir og rekstur borgarinnar.Kyngreind gögn Við stjórn og stefnumótun borgarinnar er mikilvægt að nýta kynjaða fjárhagsáætlun. Það vinnulag leiðir til betri og réttlátari ákvarðanatöku og Reykjavík er að mörgu leyti til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er mikilvægt að fá kyngreind gögn og að við notum jafnréttismat markvisst til þess að geta meðvitað í okkar ákvörðunum stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Það er líka mikilvægt að gefa út kyngreind gögn eins og mannréttindaskrifstofan hefur gert árum saman þar sem borgarbúar sjá svart á hvítu stöðuna eins og hún er.Fræðsla Til að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir haldi áfram í sama fari eru áherslur á menntamál mikilvægar. Jafnréttisskólinn er fróðleiksbrunnur um jafnrétti í víðum skilningi í skóla- og frístundastarfi og það er gríðarlega mikilvægt að við stöndum vel að kennslu um jafnrétti. Við sjáum að enn hafa börn og ungmenni frekar staðlaðar hugmyndir um hlutverk og hæfileika kynjanna og það er skaðlegt og sorglegt um leið og setur því skorður hvaða nám og starf ungmenni velja sér í framtíðinni og viðheldur kynskiptum vinnumarkaði. Í anda nýsamþykktrar upplýsingastefnu borgarinnar finnst mér tilvalið að við opnum matskerfið sem er síðasta aðgerðin í þessari aðgerðaáætlun fyrir borgarbúum þannig að allir geti fylgst með hvernig vinnu samkvæmt þessari aðgerðaáætlun miðar.Sömu laun fyrir sömu vinnu Í nýlegri skýrslu um launamun kynjanna hjá Reykjavíkurborg kemur fram að hann er að minnka og það er vel en við verðum að halda þar ótrauð áfram. Það er enginn að segja að stjórnendur meðvitað ákveði að borga konum lægri laun en það gerist eins og sjálfkrafa að framlag karla er metið að meiri verðleikum en framlag kvenna, ósjálfrátt og ómeðvitað – aftur og aftur og aftur, ekki bara í launamálum heldur miklu víðar. Þess vegna þarf róttækar aðgerðir og stöðuga fræðslu.Ofbeldi gegn konum er ólíðandi Kynbundið ofbeldi er einnig afkvæmi þessa gamla kynjakerfis og er stærsta ofbeldisógn sem til staðar er í samfélaginu. Nýstofnuð ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar mun fylgja eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og ég bind miklar vonir við að þar munum við ná árangri.Mannréttindaborgin Reykjavík Reykjavíkurborg sem stærsta sveitarfélag landsins hefur mikil tækifæri til að hafa áhrif þar sem þjónusta borgarinnar snertir stóran hluta Íslendinga allt frá vöggu til grafar. Það þýðir líka að Reykjavíkurborg ber mikla ábyrgð á ástandinu eins og það er. Það er því á okkar ábyrgð að tryggja að Reykjavíkurborg verði raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum rétti og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun