App sem verðlaunar umhverfisvænni lífsstíl Sæunn Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2015 09:19 Birna Guðmundsdóttir og Daniela Schiffer, meðstofnandi fyrirtækisins, segja að vegna appsins sé nú til Ernst & Young skógur í Þýskalandi. Vísir/Changers The Changers CO2 fit appið gerir fyrirtækjum og bæjarfélögum kleift að hvetja starfsmenn eða íbúa sína til umhverfisvænni lífsstíls. Appið mælir kílómetra sem farnir eru með umhverfisvænum hætti og reiknar út hve mikið kolefni hafi verið sparað með því. Birna Guðmundsdóttir, starfsnemi hjá Changers, segir í viðtali við Fréttablaðið að auðveldast sé að byrja á að mæla vegalengdir en svo muni tíminn leiða í ljós hvernig appið þróast. Fyrirtæki eða bæjarfélög greiða fyrir appið og hvetja starfsmenn eða íbúa sína til að keppa sín á milli í því að spara sem mest kolefni. Svo er fólkið verðlaunuð þegar það hefur ferðast ákveðið langt gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum. Meðal verðlauna er plöntun trjáa eða ókeypis máltíð í matsölu fyrirtækja. Síðan fyrirtæki fengu aðgang að appinu í ársbyrjun hafa notendur þess, meðal annars starfsmenn BMP og Ernst & Young, sparað milljón kíló af CO2 með því að nota umhverfisvænni samgöngur. Í staðinn hefur 1.463 trjám verið plantað í Þýskalandi. Markmið fyrirtækisins, að sögn Danielu Schiffer meðstofnanda þess, er að spara 100 milljón kíló árið 2016. Appið er mest notað innan Þýskalands í dag en stefnir á alþjóðlega markaði. „Við lítum á okkur sem alþjóðlegt fyrirtæki sem er að takast á við alþjóðleg vandamál sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Við viljum að þetta app hvetji fyrirtæki og starfsmenn þess til að gera eitthvað gott fyrir sig og umhverfi sitt. Við byrjuðum í Þýskalandi þar sem heimamarkaður okkar er þar. Til lengri tíma litið horfum við til Norður-Ameríku og sjáum appið sem notendavænt úti um allan heim. Það er nú þegar hægt að hlaða niður appinu í níutíu löndum,“ segir Schiffer. Changers líta nú til Norðurlanda og er Birna að vinna að markaðssetningu appsins á þeim markaði. „Það er mjög áhugavert að einbeita sér að honum þar sem fólk er mjög meðvitað um áhrif loftslagsbreytinga í Skandinavíu,“ segir Birna. Í augnablikinu byggir appið á því hvernig hægt sé að spara kolefni í samgöngum, næsta skref verði hins vegar að mæla leiðir til að spara kolefni í matarneyslu og öðru. „Við skoðum þetta út frá samgöngum í dag þar sem snjallsímar gera okkur kleift að greina hreyfingarmynstur. Okkar næsta skref gæti verið matarneysla eða annað sem tengist kolefnislosun,“ segir Schiffer. Birna tekur undir með henni. „Tíminn verður bara að leiða ljós hvernig appið þróast,“ segir Birna að lokum. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
The Changers CO2 fit appið gerir fyrirtækjum og bæjarfélögum kleift að hvetja starfsmenn eða íbúa sína til umhverfisvænni lífsstíls. Appið mælir kílómetra sem farnir eru með umhverfisvænum hætti og reiknar út hve mikið kolefni hafi verið sparað með því. Birna Guðmundsdóttir, starfsnemi hjá Changers, segir í viðtali við Fréttablaðið að auðveldast sé að byrja á að mæla vegalengdir en svo muni tíminn leiða í ljós hvernig appið þróast. Fyrirtæki eða bæjarfélög greiða fyrir appið og hvetja starfsmenn eða íbúa sína til að keppa sín á milli í því að spara sem mest kolefni. Svo er fólkið verðlaunuð þegar það hefur ferðast ákveðið langt gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum. Meðal verðlauna er plöntun trjáa eða ókeypis máltíð í matsölu fyrirtækja. Síðan fyrirtæki fengu aðgang að appinu í ársbyrjun hafa notendur þess, meðal annars starfsmenn BMP og Ernst & Young, sparað milljón kíló af CO2 með því að nota umhverfisvænni samgöngur. Í staðinn hefur 1.463 trjám verið plantað í Þýskalandi. Markmið fyrirtækisins, að sögn Danielu Schiffer meðstofnanda þess, er að spara 100 milljón kíló árið 2016. Appið er mest notað innan Þýskalands í dag en stefnir á alþjóðlega markaði. „Við lítum á okkur sem alþjóðlegt fyrirtæki sem er að takast á við alþjóðleg vandamál sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Við viljum að þetta app hvetji fyrirtæki og starfsmenn þess til að gera eitthvað gott fyrir sig og umhverfi sitt. Við byrjuðum í Þýskalandi þar sem heimamarkaður okkar er þar. Til lengri tíma litið horfum við til Norður-Ameríku og sjáum appið sem notendavænt úti um allan heim. Það er nú þegar hægt að hlaða niður appinu í níutíu löndum,“ segir Schiffer. Changers líta nú til Norðurlanda og er Birna að vinna að markaðssetningu appsins á þeim markaði. „Það er mjög áhugavert að einbeita sér að honum þar sem fólk er mjög meðvitað um áhrif loftslagsbreytinga í Skandinavíu,“ segir Birna. Í augnablikinu byggir appið á því hvernig hægt sé að spara kolefni í samgöngum, næsta skref verði hins vegar að mæla leiðir til að spara kolefni í matarneyslu og öðru. „Við skoðum þetta út frá samgöngum í dag þar sem snjallsímar gera okkur kleift að greina hreyfingarmynstur. Okkar næsta skref gæti verið matarneysla eða annað sem tengist kolefnislosun,“ segir Schiffer. Birna tekur undir með henni. „Tíminn verður bara að leiða ljós hvernig appið þróast,“ segir Birna að lokum.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent