Facebook auðveldar ástarsorg Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2015 20:59 Gwen Stefani og Gavin Rossdale þyrftu lítið að sjá af hvort öðru með nýjungum Facebook. Vísir/Getty Facebook er um þessar mundir að prufukeyra nýjung sem leyfir þeim sem hafa nýlega lent í sambandsslitum að minnka það sem þeir sjá frá fyrrverandi, án þess að þurfa að hætta að vera vinur viðkomandi á samfélagsmiðlinum. Nýjungin „Take a Break" kemur upp eftir að sambandsslit eru gerð opinber á Facebook. Með henni er hægt að takmarka hvað maður sér frá fyrrverandi og hvað fyrrverandi sér frá manni á fréttaveitunni (e. News Feed). Ef valið er að „sjá minna" þá mun fyrrverandi hverfa af fréttaveitunni, auk þess verður manni ekki boðið að setja hann inn á myndir. Hins vegar getur maður áfram séð heimasíðu viðkomandi. Maður getur líka valið að takmarka hvað fyrrverandi sér frá manni sjálfum. Með þeirri stillingu sér fyrrverandi ekki nýjar stöðuuppfærslur eða myndir hjá manni. Forsvarsmenn Facebook hafa uppgötvað að mörgum þyki minningar á samfélagsmiðlinum óþægilegar og því má koma í veg fyrir að þær birtist. Það má afturkalla allar þessar breytingar þegar sárin af sambandsslitunum eru búin að gróa. Fyrrverandi verður ekki látinn vita að maður hafi sett á þessar stillingar. Í augnablikinu er verið að prufukeyra þetta í Bandaríkjunum en búist er við að notendur víða fái þennan möguleika innan skamms. Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Facebook er um þessar mundir að prufukeyra nýjung sem leyfir þeim sem hafa nýlega lent í sambandsslitum að minnka það sem þeir sjá frá fyrrverandi, án þess að þurfa að hætta að vera vinur viðkomandi á samfélagsmiðlinum. Nýjungin „Take a Break" kemur upp eftir að sambandsslit eru gerð opinber á Facebook. Með henni er hægt að takmarka hvað maður sér frá fyrrverandi og hvað fyrrverandi sér frá manni á fréttaveitunni (e. News Feed). Ef valið er að „sjá minna" þá mun fyrrverandi hverfa af fréttaveitunni, auk þess verður manni ekki boðið að setja hann inn á myndir. Hins vegar getur maður áfram séð heimasíðu viðkomandi. Maður getur líka valið að takmarka hvað fyrrverandi sér frá manni sjálfum. Með þeirri stillingu sér fyrrverandi ekki nýjar stöðuuppfærslur eða myndir hjá manni. Forsvarsmenn Facebook hafa uppgötvað að mörgum þyki minningar á samfélagsmiðlinum óþægilegar og því má koma í veg fyrir að þær birtist. Það má afturkalla allar þessar breytingar þegar sárin af sambandsslitunum eru búin að gróa. Fyrrverandi verður ekki látinn vita að maður hafi sett á þessar stillingar. Í augnablikinu er verið að prufukeyra þetta í Bandaríkjunum en búist er við að notendur víða fái þennan möguleika innan skamms.
Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur