Mikill niðurskurður yfirvofandi hjá BBC Sæunn Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2015 16:15 BBC þarf að skera niður um 30 milljarða króna fyrir lok árs. Vísir/EPA Mikill niðurskurður er yfirvofandi hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. Stofnunin þarf að skera niður um 150 milljónir punda, jafnvirði 30 milljarða íslenskra króna, fyrir lok árs, áður en lokaviðræður um fjármögnun fara fram. BBC mun skera sérstaklega niður á veffréttamiðli sínum og í íþróttadeildinni. Stofnunin mun þó halda loforði sínu um að auka fjármagn til sjónvarpsdagskrárgerðar, segir í frétt Guardian um málið. Talið er að 35 milljóna punda, sjö milljarða íslenskra króna, niðurskurður muni vera í formi sýningarrétts á íþróttastöðvunum. BBC hefur átt í erfiðleikum undanfarið við að keppa við Sky og BT um sýningu íþróttaviðburða og óttast nú margir að ókeypis sýningar af vinsælum íþróttaviðburðum munu heyra sögunni til. BBC mun ekki sýna frá Ólympíuleikunum frá og með árinu 2022, en mun hins vegar halda áfram að sýna frá Wimbledon. Í júní var tilkynnt um þúsund manna niðurskurð og er talið að hann muni einnig hagræða um 50 milljónir punda, tíu milljarða íslenskra króna. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mikill niðurskurður er yfirvofandi hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. Stofnunin þarf að skera niður um 150 milljónir punda, jafnvirði 30 milljarða íslenskra króna, fyrir lok árs, áður en lokaviðræður um fjármögnun fara fram. BBC mun skera sérstaklega niður á veffréttamiðli sínum og í íþróttadeildinni. Stofnunin mun þó halda loforði sínu um að auka fjármagn til sjónvarpsdagskrárgerðar, segir í frétt Guardian um málið. Talið er að 35 milljóna punda, sjö milljarða íslenskra króna, niðurskurður muni vera í formi sýningarrétts á íþróttastöðvunum. BBC hefur átt í erfiðleikum undanfarið við að keppa við Sky og BT um sýningu íþróttaviðburða og óttast nú margir að ókeypis sýningar af vinsælum íþróttaviðburðum munu heyra sögunni til. BBC mun ekki sýna frá Ólympíuleikunum frá og með árinu 2022, en mun hins vegar halda áfram að sýna frá Wimbledon. Í júní var tilkynnt um þúsund manna niðurskurð og er talið að hann muni einnig hagræða um 50 milljónir punda, tíu milljarða íslenskra króna.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira