Innlent

Fréttir Stöðvar 2 kl.18.30: Átökin eltu uppi Íslending í París

Þorbjörn Þórðarson og Hrund Þórsdóttir skrifa
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður (t.h.) ræðir við Finnboga Rút í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, en sambýliskona hans særðist í hryðjuverkaárásunum í París á föstudaginn.
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður (t.h.) ræðir við Finnboga Rút í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, en sambýliskona hans særðist í hryðjuverkaárásunum í París á föstudaginn.
Finnbogi Rútur Finnbogason er á 28. aldursári og stundar meistaranám við Sorbonne-háskóla í París. Hending réð því að Caroline Courrioux sambýliskona hans lét ekki lífið þegar hryðjuverkamenn hófu skotárás á óbreytta borgara á Café Carillon á föstudagskvöldið en hún særðist í árásinni. Fékk hún tvær byssukúlur í fótlegg en mun ná fullum líkamlegum bata.

Saga Finnboga Rúts er merkileg því hann flúði átökin í Sýrlandi, þar sem hann var í námi, til Parísar. Það má því segja að stríðið hafi leitað hann uppi en árásarmennirnir í París voru liðsmenn ISIS og vildu svara íhlutun Frakka í Sýrlandi.

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er í París og ræðir við Finnboga Rút í fréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 í kvöld og eins og alltaf verða fréttirnar í opinni dagskrá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×