Launamunur kynjanna er 19 prósent í Bretlandi samkvæmt nýjustu tölum, launamunurinn er mestur í fjármála- og tryggingageirunum. Samkvæmt nýrri rannsókn sem Vinnumálastofnun Bretlands (UKCES) birti í dag er kynbundinn launamismunur í 90 prósent af starfsstéttum landsins. Munurinn sveiflast hins vegar töluvert milli starfsstétta.
Konur eru með allt að 40 prósent lægri laun en karlar í fjármála- og tryggingageirunum. Reglan virðist vera sú að því lægra hlutfall kvenna sem er í starfsstétt, því meiri launamunur er. Launamunur kynjanna er til dæmis mjög hár í orkuiðnaði, vísinda- og tæknigeirum.
Konur eru hins vegar með hærri einkunnir en karlar í öllu námi, allt frá grunnskólagöngu í mastersnám.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í júlí að fyrirtæki sem eru með yfir 250 starfsmenn þurfa nú að birta laun eftir kynjum innan fyrirtækisins. Cameron færði rök fyrir því að þetta myndi draga úr kynbundnum launamismuni.
Karlar í fjármálageiranum með 40 prósent hærri laun en konur
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent


Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur


Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent