Innlent

Vill láta skoða hvort eitthvað í lögum ýti undir að ofbeldi fái að þrífast

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Heiða Kristín vill að settur verði á fót þverpólitískur hópur til að skoða þessi mál.
Heiða Kristín vill að settur verði á fót þverpólitískur hópur til að skoða þessi mál.

Heiða Kristín Helgadóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, vill að þingið horfist í augu við öll þau álitamál sem lokað samfélag þöggunar hefur alið af sér. Hún vill að skoðað verði vel og vandlega hvort það sé eitthvað í löggjöfinni eða framkvæmd hennar sem ýtir undir að ofbeldi fái að þrífast. 

Vísaði hún þar í umræðu um kynferðisbrot og nauðganir sem hefur farið hátt í samfélaginu undanfarnar vikur. 

„Umræða um kynferðisbrot, nauðganir, hópnauðganir, dómstóla, hlutverk lögreglu, hlutverk lögmanna, hlutverk heilbrigðiskerfisins, hvað er satt og hvað er ósatt, hvar eru grá svæði og hvar eru kolsvört svæði hefur varla farið framhjá neinum,“ sagði Heiða Kristín í ræðunni.

Heiða vill að settur verði á fót hópur, skipaður fulltrúum allra flokka á þingi, til að skoða þessi mál. Allt frá því hvernig við fræðum börnin okkar og styrkjum þau í samskiptum sín á milli og yfir í það hvernig lögreglurannsóknir á kynferðisbrotum fara fram.

„Leiði þessi vinna af sér tillögur að breytingum er það skilda okkar að breyta, því ofbeldi er samfélaginu dýrt í svo mörgum víddum og við höfum öll tekið að okkur það hlutverk að standa vörð um almannahag og mér dettur fátt mikilvægara í hug í því samhengi en að berjast fyrir opnu og ofbeldislausu samfélagi,“ sagði hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×