Bandaríski milljarðamæringurinn Douglas Tompkins er látinn eftir kajakslys í suðurhluta Chile, 72 ára að aldri. Tompkins auðgaðist eftir að hafa stofnað fatamerkin North Face og Esprit.
Tompkins lést vegna ofkælingar eftir að kajak með honum og fimm öðrum hvolfdi í miklum öldugangi í Carrera-vatni.
Í frétt BBC kemur fram að Tompkins hafi verið fluttur með þyrlu á sjúkrahús í bænum Coyhaique en úrskurðaður látinn á leiðinni.
Tompkins hafði keypt stór landsvæði í Argentínu og Chile í þeim tilgangi að koma í veg fyrir uppbyggingu og viðhalda náttúrunni ósnortinni. Tompkins stofnaði þar Pumalin-garðinn, 2.900 ferkílómetra landsvæði með skógum, vötnum, og fjörðum sem nær frá Andesfjöllum og til Kyrrahafsstrandar Chile.
Stofnandi North Face og Esprit lést í kajakslysi
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent


Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent