Innlent

Rafmagnslaust í hluta af miðbæ Akureyrar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/Auðunn
Rafmagnslaust er í hluta af miðbæ Akureyrar. Bilun er í spenni nr. 22 en óljóst er hversu alvarleg bilunin er.

Um er að ræða hluta af Brekkugötu (1-31), Túngötu, Geislagötu, Laxagötu, Hólabraut, hluta af Eiðsvallagötu, Fjólugötu, Norðurgötu nr. 31 og 35, Strandgötu nr. 9, 11 og 13, Gránufélagsgötu 10 og 19, Fróðasund og Glerárgata 1 til og með 7.

Þá er götulýsing úti á þessu svæði og reyndar nokkuð víðar í miðbænum.

Verið er að gera mælingar á búnaði spennistöðvarinnar. Óljóst er hvort að háspennufelti eða spennirinn sjálfur hefur gefið sig. 

Þá er verið að undirbúa flutning á varaaflsstöð niður í miðbæ og verður hún mögulega tengd framhjá spennistöðinni ef sýnt þykir að viðgerð á honum muni taka langan tíma. 

Víða er enn rafmagnslaust á Norðurlandi og er rafmagni skammtað á nokkrum stöðum.

Hér fyrir neðan má sjá kort af þeim húsum sem hafa orðið fyrir áhrifum af biluninni.

Hér má sjá þau hús sem fá rafmagn sitt frá spennustöð 22.Norðurorka

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×