Ákveðið var að gera Pútín ódauðlegan með styttunni, sem vegur 77 kíló, en hún verður til sýnis á súkkulaðihátíð í Pétursborg. Gestir eru varaðir við að þeir megi ekki snerta eða bragða á styttunni. Pútín einn má gera það.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gusev gerir slíkt listaverk, hann hefur einnig gert súkkulaðistyttur af Jósef Stalín og Michael Jackson.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem sýnir gerð styttunnar. Sjón er sögu ríkari.