Skotárás talin vera hryðjuverk Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2015 07:00 Árásarmennirnir flúðu á þessum svarta jeppa, en þeir féllu í skotbardaga við lögreglu. Nordicphotos/AFP Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti í gær að skotárásin í Kaliforníu á miðvikudag væri rannsökuð sem hryðjuverk. Byggja rannsakendur þá ákvörðun á miklu safni sprengja og skotvopna sem árásarmennirnir höfðu undir höndum, ferðalögum þeirra til Mið-Austurlanda og gagna sem benda til þess að annar þeirra hafi haft samband við öfgahópa í Mið-Austurlöndum. Þau Syed Rizwan Farook og Tashfeen Malik skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján þegar þau réðust á heilbrigðisstarfsmenn í borginni San Bernardino í Kaliforníu. Þau voru vopnuð rifflum og hálfsjálfvirkum skammbyssum. Er lögregla mætti á staðinn flúðu þau á svörtum jeppa. Lögregla fann bíl þeirra skömmu seinna og skaut þau til bana eftir skothríð. Síðustu 335 daga hefur 351 svokölluð fjöldaskotárás, þar sem skotið er á fleiri en einn, dunið á almennum borgurum í Bandaríkjunum. Kallað hefur verið eftir nýrri byssulöggjöf í landinu í vaxandi mæli en hvergi má finna fleiri byssur á hverja hundrað borgara en í Bandaríkjunum, 113 talsins. Í kjölfar árásarinnar hafa þingmenn og forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins hvatt almenning til þess að biðja fyrir fórnarlömbum. Meðal þeirra eru Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, auðjöfurinn Donald Trump og öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz. Stjórnmálamenn úr röðum Demókrataflokksins hafa gagnrýnt repúblikana harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Chris Murphy sagðist til dæmis fremur vilja láta verkin tala og breyta byssulöggjöfinni en að halda mínútuþagnir og biðja til guðs. Undir það tók fulltrúadeildarþingmaðurinn Adam Schiff sem sagðist hafa fengið sig fullsaddan af mínútuþögnum. „Við erum eina þróaða ríkið á plánetunni sem gerir ekki nokkurn skapaðan hlut til að halda skotvopnum frá fólki sem ætti ekki að geta nálgast þau,“ sagði Martin O’Malley einnig í gær, en hann sækist eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Donald Trump Tengdar fréttir Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. 2. desember 2015 20:07 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti í gær að skotárásin í Kaliforníu á miðvikudag væri rannsökuð sem hryðjuverk. Byggja rannsakendur þá ákvörðun á miklu safni sprengja og skotvopna sem árásarmennirnir höfðu undir höndum, ferðalögum þeirra til Mið-Austurlanda og gagna sem benda til þess að annar þeirra hafi haft samband við öfgahópa í Mið-Austurlöndum. Þau Syed Rizwan Farook og Tashfeen Malik skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján þegar þau réðust á heilbrigðisstarfsmenn í borginni San Bernardino í Kaliforníu. Þau voru vopnuð rifflum og hálfsjálfvirkum skammbyssum. Er lögregla mætti á staðinn flúðu þau á svörtum jeppa. Lögregla fann bíl þeirra skömmu seinna og skaut þau til bana eftir skothríð. Síðustu 335 daga hefur 351 svokölluð fjöldaskotárás, þar sem skotið er á fleiri en einn, dunið á almennum borgurum í Bandaríkjunum. Kallað hefur verið eftir nýrri byssulöggjöf í landinu í vaxandi mæli en hvergi má finna fleiri byssur á hverja hundrað borgara en í Bandaríkjunum, 113 talsins. Í kjölfar árásarinnar hafa þingmenn og forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins hvatt almenning til þess að biðja fyrir fórnarlömbum. Meðal þeirra eru Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, auðjöfurinn Donald Trump og öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz. Stjórnmálamenn úr röðum Demókrataflokksins hafa gagnrýnt repúblikana harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Chris Murphy sagðist til dæmis fremur vilja láta verkin tala og breyta byssulöggjöfinni en að halda mínútuþagnir og biðja til guðs. Undir það tók fulltrúadeildarþingmaðurinn Adam Schiff sem sagðist hafa fengið sig fullsaddan af mínútuþögnum. „Við erum eina þróaða ríkið á plánetunni sem gerir ekki nokkurn skapaðan hlut til að halda skotvopnum frá fólki sem ætti ekki að geta nálgast þau,“ sagði Martin O’Malley einnig í gær, en hann sækist eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs.
Donald Trump Tengdar fréttir Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. 2. desember 2015 20:07 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. 2. desember 2015 20:07