Hjálparsamtök að gera klárt fyrir jólin 3. desember 2015 06:00 Mæðrastyrksnefnd er með fataúthlutun, þar á meðal spariföt. Fréttablaðið/Vilhelm Jólapakki Þegar styttist í jólin fara hjálparsamtök að úthluta nauðsynjum til bágstaddra fjölskyldna. Meðal þess sem samtökin úthluta eru spariföt, hátíðarmatur, klipping fyrir jólin og pakkar. Ekki er búist við minni eftirspurn eftir aðstoð fyrir jólin í ár.Hjálparstarf kirkjunnar Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, segir að um 1.400 umsóknir hafi borist um aðstoð í fyrra og eigi hann ekki von á öðru en að svipaður fjöldi berist í ár, eða færri þar sem atvinnuleysi hefur minnkað. „En það er ákveðinn hópur sem hefur verið hjá okkur ár eftir ár, einstæðar mæður og öryrkjar eru þar stórir hópar sem virðast oft þurfa að koma til okkar,“ segir Bjarni. Tekið verður á móti umsóknum í dag og næstu daga. Úthlutað er inneignarkortum í matvöruverslunum. „Fólk þarf að sækja um hjá okkur og koma með gögn um tekjur og gjöld síðustu mánaða. Við skoðum hverja umsókn og reiknum út hvort fólk sé undir ákveðnum mörkum til þess að þeir sem þurfi mest á að halda fái stuðninginn,“ segir Bjarni. Hjálparstarf kirkjunnar fær ásamt öðrum sem standa að hjálparstarfi pakka úr pakkajólum Kringlunnar og Smáralind. Bjarni segir mjög marga sem fá kortin einnig þiggja gjafirnar. Auk þess bjóðast smáhlutir í skóinn sem eru gjafir frá fyrirtækjum. Hjálparstarf kirkjunnar er með fataúthlutun og biður um jólaföt og fín föt í aðdraganda jólanna. „En það er bara ákveðinn hópur sem nýtir sér það líka og fær kannski föt fyrir börnin fyrir jólin,“ segir Bjarni.Fjölskylduhjálp Íslands „Þetta ár er búið að vera rosalega erfitt, við verðum líklega með 33 þúsund matargjafir á árinu. Við erum ekki ríkisrekin og við fáum ótrúlega litla styrki. Þetta hefur þyngst verulega undanfarin ár,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. „Í fyrra beindum við hælisleitendum, flóttafólki, fólki með dvalarleyfi og fólki nýkomnu með atvinnuleyfi til Rauða krossins vegna þess að Útlendingastofnun hefur gert samning við Rauða krossinn. Við vorum komin svo langt út fyrir það sem við gátum gert að við þurftum að vísa því frá,“ segir Ásgerður sem býst við gríðarlegum fjölda umsókna. „En við munum á ákveðnum tíma segja stopp. Við þurfum að sjá hvað við getum keypt mikið kjöt og annað sem við þurfum að kaupa, og við getum ekki steypt okkur í skuldir. Það fer því eftir því hvað við fáum inn á reikninginn hvað við getum sinnt mörgum.“ Ásgerður telur eftirspurnina ekki munu minnka milli ára. „Þetta mun ekki dragast saman nema við forstöðufólkið drögum þetta saman.“ Fjölskylduhjálpin býður matargjafir, pakka og einnig klippingu fyrir jólin. „Við erum með klippingu fyrir alla sem þurfa meðan hárgreiðslukonurnar anna því,“ segir Ásgerður. Mæðrastyrksnefnd Sækja mátti um úthlutun úr Mæðrastyrksnefnd fram að 30. nóvember. Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, segist eiga von á svipuðum fjölda úthlutana og í fyrra. Mæðrastyrksnefnd er með matarúthlutun og einnig pakka frá pakkajólum. Nefndin er með fataúthlutun, þar á meðal spariföt, Anna segist hins vegar ekki sérstaklega fá spariföt.jólakjóll 2Hjálpræðisherinn Á aðfangadagskvöld býður Hjálpræðisherinn upp á hátíðarmat. Hjördís Kristinsdóttir, flokksleiðtogi í Reykjavík, segir að sökum fjöldans í fyrra verði maturinn nú í Ráðhúsinu. „Við gerum ráð fyrir því að það verði ekki færri en í fyrra, en þá voru 130,“ segir Hjördís. Hjálpræðisherinn er í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar með jólaúthlutanir. Hjördís segir einstaklinga leita meira til þeirra, en fjölskyldufólkið leiti frekar til Hjálparstarfsins. Hjálpræðisherinn útbýr einnig jólapakka fyrir fanga. Jólasöfnun Hjálpræðishersins hefst á morgun og fer peningurinn sem safnast í þessi verkefni. Flóttamenn Jól Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Jólapakki Þegar styttist í jólin fara hjálparsamtök að úthluta nauðsynjum til bágstaddra fjölskyldna. Meðal þess sem samtökin úthluta eru spariföt, hátíðarmatur, klipping fyrir jólin og pakkar. Ekki er búist við minni eftirspurn eftir aðstoð fyrir jólin í ár.Hjálparstarf kirkjunnar Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, segir að um 1.400 umsóknir hafi borist um aðstoð í fyrra og eigi hann ekki von á öðru en að svipaður fjöldi berist í ár, eða færri þar sem atvinnuleysi hefur minnkað. „En það er ákveðinn hópur sem hefur verið hjá okkur ár eftir ár, einstæðar mæður og öryrkjar eru þar stórir hópar sem virðast oft þurfa að koma til okkar,“ segir Bjarni. Tekið verður á móti umsóknum í dag og næstu daga. Úthlutað er inneignarkortum í matvöruverslunum. „Fólk þarf að sækja um hjá okkur og koma með gögn um tekjur og gjöld síðustu mánaða. Við skoðum hverja umsókn og reiknum út hvort fólk sé undir ákveðnum mörkum til þess að þeir sem þurfi mest á að halda fái stuðninginn,“ segir Bjarni. Hjálparstarf kirkjunnar fær ásamt öðrum sem standa að hjálparstarfi pakka úr pakkajólum Kringlunnar og Smáralind. Bjarni segir mjög marga sem fá kortin einnig þiggja gjafirnar. Auk þess bjóðast smáhlutir í skóinn sem eru gjafir frá fyrirtækjum. Hjálparstarf kirkjunnar er með fataúthlutun og biður um jólaföt og fín föt í aðdraganda jólanna. „En það er bara ákveðinn hópur sem nýtir sér það líka og fær kannski föt fyrir börnin fyrir jólin,“ segir Bjarni.Fjölskylduhjálp Íslands „Þetta ár er búið að vera rosalega erfitt, við verðum líklega með 33 þúsund matargjafir á árinu. Við erum ekki ríkisrekin og við fáum ótrúlega litla styrki. Þetta hefur þyngst verulega undanfarin ár,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. „Í fyrra beindum við hælisleitendum, flóttafólki, fólki með dvalarleyfi og fólki nýkomnu með atvinnuleyfi til Rauða krossins vegna þess að Útlendingastofnun hefur gert samning við Rauða krossinn. Við vorum komin svo langt út fyrir það sem við gátum gert að við þurftum að vísa því frá,“ segir Ásgerður sem býst við gríðarlegum fjölda umsókna. „En við munum á ákveðnum tíma segja stopp. Við þurfum að sjá hvað við getum keypt mikið kjöt og annað sem við þurfum að kaupa, og við getum ekki steypt okkur í skuldir. Það fer því eftir því hvað við fáum inn á reikninginn hvað við getum sinnt mörgum.“ Ásgerður telur eftirspurnina ekki munu minnka milli ára. „Þetta mun ekki dragast saman nema við forstöðufólkið drögum þetta saman.“ Fjölskylduhjálpin býður matargjafir, pakka og einnig klippingu fyrir jólin. „Við erum með klippingu fyrir alla sem þurfa meðan hárgreiðslukonurnar anna því,“ segir Ásgerður. Mæðrastyrksnefnd Sækja mátti um úthlutun úr Mæðrastyrksnefnd fram að 30. nóvember. Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, segist eiga von á svipuðum fjölda úthlutana og í fyrra. Mæðrastyrksnefnd er með matarúthlutun og einnig pakka frá pakkajólum. Nefndin er með fataúthlutun, þar á meðal spariföt, Anna segist hins vegar ekki sérstaklega fá spariföt.jólakjóll 2Hjálpræðisherinn Á aðfangadagskvöld býður Hjálpræðisherinn upp á hátíðarmat. Hjördís Kristinsdóttir, flokksleiðtogi í Reykjavík, segir að sökum fjöldans í fyrra verði maturinn nú í Ráðhúsinu. „Við gerum ráð fyrir því að það verði ekki færri en í fyrra, en þá voru 130,“ segir Hjördís. Hjálpræðisherinn er í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar með jólaúthlutanir. Hjördís segir einstaklinga leita meira til þeirra, en fjölskyldufólkið leiti frekar til Hjálparstarfsins. Hjálpræðisherinn útbýr einnig jólapakka fyrir fanga. Jólasöfnun Hjálpræðishersins hefst á morgun og fer peningurinn sem safnast í þessi verkefni.
Flóttamenn Jól Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira