Hvar er þetta óveður? Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2015 13:14 Facebook-fólkinu þótti þetta óveður heldur lélegt. Og þessir krakkar léku sér í "veðurofsanum“ eins og ekkert væri. visir/vilhelm Vart hefur það farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgst hefur með fréttaflutningi að mikill viðbúnaður hefur verið vegna veðurofsa sem átti að ganga yfir landið nú í morgun. Var skólahald víða fellt niður vegna óveðursins sem var í vændum og var fólki ráðlagt að vera ekki á ferð. En, mörgum þeim sem tjáir sig á Facebook þykir lítið til koma. Finnst þetta reyndar fremur lélegt óveður, þar sem þeir sitja inni, grjótharðir við lyklaborðið. Gaukur Úlfarsson kvikmyndgerðarmaður er einn þessara: „Ég er að hugsa um að hringja uppá Veðurstofu og heimta endurgreiðslu,“ skrifar Gaukur á Facebooksíðu sína. Annar sem hæðist að veðrinu er útvarpsmaðurinn Rikki G.Rikki G með nýjustu fréttir af stóra storminum í Reykjavík. #lægðinPosted by FM957 on 1. desember 2015Rósmundur Magnússon FH-ingur er á því að veðurfræðingar ljúgi, eins og segir í laginu: „Held að menn ættu næst að reiða sig frekar á Reðurstofuna en veðurstofuna.Ekkert að þessu veðri hér í Firðinum fagra.“ Og þannig má tiltaka ótal dæmi. Fólk segir ekkert að færð, veður sé ekkert til að kvarta undan og það hafi enga afsökun til að húka heima. Rithöfundurinn Guðmundur Andri er reyndar fastur heima við og nota tækifærið og slær fram stöku: Fjúk á nesi, fastur er, fyrsta dese-he-hember. Ætla að lesa eitthvað hér, eða á Besastaði fer. Og annar rithöfundur, Vilhelm Anton Jónsson, rær gegn Facebookstraumi þegar hann segir: „Er fólk í alvöru að fárast yfir því að veðrið sé ekki jafn slæmt og spáð hafði verið? – það er jafn vitlaust og að vilja ekki borga lækni því hann greindi mann ekki með banvænan sjúkdóm, heldur bara kvef.“ Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Vart hefur það farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgst hefur með fréttaflutningi að mikill viðbúnaður hefur verið vegna veðurofsa sem átti að ganga yfir landið nú í morgun. Var skólahald víða fellt niður vegna óveðursins sem var í vændum og var fólki ráðlagt að vera ekki á ferð. En, mörgum þeim sem tjáir sig á Facebook þykir lítið til koma. Finnst þetta reyndar fremur lélegt óveður, þar sem þeir sitja inni, grjótharðir við lyklaborðið. Gaukur Úlfarsson kvikmyndgerðarmaður er einn þessara: „Ég er að hugsa um að hringja uppá Veðurstofu og heimta endurgreiðslu,“ skrifar Gaukur á Facebooksíðu sína. Annar sem hæðist að veðrinu er útvarpsmaðurinn Rikki G.Rikki G með nýjustu fréttir af stóra storminum í Reykjavík. #lægðinPosted by FM957 on 1. desember 2015Rósmundur Magnússon FH-ingur er á því að veðurfræðingar ljúgi, eins og segir í laginu: „Held að menn ættu næst að reiða sig frekar á Reðurstofuna en veðurstofuna.Ekkert að þessu veðri hér í Firðinum fagra.“ Og þannig má tiltaka ótal dæmi. Fólk segir ekkert að færð, veður sé ekkert til að kvarta undan og það hafi enga afsökun til að húka heima. Rithöfundurinn Guðmundur Andri er reyndar fastur heima við og nota tækifærið og slær fram stöku: Fjúk á nesi, fastur er, fyrsta dese-he-hember. Ætla að lesa eitthvað hér, eða á Besastaði fer. Og annar rithöfundur, Vilhelm Anton Jónsson, rær gegn Facebookstraumi þegar hann segir: „Er fólk í alvöru að fárast yfir því að veðrið sé ekki jafn slæmt og spáð hafði verið? – það er jafn vitlaust og að vilja ekki borga lækni því hann greindi mann ekki með banvænan sjúkdóm, heldur bara kvef.“
Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira