Konfekt og kristin trú Ívar Halldórsson skrifar 14. desember 2015 15:21 „Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi.“ Það er svo sem ekkert skrýtið að fjöldi trúleysingja og annara sé í nöp við kristna trú og fylgjendur hennar. Því miður hefur okkur kristna fólkinu brugðist bogalistinn í að ganga í fótspor fyrirmyndar okkar. Kristnir hafa oft gert þau slæmu mistök að setja sig á háan hest, eins og farisearnir voru frægir fyrir forðum daga, látið eins og þeir séu meira virði en þeir sem ekki hafa tekið trú. Kristnir prédika biblíulegan boðskap og láta svo oft eins og að þeir séu undanþegnir þeim fyrirmælum sem Kristur gaf fylgjendum sínum. Ég á sjálfur yndislega vini sem eru trúleysingjar. Þeir skilja ekki af hverju ég trúi því sem ég trúi, og öfugt - en skiptar skoðanir okkar koma ekki niður á vináttu okkar og virðingu fyrir hvorum öðrum. Kristnir eru pínulítið eins og konfektsölumenn. Þeir hafa ákveðið að helga líf sitt því að markaðssetja konfektið sem hefur gefið lífi þeirra gildi. Eins og í öðrum fyrirtækjum skiptir miklu máli að virðing sé borin fyrir þeim sem kynna sér vörur fyrirtækisins. En því miður eins og annars staðar eru margir kristnir konfektssölumenn að standa sig illa í mannlegum samskiptum á kostnað ljúffengra konfektmola. Sumir konfektsölumenn gera lítið úr þeim sem borða konfekt frá öðrum framleiðendum; gera jafnvel grín að konfektsmekk þeirra og leggja sig stundum svo lágt að ráðast gegn persónu þeirra sem vilja ekki þiggja konfektið þeirra. Þótt konfektið sé gott getur það verið beiskt í munni þeirra sem hafa fengið að kenna á slakri þjónustulund þeirra sem eiga að bera hag vörunnar fyrir brjósti. Þessir kristnu konfektsölumenn hafa ekki lagt sig fram um að láta gæði vörunnar endurspeglast í framkomu sinni við aðra. Konfektsölumenn þurfa nefnilega að bera virðingu fyrir uppskriftinni einu og sönnu, sem og starfsmannahandbókinni, ef konfektið á að fá góðar viðtökur hjá almenningi. Eins og staðan er í dag eru því miður of margir sem kenna sig við kristilegt konfekt að koma, með arfaslakri framkomu sinni, óorði á góða vöru - vöru sem á að færa gleði og hamingju. Konfektsölumenn eiga jú auðvitað að koma vel fram við alla – einnig þá sem þola ekki kristilega bragðið og neita að kaupa konfektið. Orðspor gæðavöru þarf ævinlega að vera gott meðal almennings ef viljinn er sá að fólk hugsi hlýtt til vörunnar. Það er breyskleiki hins mannlega þáttar sem því miður skyggir oft á gott konfekt og leitast eftir að upphefja eigin persónu með vörunni - á kostnað vörunnar sjálfrar. Einkar ófagmannlegt og mjög slæmt fyrir markaðshliðina á kynningu konfektsins. Auðvitað leggja sumir gagnrýnendur konfektsins til að uppskrift kristilegra konfektmola verði breytt og mótuð að smekk þeirra; þeir vilja kannski ljósara súkkulaði, minna af sykri, bæta við möndlum eða krókant, o.s.frv. Þó er gömul regla og góð að málamiðla ekki með sígilda vöru sem hefur þegar farið sigurför um heiminn. Að breyta aldagamalli uppskrift er ekki skynsamlegt, hvort sem um hina kristilegu konfektmola er að ræða, eða sígilda uppskrift Anton Berg konfektmolanna. Kristilegt konfekt er kærleiksríkt, góðviljað, öfundar ekki og umber allt. Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi. Ég er sjálfur langt frá því að vera fullkominn og viðurkenni það fúslega - er engu betri maður en aðrar persónur í okkar frábæra samfélagi. Ég vil læra af mistökum mínum og koma þannig í veg fyrir að endurtaka eitthvað sem kann að hafa móðgað aðra. Ég vil lifa í sátt við menn og konur óháð trúarskoðunum, hefðum, hneigðum og konfektsmekk þeirra. Fyrir hönd þeirra sem hefur brugðist bogalistinn í að vera heiðarlegir, kærleiksríkir og umburðarlyndir erindrekar Krists, vil ég biðja þá sem hafa fengið slæma þjónustu hjá kristnum konfektsölumönnum, afsökunar. Þá vil ég skora á þá sem kenna sig við kristna trú að fara eftir uppskriftabókinni sinni - ekki breyta klassískri uppskriftinni en leggið ykkur fram um að bæta þjónustuna við nágrannann. Gleðileg konfektjól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
„Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi.“ Það er svo sem ekkert skrýtið að fjöldi trúleysingja og annara sé í nöp við kristna trú og fylgjendur hennar. Því miður hefur okkur kristna fólkinu brugðist bogalistinn í að ganga í fótspor fyrirmyndar okkar. Kristnir hafa oft gert þau slæmu mistök að setja sig á háan hest, eins og farisearnir voru frægir fyrir forðum daga, látið eins og þeir séu meira virði en þeir sem ekki hafa tekið trú. Kristnir prédika biblíulegan boðskap og láta svo oft eins og að þeir séu undanþegnir þeim fyrirmælum sem Kristur gaf fylgjendum sínum. Ég á sjálfur yndislega vini sem eru trúleysingjar. Þeir skilja ekki af hverju ég trúi því sem ég trúi, og öfugt - en skiptar skoðanir okkar koma ekki niður á vináttu okkar og virðingu fyrir hvorum öðrum. Kristnir eru pínulítið eins og konfektsölumenn. Þeir hafa ákveðið að helga líf sitt því að markaðssetja konfektið sem hefur gefið lífi þeirra gildi. Eins og í öðrum fyrirtækjum skiptir miklu máli að virðing sé borin fyrir þeim sem kynna sér vörur fyrirtækisins. En því miður eins og annars staðar eru margir kristnir konfektssölumenn að standa sig illa í mannlegum samskiptum á kostnað ljúffengra konfektmola. Sumir konfektsölumenn gera lítið úr þeim sem borða konfekt frá öðrum framleiðendum; gera jafnvel grín að konfektsmekk þeirra og leggja sig stundum svo lágt að ráðast gegn persónu þeirra sem vilja ekki þiggja konfektið þeirra. Þótt konfektið sé gott getur það verið beiskt í munni þeirra sem hafa fengið að kenna á slakri þjónustulund þeirra sem eiga að bera hag vörunnar fyrir brjósti. Þessir kristnu konfektsölumenn hafa ekki lagt sig fram um að láta gæði vörunnar endurspeglast í framkomu sinni við aðra. Konfektsölumenn þurfa nefnilega að bera virðingu fyrir uppskriftinni einu og sönnu, sem og starfsmannahandbókinni, ef konfektið á að fá góðar viðtökur hjá almenningi. Eins og staðan er í dag eru því miður of margir sem kenna sig við kristilegt konfekt að koma, með arfaslakri framkomu sinni, óorði á góða vöru - vöru sem á að færa gleði og hamingju. Konfektsölumenn eiga jú auðvitað að koma vel fram við alla – einnig þá sem þola ekki kristilega bragðið og neita að kaupa konfektið. Orðspor gæðavöru þarf ævinlega að vera gott meðal almennings ef viljinn er sá að fólk hugsi hlýtt til vörunnar. Það er breyskleiki hins mannlega þáttar sem því miður skyggir oft á gott konfekt og leitast eftir að upphefja eigin persónu með vörunni - á kostnað vörunnar sjálfrar. Einkar ófagmannlegt og mjög slæmt fyrir markaðshliðina á kynningu konfektsins. Auðvitað leggja sumir gagnrýnendur konfektsins til að uppskrift kristilegra konfektmola verði breytt og mótuð að smekk þeirra; þeir vilja kannski ljósara súkkulaði, minna af sykri, bæta við möndlum eða krókant, o.s.frv. Þó er gömul regla og góð að málamiðla ekki með sígilda vöru sem hefur þegar farið sigurför um heiminn. Að breyta aldagamalli uppskrift er ekki skynsamlegt, hvort sem um hina kristilegu konfektmola er að ræða, eða sígilda uppskrift Anton Berg konfektmolanna. Kristilegt konfekt er kærleiksríkt, góðviljað, öfundar ekki og umber allt. Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi. Ég er sjálfur langt frá því að vera fullkominn og viðurkenni það fúslega - er engu betri maður en aðrar persónur í okkar frábæra samfélagi. Ég vil læra af mistökum mínum og koma þannig í veg fyrir að endurtaka eitthvað sem kann að hafa móðgað aðra. Ég vil lifa í sátt við menn og konur óháð trúarskoðunum, hefðum, hneigðum og konfektsmekk þeirra. Fyrir hönd þeirra sem hefur brugðist bogalistinn í að vera heiðarlegir, kærleiksríkir og umburðarlyndir erindrekar Krists, vil ég biðja þá sem hafa fengið slæma þjónustu hjá kristnum konfektsölumönnum, afsökunar. Þá vil ég skora á þá sem kenna sig við kristna trú að fara eftir uppskriftabókinni sinni - ekki breyta klassískri uppskriftinni en leggið ykkur fram um að bæta þjónustuna við nágrannann. Gleðileg konfektjól!
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun