„Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. desember 2015 11:17 Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt. „Það var verið að flytja nokkrar fjölskyldur. Annars vegar til Albaníu og hins vegar til Makedóníu,” segir Arndís A.K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum og talsmaður albönsku fjölskyldunnar sem fjarlægð var af heimili sínu í Barmahlíð og flutt til Albaníu í nótt. „Það fóru tólf til Albaníu og ellefu Makedóníu og það er mögulegt að þessari tölu skeiki um tvo. En þetta er talan sem við erum með,” segir Arndís og bætir við að því miður séu þessi mál afgreidd með þessum hætti „Þetta var í rauninni mjög standard. Með þessi ríki, það eru margir umsækjendur frá þessum ríkjum og þeir gera þetta gjarnan svona, safna þeim saman í flugvél.“ „Fólk er sótt heim. Þau fá fyrirvara og vita af þessu.“ Margir hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun stjórnvalda um að senda fjölskylduna úr landi og hafa nokkrir lýst yfir að þeir skammist sín fyrir ákvörðunina. En er einhver möguleiki á að fjölskyldan komi hingað aftur? „Flestir hafa nú heimild til að koma aftur en tölfræðin er mjög skýr: það eru engir frá þessum ríkjum hefur fengið hæli hérna af mannúðarástæðum,“ segir hún. „Fólk sem kemur fram Albaníu, Makedóníu og Kosovo fá bara nei.“Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/Posted by Óðinn S. Ragnarsson on Wednesday, December 9, 2015Arndís efast um að sterk viðbrögð almennings breyti nokkru um ákvörðunina eða stöðuna sem nú er uppi. „Nei ég held ekki,“ segir hún. „Fólk er gjarnan reitt yfir að fólk megi ekki koma hingað til að leita að betra lífi en það eru bara lögin. Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi,“ segir Arndís og segir skiljanlegt að fólk beini reiði sinni til stjórnvalda vegna þess. Arndís vill ekki svara því hvort ákvörðun útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar hafi verið kærð. „Ég hef svo sem fengið heimild frá þeim til að tala beint um málið. Ég get alla vega sagt að þau eru búin að fá synjun, það hefur komið fram, á þeim forsendum að útlendingastofnun hefur metið það sem svo að þau geti fengið fullnægjandi læknisþjónustu í heimalandi sínu.“ Önnur fjölskylda sem send var úr landi í nótt eru hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla. Stöð 2 ræddi við þau í gær en þau hafa verið hér á landi í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn. Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
„Það var verið að flytja nokkrar fjölskyldur. Annars vegar til Albaníu og hins vegar til Makedóníu,” segir Arndís A.K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum og talsmaður albönsku fjölskyldunnar sem fjarlægð var af heimili sínu í Barmahlíð og flutt til Albaníu í nótt. „Það fóru tólf til Albaníu og ellefu Makedóníu og það er mögulegt að þessari tölu skeiki um tvo. En þetta er talan sem við erum með,” segir Arndís og bætir við að því miður séu þessi mál afgreidd með þessum hætti „Þetta var í rauninni mjög standard. Með þessi ríki, það eru margir umsækjendur frá þessum ríkjum og þeir gera þetta gjarnan svona, safna þeim saman í flugvél.“ „Fólk er sótt heim. Þau fá fyrirvara og vita af þessu.“ Margir hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun stjórnvalda um að senda fjölskylduna úr landi og hafa nokkrir lýst yfir að þeir skammist sín fyrir ákvörðunina. En er einhver möguleiki á að fjölskyldan komi hingað aftur? „Flestir hafa nú heimild til að koma aftur en tölfræðin er mjög skýr: það eru engir frá þessum ríkjum hefur fengið hæli hérna af mannúðarástæðum,“ segir hún. „Fólk sem kemur fram Albaníu, Makedóníu og Kosovo fá bara nei.“Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/Posted by Óðinn S. Ragnarsson on Wednesday, December 9, 2015Arndís efast um að sterk viðbrögð almennings breyti nokkru um ákvörðunina eða stöðuna sem nú er uppi. „Nei ég held ekki,“ segir hún. „Fólk er gjarnan reitt yfir að fólk megi ekki koma hingað til að leita að betra lífi en það eru bara lögin. Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi,“ segir Arndís og segir skiljanlegt að fólk beini reiði sinni til stjórnvalda vegna þess. Arndís vill ekki svara því hvort ákvörðun útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar hafi verið kærð. „Ég hef svo sem fengið heimild frá þeim til að tala beint um málið. Ég get alla vega sagt að þau eru búin að fá synjun, það hefur komið fram, á þeim forsendum að útlendingastofnun hefur metið það sem svo að þau geti fengið fullnægjandi læknisþjónustu í heimalandi sínu.“ Önnur fjölskylda sem send var úr landi í nótt eru hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla. Stöð 2 ræddi við þau í gær en þau hafa verið hér á landi í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn.
Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26