Afrek ársins sem er að líða og hvað má gera betur Sævar Freyr Þráinsson skrifar 30. desember 2015 10:00 Kosningaloforð ríkisstjórnarinnar voru nokkur og eru efndir og afrekin nú þegar umtalsverð. Skuldir hins opinbera hafa lækkað um hundruð milljarða, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og málum þrotabúa bankanna er að ljúka. Heimilin hafa fengið töluvert fyrir sinn snúð. Skuldir hafa lækkað um 80 milljarða, skattar hafa lækkað, vörugjöld afnumin, tollar hafa lækkað, bætur hækkað, verðbólga er lág og með nýjum kjarasamningum hafa laun hækkað. Kaupmáttur allra hefur hækkað og fyrir framangreint á ríkisstjórnin hrós skilið. Aftur á móti hefur rekstrarkostnaður fyrirtækja aukist of mikið vegna kjarasamninga og eru þau að greiða of háa vexti sem dregur mátt úr atvinnulífinu. Vísbendingar eru um að eitthvað muni láta undan. Af hálfu ríkistjórnarinnar eru tvö stór loforð ókláruð. Annars vegar að draga úr umsvifum opinbers rekstrar og er enn lítið að frétta af aðgerðum í kjölfar niðurstöðu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Af mörgu er taka en fyrir starfsemi 365 fá málefni RÚV mesta athygli. Mun birtast um það sérstök grein í upphafi nýs árs. Ljósleiðaravæðing landsbyggðarinnar er mikilvægasta landsbyggðarmálið en þar er tækifærið að auka atvinnu og jafna búsetuskilyrði allra. Öflugu ljósleiðaraneti mun svo fylgja enn ódýrari háhraða farsímaþjónusta sem nýtast mun ferðamönnum og bændum í landinu. Við bíðum enn frétta af alvöru skrefum í þessu máli. Hjá 365 hófum við á árinu farsímaþjónustu og buðum nýjar áskriftarleiðir sem var vel tekið meðal viðskiptavina. Nú eru um 30% viðskiptavina 365 að kaupa fjarskiptaþjónustu. Árið fór í að bæta ferla, efla þjónustustig og takast á við aukna samkeppni. Við buðum ýmsar nýjungar á árinu. Fréttablaðið fékk andlitslyftingu og boðið var upp á nýtt Ísland í dag. Haldið var áfram að styrkja aðgengi viðskiptavina að efni. Maraþonþjónusta við viðskiptavini hefur aukist stórlega, en með því er viðskiptavinum gert kleift að horfa þegar þeim hentar. Þar er að finna heilu þáttaraðirnar af vönduðu innlendu sem og erlendu efni fyrir börn og fullorðna. Ásamt því að nú eru um 150 bíómyndir aðgengilegar í sjónvarpi 365 þegar fólki hentar. Byrjað var að bjóða fólki upp á að greiða fyrir staka knattspyrnuleiki í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin. Miðlar 365 eru áfram mjög sterkir. Í hverjum mánuði lesa 94,2% landsmanna visir.is, 93,2% hlusta á Bylgjuna, 90,6% horfa á Stöð 2 og 83,4% lesa Fréttablaðið. Ánægjulegt er að fara inn í þrítugasta afmælisár Bylgjunnar og Stöðvar 2 með svo stóran hluta landsmanna í okkar liði. Á nýju ári ætlar 365 að standa fyrir hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Við viljum að samfélag okkar dafni. Það ætlum við að gera með öflugri fréttastofu og fjölbreyttri þáttagerð. Stóru áherslur okkar verða Ísland got talent strax í upphafi árs og Borgarstjórinn í haust. Við munum bjóða heimilum landsins hagstæðari kjör í fjarskiptaþjónustu og framúrskarandi afþreyingu sem auglýsendur geta nýtt til að stuðla að árangri í sinni starfsemi. Fyrir hönd 365 óska ég landsmönnum öllum gleðilegs árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir ársins 2015 Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningaloforð ríkisstjórnarinnar voru nokkur og eru efndir og afrekin nú þegar umtalsverð. Skuldir hins opinbera hafa lækkað um hundruð milljarða, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og málum þrotabúa bankanna er að ljúka. Heimilin hafa fengið töluvert fyrir sinn snúð. Skuldir hafa lækkað um 80 milljarða, skattar hafa lækkað, vörugjöld afnumin, tollar hafa lækkað, bætur hækkað, verðbólga er lág og með nýjum kjarasamningum hafa laun hækkað. Kaupmáttur allra hefur hækkað og fyrir framangreint á ríkisstjórnin hrós skilið. Aftur á móti hefur rekstrarkostnaður fyrirtækja aukist of mikið vegna kjarasamninga og eru þau að greiða of háa vexti sem dregur mátt úr atvinnulífinu. Vísbendingar eru um að eitthvað muni láta undan. Af hálfu ríkistjórnarinnar eru tvö stór loforð ókláruð. Annars vegar að draga úr umsvifum opinbers rekstrar og er enn lítið að frétta af aðgerðum í kjölfar niðurstöðu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Af mörgu er taka en fyrir starfsemi 365 fá málefni RÚV mesta athygli. Mun birtast um það sérstök grein í upphafi nýs árs. Ljósleiðaravæðing landsbyggðarinnar er mikilvægasta landsbyggðarmálið en þar er tækifærið að auka atvinnu og jafna búsetuskilyrði allra. Öflugu ljósleiðaraneti mun svo fylgja enn ódýrari háhraða farsímaþjónusta sem nýtast mun ferðamönnum og bændum í landinu. Við bíðum enn frétta af alvöru skrefum í þessu máli. Hjá 365 hófum við á árinu farsímaþjónustu og buðum nýjar áskriftarleiðir sem var vel tekið meðal viðskiptavina. Nú eru um 30% viðskiptavina 365 að kaupa fjarskiptaþjónustu. Árið fór í að bæta ferla, efla þjónustustig og takast á við aukna samkeppni. Við buðum ýmsar nýjungar á árinu. Fréttablaðið fékk andlitslyftingu og boðið var upp á nýtt Ísland í dag. Haldið var áfram að styrkja aðgengi viðskiptavina að efni. Maraþonþjónusta við viðskiptavini hefur aukist stórlega, en með því er viðskiptavinum gert kleift að horfa þegar þeim hentar. Þar er að finna heilu þáttaraðirnar af vönduðu innlendu sem og erlendu efni fyrir börn og fullorðna. Ásamt því að nú eru um 150 bíómyndir aðgengilegar í sjónvarpi 365 þegar fólki hentar. Byrjað var að bjóða fólki upp á að greiða fyrir staka knattspyrnuleiki í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin. Miðlar 365 eru áfram mjög sterkir. Í hverjum mánuði lesa 94,2% landsmanna visir.is, 93,2% hlusta á Bylgjuna, 90,6% horfa á Stöð 2 og 83,4% lesa Fréttablaðið. Ánægjulegt er að fara inn í þrítugasta afmælisár Bylgjunnar og Stöðvar 2 með svo stóran hluta landsmanna í okkar liði. Á nýju ári ætlar 365 að standa fyrir hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Við viljum að samfélag okkar dafni. Það ætlum við að gera með öflugri fréttastofu og fjölbreyttri þáttagerð. Stóru áherslur okkar verða Ísland got talent strax í upphafi árs og Borgarstjórinn í haust. Við munum bjóða heimilum landsins hagstæðari kjör í fjarskiptaþjónustu og framúrskarandi afþreyingu sem auglýsendur geta nýtt til að stuðla að árangri í sinni starfsemi. Fyrir hönd 365 óska ég landsmönnum öllum gleðilegs árs.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun